Hvað er beindrep? og hverjar eru helstu orsakir? Hvaða afleiðingar hefur beindrep og er einhver lækning til?Bein eru alls ekki dauð, hörð fyrirbæri heldur lifandi og sístarfandi líffæri eins og sést best á því hversu hratt beinbrot gróa. Í heilbrigðum beinum er nýr beinvefur sífellt að endurnýja gömul bein og jafnvægi er milli beinmyndunar og beineyðingar. Þannig helst beinvefur sterkur, hann getur vaxið og gert við sig ef bein brotna. Ef beindrep er í liðamótum er niðurbrot beina hraðara en beinmyndun og ástandið versnar ef meðferð er ekki í boði. Beindrep (e. osteonecrosis) er sjúkdómur sem lýsir sér í eyðingu beinfrumna og jafnvel dreps í beinvef liðamóta. Það stafar af súrefnisskorti sem verður þegar blóðflæði skerðist af einhverjum ástæðum í liðum. Beinfrumur fá þá ekki nóg súrefni til að endurnýja sig eins og eðlilegt er og beinvefurinn hrörnar smám saman, sem sagt ójafnvægi kemst á milli beinmyndunar og beineyðingar. Þau liðamót sem oftast verða fyrir beindrepi eru í mjöðmum, hnjám, öxlum og ökklum. Beindrep getur verið ýmist í einu beini eða fleirum, en lærleggur og upphandleggsbein eru þau bein sem oftast fá beindrep.

Skert blóðflæði getur leitt til þess að beinfrumur fá ekki það súrefni sem þær þurfa til að endurnýjast og beinvefurinn hrörnar smám saman. Til hægri er heilbrigður beinvefur en beindrep til vinstri.
- langvarandi sterameðferð
- ofneysla áfengis
- reykingar
- meðganga
- áverkar í liðamótum
- tilteknir sjúkdómar, eins og liðagigt og krabbamein, rauðir úlfar og aðrir sjálfsofnæmissjúkdómar
- alnæmi
- geislameðferð, lyfjameðferð, nýrnaígræðslur