Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er uppruni sólkerfis okkar?
Sólkerfið okkar byrjaði að myndast fyrir tæpum fimm milljörðum ára, þegar geysistórt gas- og rykský tók að falla saman. Er þrýstingur jókst í skýinu myndaðist frumsól í miðju þess og í efnisdisk umhverfis hana mynduðust reikistjörnur sólkerfisins. Fjallað er í rækilegra máli um uppruna sólkerfisins og reikistja...
Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags?
Orðið stallari er notað þegar í fornu máli. Átt var við einn af tignustu hirðmönnum konungs sem hafði meðal annars það hlutverk að tilkynna boðskap konungsins. Stallarinn var fulltrúi konungs gagnvart þjóðinni og sá um vígbúnað hans og manna hans. Orðið er talið tökuorð úr fornensku steallare sem aftur er fengið ú...
Hvað er mikið af peningum á jörðinni?
Ef við tökum þá stærð sem kölluð er peningamagn og almennt sparifé (M2 á fræðimáli) í öllum löndum heims, sem tölur eru til fyrir, umreiknum yfir í krónur með því að miða við kaupmátt hvers gjaldmiðils, og leggjum saman þá fæst að árið 1996 var þessi upphæð um 1,8 milljónir milljarða króna. Sjá einnig svar sama...
Hvað tekur langan tíma að fá svar hjá ykkur, og fær maður svarið sent í pósthólfið sitt?
Það er mjög misjafnt hvað svörin taka langan tíma hjá okkur. Þetta fer bæði eftir því hvernig okkur gengur að finna mann til að svara spurningunni og síðan eftir því hvenær hann hefur tíma til þess. Við þetta bætist að spurningar á Vísindavefnum eru geysimargar. Ef menn fer að lengja eftir svari hvetjum við þá til...
Átti Jesús konu og er vitað hvað hún hét?
Nei, Jesús átti enga konu. Um það leyti sem Jesús varð fullorðinn (um 30 ára aldur) tók hann að ferðast um og kenna fólki. Slíkir farandkennarar eða ferðaprédikarar sem voru margir á þessum tíma gengu almennt ekki í hjónaband en söfnuðu um sig lærisveinahópum sem komu í staðinn fyrir fjölskyldu. Í lærisvein...
Hvernig má finna flatarmál þríhyrninga ef allar hliðarlengdir eru þekktar en engin horn?
Tökum fyrir þríhyrning með hliðar a, b og c og tilsvarandi horn A, B og C.Regla Herons segir okkur að flatarmál þríhyrnings sé \[F_{\Delta }=\sqrt{s(s-a)(s-b)(s-c)}\] þar sem \[s\equiv \frac{1}{2}p=\frac{1}{2}(a+b+c)\] Á þennan hátt er auðvelt að reikna flatarmál þríhyrnings þar sem allar hliðar hans eru þekktar e...
Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast? Vinnur einhver við að hreinsa upp hræin? Þegar fréttist af dauðum fuglum á Tjörninni taka Meindýravarnir borgarinnar að sér að fjarlægja hræin. Dauðar endur, gæsir og álftir eru afhentar Karli Skírnissyni líffræðingi á ...
Hvað heitir gjaldmiðill Dóminíska lýðveldisins og hvert er gengi krónunnar gagnvart honum?
Gjaldmiðillinn heitir pesó og þegar þetta er skrifað, 18. júní 2003, fást um 0,37 pesó fyrir hverja íslenska krónu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður? eftir Gylfa Mag...
Hver uppgötvaði kol?
Það er ekki hægt að segja til um hver var fyrstur manna til að gera sér grein fyrir því hvaða not mætti hafa af kolum. En í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð? segir meðal annars: Kínverjar fóru að nota kol kringum Krists burð, Hopi-indíánar í vesturríkjum B...
Hvers vegna hafa fiskar engin augnlok?
Augnlokin á okkur viðhalda raka í augunum með því að dreifa táravökva um þau. Einnig verja þau augun fyrir ryki og ljósi. Fiskar hafa enga þörf til að bleyta augun í sér þar sem þeir lifa í vatni. Þess vegna hafa þeir engin augnlok en þær dýrategundir sem hafa numið land hafa smám saman þróað með sér augnlok. ...
Hvaðan kemur nafnið Trékyllisvík og hvað þýðir það?
Trékyllisvík í Strandasýslu kemur fyrir í Landnámabók og er kennt þar við skip sem smíðað var úr skipsbrotum (Íslenzk fornrit I:198). Trékyllisvík frá Reykjahyrnu. Úti á víkinni er Trékyllisey (= Árnesey) og gæti hún hafa heitið *Trékyllir ef menn vilja ekki trúa sögninni í Landnámabók. Trékyllir var for...
Ég var að grúska í gamalli símaskrá frá 1941 og þar er mikið talað um símnefni, hvað er það?
Símnefni var stytt nafn eða sérstök nafnmynd fyrirtækis notuð til sparnaðar í símskeytum. Greiða þurfti fyrir hvert orð og kom sér þá vel að geta notað styttinguna. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi úr tímaritinu Ægi frá 1914:Símnefni Jakobs Gunnlögssonar í Khöfn er: Starfsemi, Köbenhavn. ...
Eru eða voru til íslenskir súrrealistar?
Þó að hugtakið súrrealismi nái yfir vítt svið og hann hafi látið að sér kveða í ýmsum greinum bókmennta og lista, svo sem ljóðum, skáldsögum og kvikmyndum, og haft áhrif einnig út fyrir þær, þar sem hann hefur meðal annars bæði þjóðfélagslega og siðferðilega skírskotun, þá er að sumu leyti auðveldara að festa á ho...
Hver var Sir Isaac Newton?
Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...
Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til?
Upphafleg spurning var á þessa leið: "Er siðferðilega/uppeldisfræðilega rétt af foreldrum að ljúga að börnum sínum að jólasveinninn sé til?"Sumir vilja meina að foreldrar séu ekki að “ljúga” eða “segja ósatt” þegar þeir segja börnum sínum að jólasveinar séu til vegna þess að jólasveinar séu til í hugum okkar eða e...