Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær telst dýr útdautt?

Jón Már Halldórsson

Dýrategund telst vera útdauð þegar síðasti einstaklingur tegundarinnar deyr. Áður en að þeim sorglegu tímamótum kemur er dýrategundin þó tæknilega séð dæmd til aldauða. Þegar aðeins mjög fáir einstaklingar eru eftir verður innræktun það mikil og erfðafjölbreytni það lítil að tegundin hefur tapað getunni til að fjölga sér umfram þau mörk sem nauðsynleg eru til að forðast aldauða. Vísindamenn kalla þessar tegundir á ensku „functionally extinct“. Á íslenku mætti segja að þær séu 'í raun útdauðar' þrátt fyrir að nokkrir einstaklingar tegundarinnar lifi enn.

Geirfuglinn (Pinguinis impennis) er dæmi um aldauða tegund. Lifandi einstaklingur þeirrar tegundar hefur ekki sést frá miðri 19. öld.

Nokkrar tegundir og deilitegundir eru á þessu stigi og vafalaust verða þær útdauðar eftir fáein ár eða áratugi. Ein þessara tegunda er mandarínhöfrungur (Lipotes vexillifer) en áhöld eru um það hvort hann sé á þessu stigi eða hvort tegundin telst nú aldauða. Heimkynni hans eru (eða voru) í hinu mikla Yangtzefljóti í Kína. Um miðja síðustu öld var áætlað að tegundin teldi um 6.000 einstaklinga en rannsókn frá árinu 1997 sýndi að stofninn var orðinn mjög lítill, líklega eðeins um 50 dýr. Eftir að miklar stíflur voru byggðar í fljótinu rétt eftir síðustu aldamót hefur ekki fundist höfrungur þar svo staðfest sé. Reyndar eru óstaðfestar sögusagnir um að sést hafa til höfrunga á síðustu árum og því ekki hægt að útiloka að þeir séu þar enn, en þrátt fyrir það telst tegundin í raun útdauð.

Suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis) er önnur tegund sem er nánast útdauð. Fyrir miðja síðustu öld samanstóð þessi deilitegund af nokkur þúsund einstaklingum í suður- og miðhluta Kína. Í viðleitni kommúnista til að auka landbúnaðarframleiðslu voru tígrisdýrin skilgreind sem meindýr og hvatt til að þeim yrði útrýmt. Sú stefna bar árangur, skert búsvæði, mikil veiði og minna fæðuframboð stuðlaði í sameiningu að því að ekki hafa verið staðfest dæmi um villt dýr í rúma tvo áratugi. Nú eru aðeins örfáir einstaklingar eftir í haldi manna en reynt er að viðhalda tegundinni með ræktun í dýragörðum, ekki aðeins í Kína heldur líka í Suður-Afríku. Þessi deilitegund er engu að síður í raun útdauð.

Meðal annarra deilitegunda sem eins er ástatt fyrir er pinta-risaskjaldbakan (Chelonoidis nigra abingdonii) sem lifði á eyjunni Pinta í Galapagos-eyjaklasanum og dó mögulega út þegar Einmanna-Georg var allur árið 2012. Það sama má segja um hvíta nashyrninginn af norrænu deilitegundinni (Ceratotherium simum cottoni) sem er útdauður í villtri náttúru. Fáeinir einstaklingar lifa enn í dýragörðum.

Suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis) er ekki útdautt þar sem einstaklingar þessarar deilitegundar lifa í haldi manna. Hins vegar er það alveg á mörkum þess að deyja út.

Árið 2014 voru 2.464 dýrategundir og 2.104 plöntutegundir í verulegri útrýmingarhættu (e. critically endangered) en árið 1998 féllu 854 dýr og 909 plöntur undir sömu skilgreiningu. Jövu-nashyrningurinn (Rhinoceros sondaicus) ein af þeim tegundum sem er við það að deyja út. Líklega eru færri en 100 einstaklingar af jövu-nashyrningi eftir á lífi. Fyrr á tíð var þetta útbreiddasti nashyrningurinn í Asíu. Gegndarlaus veiðiþjófnaður, auk ágangs á búsvæði, hefur leitt til þessarar slæmu stöðu. Veiðiþjófar hafa aðallega sóst eftir hornum dýranna.

Annað dæmi er froskategund sem á ensku kallast Dusky Gopher (Lithobates sevosus). Þessir froskar lifa á mjög takmörkuðu svæði í Mississipi í Bandaríkjunum. Skerðing á búsvæði þeirra hefur haft mikil áhrif, auk þess sem slæm sveppasýking hefur herjað á tegundina og önnur froskdýr í Ameríku. Nú er svo komið að heildarstofnstærð tegundarinnar er um 60-100 einstaklingar.

Indverski bustarðurinn (Ardeotis nigriceps) er líka dæmi um tegund á barmi útrýmingar en heildarstofnstærð þessa stóra fugls er talin vera kringum 50-100 einstaklingar. Áður var hann algengur á sléttlendi á svæðum á Indlandi og Pakistan en ofveiði og eyðing búsvæða hefur nánast gert út af við stofninn. Kjörbúsvæði þessarar fuglategundar hefur víða verið breytt í akurlendi.

Talið er að árið 1969 hafi stofn indverska bustarðarins (Ardeotis nigriceps) verið um 1.260 einstaklingar. Árið 2008 var stofnstærðin metin um 300 einstaklingar. Það er fækkun um 82% á 47 árum. Fuglunum hefur haldið áfram að fækka og ljóst að tegundin mun deyja út á næstu árum eða áratugum ef ekki tekst að snúa þróuninni við.

Loks verður hér nefndur amsterdam-albatrosinn (Diomedea amsterdamensis) sem lifir á Amsterdameyju í Suður-Indlandshafi. Stofninn telur aðeins um 130 einstaklinga. Rottur, nautgripir og kettir sem hafa fylgt manninum til þessarar litlu eyju hafa haft mjög neikvæð áhrif á afkomu amsterdam-albatrosans. Stofninum stendur einnig ógn af fiskveiðum þar sem fuglarnir eiga það til að festast í veiðarfærum. Vísindamenn óttast einnig áhrif fuglasjúkdóma á stofninn.

Listinn yfir dýr í bráðri útrýmingarhættu er mun lengri en hér verður látið staðar numið.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.4.2016

Spyrjandi

Gígja Guðnadóttir, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær telst dýr útdautt?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2016, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71672.

Jón Már Halldórsson. (2016, 28. apríl). Hvenær telst dýr útdautt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71672

Jón Már Halldórsson. „Hvenær telst dýr útdautt?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2016. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71672>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær telst dýr útdautt?
Dýrategund telst vera útdauð þegar síðasti einstaklingur tegundarinnar deyr. Áður en að þeim sorglegu tímamótum kemur er dýrategundin þó tæknilega séð dæmd til aldauða. Þegar aðeins mjög fáir einstaklingar eru eftir verður innræktun það mikil og erfðafjölbreytni það lítil að tegundin hefur tapað getunni til að fjölga sér umfram þau mörk sem nauðsynleg eru til að forðast aldauða. Vísindamenn kalla þessar tegundir á ensku „functionally extinct“. Á íslenku mætti segja að þær séu 'í raun útdauðar' þrátt fyrir að nokkrir einstaklingar tegundarinnar lifi enn.

Geirfuglinn (Pinguinis impennis) er dæmi um aldauða tegund. Lifandi einstaklingur þeirrar tegundar hefur ekki sést frá miðri 19. öld.

Nokkrar tegundir og deilitegundir eru á þessu stigi og vafalaust verða þær útdauðar eftir fáein ár eða áratugi. Ein þessara tegunda er mandarínhöfrungur (Lipotes vexillifer) en áhöld eru um það hvort hann sé á þessu stigi eða hvort tegundin telst nú aldauða. Heimkynni hans eru (eða voru) í hinu mikla Yangtzefljóti í Kína. Um miðja síðustu öld var áætlað að tegundin teldi um 6.000 einstaklinga en rannsókn frá árinu 1997 sýndi að stofninn var orðinn mjög lítill, líklega eðeins um 50 dýr. Eftir að miklar stíflur voru byggðar í fljótinu rétt eftir síðustu aldamót hefur ekki fundist höfrungur þar svo staðfest sé. Reyndar eru óstaðfestar sögusagnir um að sést hafa til höfrunga á síðustu árum og því ekki hægt að útiloka að þeir séu þar enn, en þrátt fyrir það telst tegundin í raun útdauð.

Suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis) er önnur tegund sem er nánast útdauð. Fyrir miðja síðustu öld samanstóð þessi deilitegund af nokkur þúsund einstaklingum í suður- og miðhluta Kína. Í viðleitni kommúnista til að auka landbúnaðarframleiðslu voru tígrisdýrin skilgreind sem meindýr og hvatt til að þeim yrði útrýmt. Sú stefna bar árangur, skert búsvæði, mikil veiði og minna fæðuframboð stuðlaði í sameiningu að því að ekki hafa verið staðfest dæmi um villt dýr í rúma tvo áratugi. Nú eru aðeins örfáir einstaklingar eftir í haldi manna en reynt er að viðhalda tegundinni með ræktun í dýragörðum, ekki aðeins í Kína heldur líka í Suður-Afríku. Þessi deilitegund er engu að síður í raun útdauð.

Meðal annarra deilitegunda sem eins er ástatt fyrir er pinta-risaskjaldbakan (Chelonoidis nigra abingdonii) sem lifði á eyjunni Pinta í Galapagos-eyjaklasanum og dó mögulega út þegar Einmanna-Georg var allur árið 2012. Það sama má segja um hvíta nashyrninginn af norrænu deilitegundinni (Ceratotherium simum cottoni) sem er útdauður í villtri náttúru. Fáeinir einstaklingar lifa enn í dýragörðum.

Suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis) er ekki útdautt þar sem einstaklingar þessarar deilitegundar lifa í haldi manna. Hins vegar er það alveg á mörkum þess að deyja út.

Árið 2014 voru 2.464 dýrategundir og 2.104 plöntutegundir í verulegri útrýmingarhættu (e. critically endangered) en árið 1998 féllu 854 dýr og 909 plöntur undir sömu skilgreiningu. Jövu-nashyrningurinn (Rhinoceros sondaicus) ein af þeim tegundum sem er við það að deyja út. Líklega eru færri en 100 einstaklingar af jövu-nashyrningi eftir á lífi. Fyrr á tíð var þetta útbreiddasti nashyrningurinn í Asíu. Gegndarlaus veiðiþjófnaður, auk ágangs á búsvæði, hefur leitt til þessarar slæmu stöðu. Veiðiþjófar hafa aðallega sóst eftir hornum dýranna.

Annað dæmi er froskategund sem á ensku kallast Dusky Gopher (Lithobates sevosus). Þessir froskar lifa á mjög takmörkuðu svæði í Mississipi í Bandaríkjunum. Skerðing á búsvæði þeirra hefur haft mikil áhrif, auk þess sem slæm sveppasýking hefur herjað á tegundina og önnur froskdýr í Ameríku. Nú er svo komið að heildarstofnstærð tegundarinnar er um 60-100 einstaklingar.

Indverski bustarðurinn (Ardeotis nigriceps) er líka dæmi um tegund á barmi útrýmingar en heildarstofnstærð þessa stóra fugls er talin vera kringum 50-100 einstaklingar. Áður var hann algengur á sléttlendi á svæðum á Indlandi og Pakistan en ofveiði og eyðing búsvæða hefur nánast gert út af við stofninn. Kjörbúsvæði þessarar fuglategundar hefur víða verið breytt í akurlendi.

Talið er að árið 1969 hafi stofn indverska bustarðarins (Ardeotis nigriceps) verið um 1.260 einstaklingar. Árið 2008 var stofnstærðin metin um 300 einstaklingar. Það er fækkun um 82% á 47 árum. Fuglunum hefur haldið áfram að fækka og ljóst að tegundin mun deyja út á næstu árum eða áratugum ef ekki tekst að snúa þróuninni við.

Loks verður hér nefndur amsterdam-albatrosinn (Diomedea amsterdamensis) sem lifir á Amsterdameyju í Suður-Indlandshafi. Stofninn telur aðeins um 130 einstaklinga. Rottur, nautgripir og kettir sem hafa fylgt manninum til þessarar litlu eyju hafa haft mjög neikvæð áhrif á afkomu amsterdam-albatrosans. Stofninum stendur einnig ógn af fiskveiðum þar sem fuglarnir eiga það til að festast í veiðarfærum. Vísindamenn óttast einnig áhrif fuglasjúkdóma á stofninn.

Listinn yfir dýr í bráðri útrýmingarhættu er mun lengri en hér verður látið staðar numið.

Heimildir og myndir:

...