Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík
1944

Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?

Gylfi Magnússon

Viktor spurði sérstaklega um íslenska banka árið 1944 og upprunaleg spurning Árna hljóðaði svona:
Hvert var gengi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni og dollar árið 1944?

Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Skýrðist það af því að Danmörk var hertekin af Þjóðverjum á þeim tíma og því engin viðskipti milli landanna. Á fjórða áratug síðustu aldar var danska krónan lengst af skráð á pari við þá íslensku á Íslandi, það er ein dönsk var jafngild einni íslenskri, líkt og tíðkast hafði meðan Ísland var dönsk nýlenda. Þetta breyttist vorið 1939 þegar gengi þeirrar íslensku var fellt. Var ein dönsk króna jafngild 1,26 íslenskum í lok ársins 1939. Þann 9. apríl 1940 var Danmörk hertekin af Þjóðverjum og var þá hætt skráningu gengis dönsku krónunnar á Íslandi. Gengið var svo ekki skráð aftur fyrr en í lok heimsstyrjaldarinnar og var þá ein dönsk króna jafngild 1,36 íslenskum og hélst það gengi óbreytt næstu árin.

Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Gengið var svo ekki skráð aftur fyrr en í lok heimsstyrjaldarinnar og var þá ein dönsk króna jafngild 1,36 íslenskum og hélst það gengi óbreytt næstu árin. Þessar 500 krónur myndu því jafngilda tæpum 368 dönskum krónum þau ár. Seðillinn er frá 1928.

Bandaríkjadalur var jafngildi 6,50 íslenskra króna árið 1944 og hélst það gengi óbreytt fyrstu árin eftir stríð. Rétt er að hafa í huga að þetta var löngu fyrir gjaldmiðilsbreytinguna á Íslandi og var því um gamlar krónur að ræða, sem hver jafngildir einum nýjum aur.

Þess má geta að þegar þetta er ritað, í maí 2019, kostar einn Bandaríkjadalur um 122 nýjar íslenskar krónur. Hefur gengi íslensku krónunnar því fallið um 99,95% gagnvart Bandaríkjadal frá árinu 1944. Kaupmáttur íslensku krónunnar hefur þó fallið enn meira enda hefur kaupmáttur dollarans minnkað töluvert á þessum árum. Frá lýðveldisstofnun, í júní 1944, hefur verðlag á Íslandi margfaldast 23.541 falt. Það jafngildir því að kaupmáttur krónunnar hafi minnkað um 99,996%. Meðalverðbólga á þessum tíma hefur verið um 14,4% á ári.

Verðbólga á Íslandi hefur verið talsvert meiri að jafnaði en í nágrannalöndunum frá lýðveldisstofnun. Það á sér margar skýringar. Hægt er að lesa almenna umfjöllun um verðbólgu í svari við spurningunni Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Landsbankinn var stærstur þeirra þriggja banka sem störfuðu á Íslandi árið 1944. Myndin sýnir hús Landsbankans í Austurstræti og er tekin á árunum 1923-1930.

Á Íslandi störfuðu þrír bankar árið 1944, Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Útvegsbankinn. Var Landsbankinn þeirra stærstur og Útvegsbankinn litlu minni en Búnaðarbankinn smæstur. Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru ríkisbankar en Útvegsbankinn hlutafélag að mestu í eigu ríkisins. Honum var síðar breytt úr hlutafélagi í hreinan ríkisbanka og raunar enn síðar aftur í hlutafélag en sú saga verður ekki rakin hér. Jafnframt störfuðu árið 1944 allmargir sparisjóðir og ýmis kaupfélög ráku svokallaðar innlánsdeildir. Heildareignir viðskiptabankanna þriggja námu 571 milljón króna í árslok 1945. Stærsta eign þeirra voru útlán, 308 milljónir króna.

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.6.2019

Spyrjandi

Árni Hermannsson, Viktor Másson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2019. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=52192.

Gylfi Magnússon. (2019, 6. júní). Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52192

Gylfi Magnússon. „Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2019. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52192>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?
Viktor spurði sérstaklega um íslenska banka árið 1944 og upprunaleg spurning Árna hljóðaði svona:

Hvert var gengi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni og dollar árið 1944?

Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Skýrðist það af því að Danmörk var hertekin af Þjóðverjum á þeim tíma og því engin viðskipti milli landanna. Á fjórða áratug síðustu aldar var danska krónan lengst af skráð á pari við þá íslensku á Íslandi, það er ein dönsk var jafngild einni íslenskri, líkt og tíðkast hafði meðan Ísland var dönsk nýlenda. Þetta breyttist vorið 1939 þegar gengi þeirrar íslensku var fellt. Var ein dönsk króna jafngild 1,26 íslenskum í lok ársins 1939. Þann 9. apríl 1940 var Danmörk hertekin af Þjóðverjum og var þá hætt skráningu gengis dönsku krónunnar á Íslandi. Gengið var svo ekki skráð aftur fyrr en í lok heimsstyrjaldarinnar og var þá ein dönsk króna jafngild 1,36 íslenskum og hélst það gengi óbreytt næstu árin.

Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Gengið var svo ekki skráð aftur fyrr en í lok heimsstyrjaldarinnar og var þá ein dönsk króna jafngild 1,36 íslenskum og hélst það gengi óbreytt næstu árin. Þessar 500 krónur myndu því jafngilda tæpum 368 dönskum krónum þau ár. Seðillinn er frá 1928.

Bandaríkjadalur var jafngildi 6,50 íslenskra króna árið 1944 og hélst það gengi óbreytt fyrstu árin eftir stríð. Rétt er að hafa í huga að þetta var löngu fyrir gjaldmiðilsbreytinguna á Íslandi og var því um gamlar krónur að ræða, sem hver jafngildir einum nýjum aur.

Þess má geta að þegar þetta er ritað, í maí 2019, kostar einn Bandaríkjadalur um 122 nýjar íslenskar krónur. Hefur gengi íslensku krónunnar því fallið um 99,95% gagnvart Bandaríkjadal frá árinu 1944. Kaupmáttur íslensku krónunnar hefur þó fallið enn meira enda hefur kaupmáttur dollarans minnkað töluvert á þessum árum. Frá lýðveldisstofnun, í júní 1944, hefur verðlag á Íslandi margfaldast 23.541 falt. Það jafngildir því að kaupmáttur krónunnar hafi minnkað um 99,996%. Meðalverðbólga á þessum tíma hefur verið um 14,4% á ári.

Verðbólga á Íslandi hefur verið talsvert meiri að jafnaði en í nágrannalöndunum frá lýðveldisstofnun. Það á sér margar skýringar. Hægt er að lesa almenna umfjöllun um verðbólgu í svari við spurningunni Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Landsbankinn var stærstur þeirra þriggja banka sem störfuðu á Íslandi árið 1944. Myndin sýnir hús Landsbankans í Austurstræti og er tekin á árunum 1923-1930.

Á Íslandi störfuðu þrír bankar árið 1944, Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Útvegsbankinn. Var Landsbankinn þeirra stærstur og Útvegsbankinn litlu minni en Búnaðarbankinn smæstur. Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru ríkisbankar en Útvegsbankinn hlutafélag að mestu í eigu ríkisins. Honum var síðar breytt úr hlutafélagi í hreinan ríkisbanka og raunar enn síðar aftur í hlutafélag en sú saga verður ekki rakin hér. Jafnframt störfuðu árið 1944 allmargir sparisjóðir og ýmis kaupfélög ráku svokallaðar innlánsdeildir. Heildareignir viðskiptabankanna þriggja námu 571 milljón króna í árslok 1945. Stærsta eign þeirra voru útlán, 308 milljónir króna.

Myndir:...