Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7108 svör fundust
Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja?
Reglugerðir Evrópusambandsins banna alla ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveðnar undanþágur eru þó veittar ef inngrip ríkisins er...
Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu?
Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum. Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717. Þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað, svo að haglaust varð og tafir á heyskap.[1...
Menga eldfjöll meira en menn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni? Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu ...
Er táknmál myndað eins og önnur mál í vinstra heilahvelinu?
Það var á 19. öld, nánar tiltekið árið 1861, sem franski læknirinn Paul Broca (1824-1880) lýsti því yfir að við töluðum með vinstra heilahvelinu og að lítið svæði aftarlega og neðarlega í heilanum stýrði tali. Þetta heilasvæði fékk síðar nafnið Broca-svæði. Sjúklingarnir tveir sem Broca byggði fullyrðingu sína á g...
Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig?
Hugmyndin um geimsjónauka kom fram löngu fyrir upphaf geimaldar. Árið 1923 setti þýski eldflaugaverkfræðingurinn Hermann Oberth (1894–1989), einn af feðrum eldflaugatækninnar ásamt Robert Goddard (1882–1945) og Konstantin Tsiolkovsky (1857–1935), fyrstur manna fram hugmyndir um geimsjónauka í bók sinni Die Rakete ...
Hvað var Rauðsokkahreyfingin?
Í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna hússins til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og aðgerðir til að vekja almenning. Fyrr í apríl hafði danskur kvennahópur er kallaði sig Rødstrømperne þrammað eftir Strikinu í Kaupmannahöfn, skrýddur risabrjóstum, gríðarlegum höttum, gerviaugnahárum og r...
Hver er uppruni og saga hnitakerfisins?
Fræðimenn fornaldar höfðu mikinn áhuga á stjörnufræði. Babýloníumenn voru fyrstir til að þróa hnitakerfi til að lýsa staðsetningu á himinhvelinu. Stjörnufræðingurinn Ptólemaíos (um 100–178) notaði þetta hnitakerfi á 2. öld e. Kr. í bók sinni Almagest sem var meginrit um stjörnufræði um margar aldir. René Des...
Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?
Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem...
Hversu mörg gen fáum við frá hverjum forföður?
Með bættum aðferðum til að greina erfðabreytileika manna á milli og betri líkönum í stofnerfðafræði hefur möguleikinn á að svara spurningu eins og þessari aukist mikið. Með því að nota sameindagreiningar má finna hvaða litningar og hlutar þeirra koma frá föður, móður, öfum, ömmum og fjarskyldari forfeðrum. Marg...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?
Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum. ...
Hvaða dýr lifa í Kyrrahafinu?
Kyrrahafið er stærsta úthaf jarðar, alls 181 milljón ferkílómetrar, sem er stærra en yfirborð alls landmassa jarðarinnar. Meðaldýpt Kyrrahafsins er 3.940 metrar og þar er að finna dýpstu hafála jarðar, til að mynda Mariana-gjána sem nær 11.034 metra undir yfirborði sjávar. Þar er einnig að finna hæsta fjall jarðar...
Eru öll svör á Vísindavefnum sambærileg eða eru þau unnin á mismunandi hátt?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „nei, svörin á Vísindavefnum eru alls ekki öll sambærileg“. Þar kemur einkum tvennt til - annars vegar eru spurningarnar afar fjölbreyttar og taka til allra fræðasviða vísindanna, hins vegar eru spyrjendur Vísindavefsins á ýmsum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. S...
Hvernig fóru vísindamenn að því að taka mynd af svartholi?
Þann 10. apríl 2019 birtu vísindamenn fyrstu myndina af svartholi, nánar tiltekið af skugga risasvartholsins í miðju vetrarbrautarinnar M87. Svartholið er í um 53 milljón ljósára fjarlægð og frá okkur séð er það því jafnlítið og appelsína á yfirborði tunglsins! Myndin sem náðist af svartholinu setti þar með heimsm...
Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?
Þverganga Merkúríusar (e. transit of Mercury) á sér stað þegar reikistjarnan Merkúríus fer milli jarðar og sólar og gengur fyrir sólina frá jörðu séð. Birtist reikistjarnan þá sem agnarsmár svartur depill sem færist hægt og rólega yfir skífu sólar. Á hverri öld gengur Merkúríus 13-14 sinnum fyrir sólina frá jörðu ...
Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?
Viktor spurði sérstaklega um íslenska banka árið 1944 og upprunaleg spurning Árna hljóðaði svona: Hvert var gengi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni og dollar árið 1944? Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Skýrðist það af því að Danmörk var hertekin af Þjóðverjum ...