Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 731 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvað áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?

Einkenni þunglyndis geta verið mörg og eitt af þeim getur verið minni löngun í kynlíf. Ef árangur næst með inntöku þunglyndislyfja getur það eitt og sér aukið áhuga á kynlífi á nýjan leik. Þunglyndislyf eru ekki einungis notuð til þess að lækna þunglyndi heldur eru þau einnig notuð sem meðferð við kvíða, áráttu/þr...

category-iconLæknisfræði

Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur?

Já, að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið hluta lifrar sinnar til annarrar manneskju með skemmda lifur. Þessi skilyrði eru að vera á aldrinum 18-60 ára, vera í blóðflokki sem hæfir blóðflokki lifrarþegans og vera jafnstór eða stærri en þeginn. Hvað mestu máli skiptir er þó að lifrargjafi sé hrau...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er storkukerfi?

Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er það rétt að maður fái minni túrverki ef maður er á pillunni og geta verið aukaverkanir af henni? Það er rétt að getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum. Túrverkir eru krampar eða verkir í kvið og mjaðmagrind sem fylgja tíðablæðingum. Túrverkir eru mjög breyti...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...

category-iconLæknisfræði

Hvað er beindrep?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er beindrep? og hverjar eru helstu orsakir? Hvaða afleiðingar hefur beindrep og er einhver lækning til? Bein eru alls ekki dauð, hörð fyrirbæri heldur lifandi og sístarfandi líffæri eins og sést best á því hversu hratt beinbrot gróa. Í heilbrigðum beinum er nýr beinvefur s...

category-iconStjórnmálafræði

Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver uppgötvaði stofnfrumur og hvenær voru þær fyrst notaðar til lækninga?

Orðið stofnfruma kemur fyrst fyrir í fræðitexta árið 1868 þegar þýski fósturfræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) notaði orðið stamzelle um einfrumung sem síðar þróaðist yfir í fjölfrumulífveru, en í bók sinni velti Haeckel meðal annars fyrir sér frumulíffræðilegum grundvelli þróunarkenningar Darwins. Síðar notað...

category-iconLífvísindi: almennt

Er skynsamlegt að nota maíspoka í staðinn fyrir plastpoka undir rusl?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú er mikið átak í gangi að útrýma plasti (að minnsta kosti pokunum) það er svo sannarlega hið besta mál. Oftast er bent á maíspoka í stað plastsins. Ég er því að velta fyrir mér hvaðan allur maísinn er fenginn. Er ef til vill verið að ryðja skóga og rækta maís til að við ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort er betra að teygja strax eftir æfingu eða bíða í 1-2 tíma?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er betra að teygja einum eða tveimur tímum eftir æfingu? Hversu lengi er rétt að bíða með teygjur eftir þjálfun? Áður fyrr var alltaf sagt að best væri að teygja strax eftir æfingu en nú hef ég lesið að betra sé að bíða og leyfa vöðvum að jafna sig? Er þetta rétt? T...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð fjallið Keilir til?

Líklegast telja flestir Esjuna vera borgarfjall Reykjavíkur, enda gnæfir hún tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið í norðri. Til suðurs er þó annað fjall, eða öllu heldur fell, sem margir höfuðborgarbúar sjá daglega og mörgum þykir vænt um. Er það hinn formfagri Keilir sem stendur stakur, mitt á eldbrunnum Reykjanessk...

category-iconVeðurfræði

Hvað varð kalt árið 1918?

Lægsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Grímsstöðum og Möðrudal þann 21. janúar 1918. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C. Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á ...

category-iconHeimspeki

Hvað er tegundahyggja?

Nýlega hefur farið fram mikil umræða á heimilinu um hvort snerta megi álmtré í garðinum. Ég hef verið sá sem staðið hefur með trénu á meðan aðrir vilja meiri birtu í garðinn. Ein meginröksemd andstæðinga minna á heimilinu er að ég hafi gengið harðast fram við að fækka ösp í garðinum. Spurningar hafa því eðlilega v...

category-iconHeimspeki

Hvað er slaufun og hvað er slaufunarmenning?

Á undanförnum árum hefur orðið ákveðin samfélagsvakning í þeim skilningi að framfaraskref hafa verið tekin í málefnum ýmissa jaðarsettra hópa. Þar má til dæmis nefna réttindi hinsegin fólks og vaxandi umræðu um kynþáttahyggju. Eins og flest hafa orðið vör við hefur umræða um kynferðisofbeldi og áreitni sem og kynb...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er Jónsbók enn í gildi í íslenskum lögum?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Rúmur tíundi hluti lögbókarinnar frá 1281, sem nefnd hefur verið Jónsbók, er enn í lagasafni Íslands. Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd á árunum 1262-4. Þjóðveldislögin giltu þá í landinu, það er Grágás. Konungur vildi skipta þeim lögum út fyrir eigin lögbók. Hann...

Fleiri niðurstöður