Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–76, síðan sem lektor við Háskóla Íslands 1976–80 og prófessor við sömu stofnun 1980–2009.

Fyrstu rit Gunnars fjölluðu einkum um stjórnmálasögu og félagsstarf Íslendinga á tímum vaxandi þjóðernisvitundar á síðari hluta 19. aldar. Kandídatsritgerð hans kom út endurrituð árið 1972 með titlinum Frá endurskoðun til valtýsku. Doktorsritgerðin heitir Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum (1977). Í tengslum við háskólakennslu sína í sagnfræðilegum aðferðum sneri hann sér að því að kanna eðli og samfélagslegt hlutverk sagnfræði og ritaði um það efni nokkrar greinar þar sem hann lagði áherslu á að sagnfræðingum bæri að taka tillit til þess vettvangs sem skrifað væri fyrir, að fyrirhugaðir viðtakendur sögunnar ættu að stýra því, meira en þeir oftast gerðu, hvað stæði í sagnfræðiritum. Um þetta fjallaði Gunnar til dæmis í greininni „Reader-Relativism in History“ í bresk-ameríska tímaritinu Rethinking History I:2 (1997). Í samræmi við þá stefnu sem þar var mörkuð iðkaði Gunnar söguritun þar sem vettvangurinn hafði að hans mati verið vanræktur; hann skrifaði námsbækur fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla, einnig yfirlitsrit um Íslandssögu fyrir almenning, meðal annars útlenda Íslandsáhugamenn. Má þar nefna söguyfirlitið Iceland's 1100 Years (2000).

Gunnar Karlsson lagði áherslu á að sagnfræðingum bæri að taka tillit til þess vettvangs sem skrifað væri fyrir. Í þeim anda skrifaði hann námsbækur fyrir öll skólastig önnur en leikskóla en einnig yfirlitsrit um Íslandssögu fyrir almenning.

Yfirlitssöguritun kallar einatt á sérrannsóknir á stökum viðfangsefnum ef höfundur getur ekki fallist á ríkjandi rannsóknarniðurstöður. Þannig réðst Gunnar iðulega í nákvæmar rannsóknir á sérhæfðum viðfangsefnum til að geta sett fram nýjar túlkanir í yfirlitsritum sínum. Til dæmis þótti honum nauðsynlegt að gera gersamlega nýja rannsókn á pestarfaröldrum á Íslandi á 15. öld og fékk í því skyni Helga Skúla Kjartansson í lið með sér til að skrifa greinina „Plágurnar miklu á Íslandi“ sem birtist í Sögu XXXII (1994). Í framhaldi af því verki skrifaði Gunnar grein í Journal of Medieval History XXII:3 (1996), „Plague Without Rats: the case of fifteenth-century Iceland“.

Þegar á leið sneri Gunnar sér einkum að íslenskri miðaldasögu og skrifaði meðal annars bækur um goðavald (Goðamenning 2004) og ástamál (Ástarsaga Íslendinga að fornu 2013). Þegar þetta var ritað vann hann að fjölbinda handbók um íslenska miðaldasögu. Eru komin út þrjú bindi (Handbók í íslenskri miðaldasögu I–III 2007–16) og engin verkalok í augsýn.

Loks má geta þess að Gunnar skrifaði nokkurn fjölda svara fyrir Vísindavefinn, meðal annars eru til eftir hann svör við spurningunum:

Mynd:
  • Úr safni höfundar.

Útgáfudagur

27.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson? “ Vísindavefurinn, 27. desember 2018. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76849.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. desember). Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76849

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson? “ Vísindavefurinn. 27. des. 2018. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76849>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?
Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–76, síðan sem lektor við Háskóla Íslands 1976–80 og prófessor við sömu stofnun 1980–2009.

Fyrstu rit Gunnars fjölluðu einkum um stjórnmálasögu og félagsstarf Íslendinga á tímum vaxandi þjóðernisvitundar á síðari hluta 19. aldar. Kandídatsritgerð hans kom út endurrituð árið 1972 með titlinum Frá endurskoðun til valtýsku. Doktorsritgerðin heitir Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum (1977). Í tengslum við háskólakennslu sína í sagnfræðilegum aðferðum sneri hann sér að því að kanna eðli og samfélagslegt hlutverk sagnfræði og ritaði um það efni nokkrar greinar þar sem hann lagði áherslu á að sagnfræðingum bæri að taka tillit til þess vettvangs sem skrifað væri fyrir, að fyrirhugaðir viðtakendur sögunnar ættu að stýra því, meira en þeir oftast gerðu, hvað stæði í sagnfræðiritum. Um þetta fjallaði Gunnar til dæmis í greininni „Reader-Relativism in History“ í bresk-ameríska tímaritinu Rethinking History I:2 (1997). Í samræmi við þá stefnu sem þar var mörkuð iðkaði Gunnar söguritun þar sem vettvangurinn hafði að hans mati verið vanræktur; hann skrifaði námsbækur fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla, einnig yfirlitsrit um Íslandssögu fyrir almenning, meðal annars útlenda Íslandsáhugamenn. Má þar nefna söguyfirlitið Iceland's 1100 Years (2000).

Gunnar Karlsson lagði áherslu á að sagnfræðingum bæri að taka tillit til þess vettvangs sem skrifað væri fyrir. Í þeim anda skrifaði hann námsbækur fyrir öll skólastig önnur en leikskóla en einnig yfirlitsrit um Íslandssögu fyrir almenning.

Yfirlitssöguritun kallar einatt á sérrannsóknir á stökum viðfangsefnum ef höfundur getur ekki fallist á ríkjandi rannsóknarniðurstöður. Þannig réðst Gunnar iðulega í nákvæmar rannsóknir á sérhæfðum viðfangsefnum til að geta sett fram nýjar túlkanir í yfirlitsritum sínum. Til dæmis þótti honum nauðsynlegt að gera gersamlega nýja rannsókn á pestarfaröldrum á Íslandi á 15. öld og fékk í því skyni Helga Skúla Kjartansson í lið með sér til að skrifa greinina „Plágurnar miklu á Íslandi“ sem birtist í Sögu XXXII (1994). Í framhaldi af því verki skrifaði Gunnar grein í Journal of Medieval History XXII:3 (1996), „Plague Without Rats: the case of fifteenth-century Iceland“.

Þegar á leið sneri Gunnar sér einkum að íslenskri miðaldasögu og skrifaði meðal annars bækur um goðavald (Goðamenning 2004) og ástamál (Ástarsaga Íslendinga að fornu 2013). Þegar þetta var ritað vann hann að fjölbinda handbók um íslenska miðaldasögu. Eru komin út þrjú bindi (Handbók í íslenskri miðaldasögu I–III 2007–16) og engin verkalok í augsýn.

Loks má geta þess að Gunnar skrifaði nokkurn fjölda svara fyrir Vísindavefinn, meðal annars eru til eftir hann svör við spurningunum:

Mynd:
  • Úr safni höfundar.

...