Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1378 svör fundust
Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra?
Rétt er það hjá spyrjandanum að ísbirnir (Ursus maritimus) eru af ætt bjarndýra (Ursidae) sem er ein af ellefu ættum innan ættbálks rándýra (Carnivora). Ættkvíslin er, eins og sést á fræðiheitinu hér að ofan, Ursus. Fimm aðrar tegundir bjarndýra tilheyra þessari sömu ættkvísl. Þær eru skógarbjörninn (Ursus arctos)...
Hvaðan kemur lífið?
Vísindamenn vita ekki hvernig lífið kviknaði á jörðinni. Hugsanlega barst það til jarðarinn utan úr geimnum. Ein kenning er sú að það hafi borist með lofsteinum frá Mars. Einnig gæti verið að lífið hafi borist hingað úr öðru sólkerfi. Vísindamenn telja það hins vegar ólíklegt. Mynd frá yfirborði reikistjörnunnar ...
Hver er uppruni orðasambandins "berast á banaspjótum" og við hvað er átt?
Orðasamband með sögninni að berast og nafnorðinu banaspjót er þekkt þegar í fornmáli sem berask banaspjót eptir í merkingunni 'sækja hvor að öðrum með vopni' (það er elta hvor annan með vopnum) og eru dæmi um það fram eftir öldum. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr orðtakasafni Guðmundar Ólafssona...
Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?
Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika. Haldið fyrir eyr...
Hver eru markmið Ríósáttmálans?
Árið 1992 stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir leiðtogafundi í Rio de Janero undir heitinu „Ráðstefna um umhverfi og þróun“. Í daglegu tali er ráðstefnan kölluð „Ríófundurinn“ (The Rio Summit). Hann telst tímamótafundur, ekki aðeins sökum þess að þetta var einn stærsti fundur sem alþjóðasamfélagið hefur staðið fyrir, h...
Hvað er kísilgúr og til hvers er hann framleiddur?
Kísiliðjan við Mývatn vinnur hráefni sitt úr setlögum á botni Mývatns en ekki er vitað til þess að slík vinnsla úr votnámu fari fram annars staðar í heiminum. Mývatn er talið hafa myndast fyrir um 2300 árum og hefur það mikla sérstöðu meðal stöðuvatna á norðlægum slóðum. Vatnið er allt mjög grunnt og nær sólarljós...
Er til steinn sem flýtur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er hægt að nota vikur vegna varmaleiðni/einangrunar eiginleika hans? Hvað er vikursteinn, til dæmis úr Snæfellsjökli? Hvað er vikur? Hver er munurinn á vikri, gjalli, gjósku og ösku? Gosefnum er gjarnan skipt í þrennt, gosgufur eða reikul gosefni, laus gosefni eða gjósku og f...
Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?
Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða l...
Hvernig varð lofthjúpurinn til?
Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíildi og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...
Hvað er flekkað mannorð?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: "Flekkað mannorð". Uppruni orðsins "flekkað". Þýðir þetta að búið sé að leggja fláka yfir mannorð einhvers? Er það svo slæmt? Í skógrækt eru stundaðar ýmiskonar jarðvinnsluaðferðir við undirbúning lands til gróðursetningar, ein þeirra er "flekkjun/flekkun", amk. í daglegu...
Af hverju er latína enn notuð í líffærafræði?
Um þetta hefur verið fjallað á almennan hátt í svari við spurningunni Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? og bendum við lesendum á að lesa það svar fyrst. Sömu ástæður og koma fram í því svari gilda um líffærafræðina. Þar er latína notuð í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið notuð lengi ...
Hver var Rasmus Christian Rask?
Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn. Hann gekk í latínuskóla í Óðinsvéum og hóf síðan guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði það samt lítt þar sem hann var með allan hugann við mál og málfræði....
Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?
Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...
Hvað geta krókódílar orðið gamlir?
Samkvæmt þeim heimildum sem við höfum fundið er talið að krókódíll í dýragarði í Rússslandi hafi náð 115 ára aldri. Til eru 14 tegundir eiginlegra krókódíla, 8 tegundir alligatora og ein tegund langtrýninga og sennilega er einhver munur á meðalaldri tegundanna í náttúrunni. Talið er að einstaklingar af stærstu teg...
Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"?
Fyrr á tímum, þegar fólk var almennt bænræknara en nú gerist, leitaði það til Guðs um hjálp og styrk við erfiðleikum, sjúkdómum og öllu því sem það hrjáði. Það bað Guð um hjálp til að lifa sönnu kristnu lífi og breyta rétt gagnvart öðrum. Vissulega gera margir þetta enn, en upphrópunin ,,Guð hjálpi þér” heyrist sj...