Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7114 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er vitað hvaða málaætt etrúska tilheyrði og eru einhver nútímamál skyld henni?

Etrúska er tungumál sem var í eina tíð talað á Ítalíu, en er nú útdautt. Þekking okkar á þessu máli er allgloppótt. Að vísu höfum við um 9000 texta frá tímabilinu 700 fyrir Krist til 10 eftir Krist og auk þess um 40 glósur í latneskum og grískum heimildum. En flestir þessara texta eru mjög stuttir. Að undanskildum...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru fordómar til staðar á Íslandi?

Orðið fordómur lýsir afstöðu til manna og málefna. Þrátt fyrir mikla notkun er merking hugtaksins þó ekki alltaf ljós. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið...

category-iconHugvísindi

Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?

Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er íshokkí upprunnið?

Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?

Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hverjir voru sérrómversku guðirnir, þeir sem ekki samsvöruðu grísku guðunum? (Helga Guðrún Óskarsdóttir)Hverjir voru sérrómversku guðirnir og hvað var merkilegt við þá? Hverjar voru Vestumeyjarnar? (Dagný Ívarsdóttir) Rómversk goðafræði er að langmestu leyti ættuð frá Forn...

category-iconHeimspeki

Hvað er 'paradigm'?

Enska orðið paradigm er dregið af gríska orðinu paradeigma, sem merkir sönnun, dæmi, mynstur, líkan eða frummynd. Í málfræði er það notað um beygingarmynstur. Hjá Platoni er paradeigma meðal annars notað um einstakt dæmi einhvers almenns eiginleika, eða um fyrirmynd, mælikvarða eða mynstur, samanber frummyndakenni...

category-iconEfnafræði

Hvar eru orkulindir?

Orkulindir eru afar margvíslegar og sem betur fer líka mjög víða í kringum okkur. Þær orkulindir sem við Íslendingar þekkjum best eru vatnsorkan og jarðhitinn. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fell...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum?

Harði diskurinn og disklingar tilheyra svokölluðu ytra minni í tölvu. Ytra minnið geymir gögn, forrit og næstum allt það sem á að varðveita eftir að slökkt hefur verið á tölvunni. Á hörðum diskum og disklingum eru segulsvið og járnseglandi efni notuð til að skrá upplýsingar. Járnseglandi efni hafa þann eiginlei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað mundi gerast ef Norður-Atlantshafsstraumurinn stöðvaðist eða breytti um stefnu?

Eins og Norður-Atlantshafsstraumurinn er nú á dögum flytur hann hlýjan sjó og varma frá miðlægum breiddargráðum alla leið norður í Barentshaf og Íshaf. Á leiðinni miðlar yfirborðssjórinn varmanum til loftsins. Fyrir vikið er sjórinn í Norður-Atlantshafi tiltölulega hlýr og veðurfar í Vestur Evrópu og á Íslandi mil...

category-iconHugvísindi

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

category-iconLögfræði

Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar?

Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um hunda og ketti enda fátítt að deilur spretti vegna annarra gæludýra. Í 13. tölulið A-liðar 41. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 kvað áður á um að eigendur hússins ákvæðu sjálfir hvort halda mætti ketti eða hunda í húsinu, en til að heimilt væri að halda hunda o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er alltaf jafnmikið af efni í alheiminum?

Á fyrstu sekúndubrotunum eftir Miklahvell var ekkert efni í alheiminum en núna er heilmikið af efni í honum. Magn efnis í alheiminum hlýtur því að hafa breyst og þar með er svarið við spurningunni nei, efnið er ekki varðveitt. Í eðlisfræði segjum við um stærð sem breytist ekki í neinum ferlum að hún sé varðveitt....

category-iconJarðvísindi

Er ísaldarjökull að hluta til valdur að jarðlagahalla á Íslandi eða er farg gosefna eina ástæðan?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna hallast hraunlögin í Steindórsstaðaöxl í Borgarfirði inn til landsins? Er það vegna jökuls eða yngra hraunlags sem þrýstir því niður? Af hverju hallar jarðlögunum á Austurlandi til vesturs en ekki í einhverja aðra átt? Síðarnefnda uppástungan, það er farg gosefna, e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða 10 dýrategundir eru með stærstu heilana?

Hér fyrir neðan er listi yfir þær dýrategundir sem eru með stærstu heilana. Allt eru þetta spendýr og að fílum undanskildum eru allar tegundirnar á listanum sjávarspendýr. Rétt er að taka það fram að um er að ræða meðalheilaþyngd hjá þessum dýrategundum. TegundÞyngd (kg) Búrhvalur (Physeter macrocephalus) 7...

Fleiri niðurstöður