Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 983 svör fundust
Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?
Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Þess í stað verður vitnað í rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal dýra og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þær rannsóknir. Fjölmargir atferlisfræðingar og dýrafræðingar hafa b...
Hver var Comenius? Hvað gerði hann sögulegt?
John Amos Comenius, eða Jan Ámos Komenský eins og hann heitir á tékknesku, fæddist 28. mars 1592 í bænum Nivnice í Móravíu, sem tilheyrir nú Tékklandi en heyrði undir veldi Habsborgara á þeim tíma. Hann var þekktur trúarleiðtogi mótmælenda, en er frægastur fyrir að hafa bylt uppeldisfræðum samtímans og komið fram ...
Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?
Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda. Heilagur andi er ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir men...
Hvað er fleygletur?
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...
Af hverju tölum við um Peking en ekki Beijing?
Beijing, eða Peking, er höfuðborg Kína. Þó nöfnin tvö hljómi ólíkt á íslensku, þá eru þau bæði nálgun á sama mandarínska heitinu. Munurinn felst eingöngu í mismunandi aðferð til að rita mandarínsku með latnesku stafrófi. Nafnið Peking er um 400 ára gamalt og kemur frá evrópskum trúboðum og kaupmönnum sem voru v...
Af hverju lítur landið okkar út eins og það gerir?
Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Í seinni tíð hefur maðurinn að vísu átt stærstan hlut í þeim breytingum sem orðið hafa, en á móti kemur að náttúran hefur haft miklu lengri tíma til sinna verka – og svo mun væntanlega verða í framtíðinni. Við mótun landsins takast ...
Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2018
Metaðsókn var að Vísindavef Háskóla Íslands árið 2018. Samkvæmt gögnum frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi, voru notendur Vísindavefsins 775 þúsund árið 2018 og flettu þeir síðum vefsins rúmlega þremur milljón sinnum. Svörin á Vísindavefnum eru orðin rúmlega 12.000 og flettingarnar samsvara því að...
Hvaða gildi hafa dagdraumar?
Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...
Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er sögnin 'að tippa' tökuorð úr dönsku, 'tippe', en þaðan er orðið fengið úr ensku, 'tip'. Í íslensku er sögnin að tippa aðallega notuð um það þegar menn taka þátt í knattspyrnugetraunum þar sem reynt er að spá fyrir um úrslit leikja með því að merkja við 1, X, eða 2. Tölustafurin...
Hvað eru fjölmiðlar?
Sagt hefur verið að það sé álíka erfitt að skilgreina fjölmiðil eins og að skilgreina stól. Flestir telja sig hafa nokkuð góða hugmynd um hvernig stóll lítur út en erfiðara getur reynst að tilgreina nákvæmlega hvaða eiginleika hann þarf að hafa til að geta talist stóll. Það sama gildir um fjölmiðla; flestir vita v...
Hvenær eru bænadagar?
Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags eru skírdagur og föstudagurinn langi nefndir bænadagar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um þessa notkun er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1887: Um pálmasd. fór að snjóa og frjósa, enn brá til bata með bænadögunum. Aðeins yngra dæmi úr sama blaði frá 1893 er eft...
Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?
Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar. Skúli...
Hver fann upp silfur (Ag)?
Silfur er svokallað frumefni. Hugtakið frumefni er notað um efni sem ekki er hægt að kljúfa í önnur einfaldari efni með aðferðum efnafræðinnar. Það var Frakkinn Antoine-Laurent Lavoisier (1743-1794) sem fyrstur setti fram skilgreiningu á frumefnum. Hugtakið frumeind er notað um smæstu eind frumefnis. Silfur er ...
Hvenær hæfir skel kjafti?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið? Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritm...
Hvort er rétt að segja „á misjöfnu þrífast börnin best“ eða „af misjöfnu þrífast börnin best“?
Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru tvær heimildir um málsháttinn á misjöfnu þrífast/dafna börnin best, báðar frá 19. öld en málshátturinn þekkist vel enn í dag. Í málsháttasafni Jóns G. Friðjónssonar (2014:38 (undir barn)) er merkingin sögð ‘börn dafna best ef þau þurfa að þola blítt og strítt/gott og slæmt’. J...