Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8008 svör fundust
Er lúpínan dulfrævingur og hvaða fylkingu tilheyrir hún?
Fræplöntum er skipt í tvo hópa; dulfrævinga (Magnoliophyta) sem dylja fræ sín aldini og bera blóm sem innihalda æxlunarfæri þeirra og berfrævinga (Gymnosperm) þar sem fræin eru í könglum. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis). Alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis) er dulfrævingur. Dulfrævingar skiptast í einkí...
Hvaðan kemur orðið renus í spilamáli?
Spurningin í fullri lengd var svona: Hvaðan kemur orðið renus sem gefur til kynna að maður eigi ekkert eftir af einstakri sort í spilum? Lýsingarorðið renus 'litþrota (í spilum)’ er fengið að láni úr dönsku renonce sem aftur fékk orðið úr frönsku renonce af sögninni renoncer 'hætta við; fylgja ekki lit’. ...
Hversu mörg lömb voru send í sláturhús haustið 2016?
Samkvæmt upplýsingum frá Landsamtökum sauðfjárbænda var 597.973 sauðfjár slátrað árið 2016. Dilkar (lömb) voru 555.617 talsins eða 93% alls sauðfjár sem var sent í sláturhús en fullorðið fé var 42.356 talsins. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan hefur sauðfé sem farið hefur í sláturhús fjölgað nokkuð síð...
Hvað eru Eyjólfur og menn hans margir ef „Eyjólfur kom við fimmtánda mann“?
Svarið við spurningunni er: Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Í Íslenskri orðabók (2002:951) er þetta dæmi tekið undir flettunni maður: við þriðja (tólfta ...) mann þ.e. þrír (tólf ...) saman Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Heimild: Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbæt...
Af hverju er tungan í köttum hrjúf?
Þeir sem hafa verið „þvegnir“ af heimiliskettinum þekkja vel hversu hrjúf tunga kattarins er. Hún minnir meira á sandpappír en mjúka tungu okkar eða tungu grasbíta. Það sama á við um villta ketti, hvort sem þeir eru mörg hundruð kílóa stórkettir eða smávaxnir sandkettir, allir hafa þeir brodda á tungunni. Tung...
Hvaða 'bí' er átt við hjá manni sem er bísperrtur?
Lýsingarorðið bísperrtur 'sperrtur, keikur, státinn, hress' er fengið að láni úr dönsku á 19. öld, bespærret 'spenntur aftur'. Í dönsku er orðið myndað með forskeytinu be-, sem fengið er að láni úr lágþýsku eða háþýsku, og sögninni spærre 'spenna, loka', eiginlega 'spenntur aftur'. Í eldri íslensku barst forsk...
Hvað eru firnindi?
Orðin firn og firnindi í hvorugkyni fleirtölu merkja „öræfi, óbyggðir“ en einnig „mikið af einhverju“. Eldri mynd firnindi er firnerni og kemur það fyrir þegar í fornu máli. Orðin firn og firnindi merkja m.a. „öræfi, óbyggðir.“ Upphafleg merking mun vera „eitthvað sem er fjarri, hinum megin, handan við.“ Á myn...
Hvaðan er nafnið á fjallinu Óþola í Dýrafirði komið?
Óþoli er mjög hátt fjall norðan til við dalsmynnið á Gerðhamradal við Dýrafjörð. Þórhallur Vilmundarson telur að merking nafnsins sé ‚hinn óþolinmóði, sá sem bíður ekki‘ og virðist höfða til snjóflóðahættu (Grímnir 2, 116-118). Undir fjallinu stendur bærinn Arnarnes, og segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Pál...
Hversvegna heitir þumalputti þessu nafni?
Orðið þumalputti er samsett úr orðunum þumall og putti. Þumall merkti upphaflega ‚digur fingur‘ enda er þumallinn yfirleitt digrasti fingur á mannshöndinni. Þumall er einnig nafn á fingurhólfi á vettlingi, því sem ætlað er þumlinum. Þegar í fornu máli er þessi fingur nefndur þumalfingur en ekki þumalputti. Þum...
Hvað merkir nafnið Másvatn?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Langar að vita merkingu nafnsins Másvatn, er það af því að þar er oft vindur eða kennt við einhvern Má? Líklega er nafnið kennt við mannsnafnið Már; þó nefna Árni Magnússon og Páll Vídalín Mársvatn í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu einnig Mósvatn í Jarðabókinni (XI:188). ...
Er hægt að koma tvíræðni til skila á táknmáli?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það er vel hægt! Skilgreiningin á tvíræðni er þegar orð eða hugtak sem viðkomandi notar má skilja á tvo vegu en margræðni þegar það má skilja á fleiri vegu. Í táknmálum eru til tákn sem má skilja á marga vegu og eins er hægt að segja eitt en meina annað. Þessi or...
Hvað eru ormagöng?
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um orma...
Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?
Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl....
Hvers vegna kreista sumir tannkremstúpurnar að framan en ekki aftan frá eins og eðlilegt er?
Því miður er það nú svo að fólk viðhefur ýmiss konar óeðli. Ritstjórn Vísindavefsins hefur til dæmis spurnir af fólki sem fer öfugu megin fram úr rúminu, klæðir sig í hægri sokkinn á undan þeim vinstri, hengir klósettrúllurnar upp þannig að endinn á pappírnum snúi inn og þrjóskast við að skrifa nafnið Anna aftur á...
Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?
Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...