Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2018

Ritstjórn Vísindavefsins

Metaðsókn var að Vísindavef Háskóla Íslands árið 2018. Samkvæmt gögnum frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi, voru notendur Vísindavefsins 775 þúsund árið 2018 og flettu þeir síðum vefsins rúmlega þremur milljón sinnum. Svörin á Vísindavefnum eru orðin rúmlega 12.000 og flettingarnar samsvara því að hvert einasta svar á Vísindavefnum hafi verið skoðað að meðaltali um 250 sinnum yfir árið!

Á árslista sömu vefmælingar var Vísindavefurinn í þriðja sæti yfir mest sóttu vefi ársins. Meðaltalsumferð í hverri viku ársins 2018 samsvarar 32 þúsund notendum og 59 þúsund flettingum.[1]

Fjöldi notenda Vísindavefs HÍ hefur vaxið um 100.000 á fimm ára tímabili, en það samvarar 30% aukningu. Á sama tímabili hafa flettingar aukist um 37%. Notendafjöldinn óx um 5% frá árinu 2017 og flettingar jukust um heil 11% á sama tímabili.

Til að gefa lesendum hugmynd um vinsælustu svör ársins 2018 birtum við hér lista yfir mest lesnu nýju svörin í hverjum mánuði, ásamt upplýsingum um höfunda.

Mánuður
Svar
Höfundur
Janúar Hvað varð kalt árið 1918? Trausti Jónsson
Febrúar Komu margir ísbirnir með hafísnum 1918? Jón Már Halldórsson
Mars Hvers vegna er slétt tala tvö orð en oddatala eitt orð? Jóhannes B. Sigtryggsson
Apríl Fyrir hvaða rannsóknir er Ævar vísindamaður þekktastur? Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga
Maí Hvernig litu landnámsmenn út? Sigríður Sunna Ebenesersdóttir
Júní Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918? Gréta Hauksdóttir
Júlí Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar? Gunnar Þór Bjarnason
Ágúst Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku? Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir
September Er skynsamlegt fyrir börn að sniðganga kjöt og dýraafurðir? Ingibjörg Gunnarsdóttir og Berglind Lilja Guðlaugsdóttir
Október Hvernig leit Reykjavík út árið 1918? Pétur H. Ármannsson
Nóvember Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur? Inga Lára Baldvinsdóttir
Desember Hver er besta leiðin til að fá „six pack“? Sólveig Ása Árnadóttir

Vísindavefurinn þakkar öllum höfundunum fyrir svörin, en árið 2018 birtust alls 624 svör á Vísindvefnum. Um leið er einnig rétt að minna á dugnaðinn í spyrjendum Vísindavefsins. Gróflega má áætla að þeir hafi sent um 60 til 70 þúsund spurningar til Vísindavefsins frá því hann var stofnaður 29. janúar árið 2000. Það samsvarar um 10 spurningum á dag, hvern einasta af öllum þeim 6.900 dögum frá því að Vísindavefurinn tók til starfa!

Heimild og mynd:

Tilvísun:
  1. ^ Þeir sem eru fljótir að reikna sjá væntanlega að meðaltalsumferð eftir vikum er hærri en sést á ársstöplaritinu hér fyrir ofan. Skýringin er sú að í vefmælingu Modernus gilda ákveðnar reglur um það hversu langur tími líður þangað til sami notandi er talinn aftur innan hvers almanaksárs. Það sama gildir í raun um vikulegar tölur. Þar er hver tölva aðeins talin einu sinni í viku, þótt notendur tölvunnar geti í raun verið margir og komið oft inn á Vísindavefinn í hverri viku.

Útgáfudagur

5.2.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2018.“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77088.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2019, 5. febrúar). Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2018. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77088

Ritstjórn Vísindavefsins. „Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2018.“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77088>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2018
Metaðsókn var að Vísindavef Háskóla Íslands árið 2018. Samkvæmt gögnum frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi, voru notendur Vísindavefsins 775 þúsund árið 2018 og flettu þeir síðum vefsins rúmlega þremur milljón sinnum. Svörin á Vísindavefnum eru orðin rúmlega 12.000 og flettingarnar samsvara því að hvert einasta svar á Vísindavefnum hafi verið skoðað að meðaltali um 250 sinnum yfir árið!

Á árslista sömu vefmælingar var Vísindavefurinn í þriðja sæti yfir mest sóttu vefi ársins. Meðaltalsumferð í hverri viku ársins 2018 samsvarar 32 þúsund notendum og 59 þúsund flettingum.[1]

Fjöldi notenda Vísindavefs HÍ hefur vaxið um 100.000 á fimm ára tímabili, en það samvarar 30% aukningu. Á sama tímabili hafa flettingar aukist um 37%. Notendafjöldinn óx um 5% frá árinu 2017 og flettingar jukust um heil 11% á sama tímabili.

Til að gefa lesendum hugmynd um vinsælustu svör ársins 2018 birtum við hér lista yfir mest lesnu nýju svörin í hverjum mánuði, ásamt upplýsingum um höfunda.

Mánuður
Svar
Höfundur
Janúar Hvað varð kalt árið 1918? Trausti Jónsson
Febrúar Komu margir ísbirnir með hafísnum 1918? Jón Már Halldórsson
Mars Hvers vegna er slétt tala tvö orð en oddatala eitt orð? Jóhannes B. Sigtryggsson
Apríl Fyrir hvaða rannsóknir er Ævar vísindamaður þekktastur? Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga
Maí Hvernig litu landnámsmenn út? Sigríður Sunna Ebenesersdóttir
Júní Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918? Gréta Hauksdóttir
Júlí Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar? Gunnar Þór Bjarnason
Ágúst Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku? Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir
September Er skynsamlegt fyrir börn að sniðganga kjöt og dýraafurðir? Ingibjörg Gunnarsdóttir og Berglind Lilja Guðlaugsdóttir
Október Hvernig leit Reykjavík út árið 1918? Pétur H. Ármannsson
Nóvember Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur? Inga Lára Baldvinsdóttir
Desember Hver er besta leiðin til að fá „six pack“? Sólveig Ása Árnadóttir

Vísindavefurinn þakkar öllum höfundunum fyrir svörin, en árið 2018 birtust alls 624 svör á Vísindvefnum. Um leið er einnig rétt að minna á dugnaðinn í spyrjendum Vísindavefsins. Gróflega má áætla að þeir hafi sent um 60 til 70 þúsund spurningar til Vísindavefsins frá því hann var stofnaður 29. janúar árið 2000. Það samsvarar um 10 spurningum á dag, hvern einasta af öllum þeim 6.900 dögum frá því að Vísindavefurinn tók til starfa!

Heimild og mynd:

Tilvísun:
  1. ^ Þeir sem eru fljótir að reikna sjá væntanlega að meðaltalsumferð eftir vikum er hærri en sést á ársstöplaritinu hér fyrir ofan. Skýringin er sú að í vefmælingu Modernus gilda ákveðnar reglur um það hversu langur tími líður þangað til sami notandi er talinn aftur innan hvers almanaksárs. Það sama gildir í raun um vikulegar tölur. Þar er hver tölva aðeins talin einu sinni í viku, þótt notendur tölvunnar geti í raun verið margir og komið oft inn á Vísindavefinn í hverri viku.

...