Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Af hverju er tungan í köttum hrjúf?

Jón Már Halldórsson

Þeir sem hafa verið „þvegnir“ af heimiliskettinum þekkja vel hversu hrjúf tunga kattarins er. Hún minnir meira á sandpappír en mjúka tungu okkar eða tungu grasbíta. Það sama á við um villta ketti, hvort sem þeir eru mörg hundruð kílóa stórkettir eða smávaxnir sandkettir, allir hafa þeir brodda á tungunni.

Tungan á kattardýrum er hrjúf eins og sandpappír.

Flest í fari lífvera hefur einhvern tilgang. Broddarnir auka yfirborð tungunnar og kettirnir eiga þess vegna auðveldara með að lepja vatn. Einnig telja sumir þróunarfræðingar að broddarnir gegni mikilvægu hlutverki þegar dýrið hreinsar eigin feld og síðast en ekki síst að þeir komi að góðu gagni við að sleikja kjöttægjur af beinum.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.9.2014

Spyrjandi

Eyrún Hjálmarsdóttir, f. 2005

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er tungan í köttum hrjúf?“ Vísindavefurinn, 4. september 2014. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67694.

Jón Már Halldórsson. (2014, 4. september). Af hverju er tungan í köttum hrjúf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67694

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er tungan í köttum hrjúf?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2014. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67694>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er tungan í köttum hrjúf?
Þeir sem hafa verið „þvegnir“ af heimiliskettinum þekkja vel hversu hrjúf tunga kattarins er. Hún minnir meira á sandpappír en mjúka tungu okkar eða tungu grasbíta. Það sama á við um villta ketti, hvort sem þeir eru mörg hundruð kílóa stórkettir eða smávaxnir sandkettir, allir hafa þeir brodda á tungunni.

Tungan á kattardýrum er hrjúf eins og sandpappír.

Flest í fari lífvera hefur einhvern tilgang. Broddarnir auka yfirborð tungunnar og kettirnir eiga þess vegna auðveldara með að lepja vatn. Einnig telja sumir þróunarfræðingar að broddarnir gegni mikilvægu hlutverki þegar dýrið hreinsar eigin feld og síðast en ekki síst að þeir komi að góðu gagni við að sleikja kjöttægjur af beinum.

Mynd:...