Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?

EDS

Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar.

Listi þessi var tekinn saman af starfshópi sem í áttu sæti fulltrúar frá Hagstofu Íslands, Íslenskri málnefnd, Ríkisútvarpinu, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og utanríkisráðuneytinu. Listinn inniheldur heiti landa sem njóta viðurkenningar sem sjálfstæð ríki, bæði eins og heitin eru notuð í daglegu tali og formlegt (fullt) heiti ef það er annað. Þar er einnig að finna upplýsingar um íbúaheiti sem svara til viðkomandi ríkis og upplýsingar um opinber(t) tungumál ríkis.

Af þeim rúmlega 200 ríkjum sem eru á listanum þá eru aðeins örfá þar sem íbúaheiti eru ekki tilgreind. Þetta eru auk Sameinuðu arabísku furstadæmanna Vatíkanið, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur og Saó Tóme og Prinsípe.

Dubai er eitt þeirra sjö furstadæma sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.8.2018

Spyrjandi

Hannes Bjartmar Jónsson

Tilvísun

EDS. „Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75824.

EDS. (2018, 27. ágúst). Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75824

EDS. „Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75824>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?
Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar.

Listi þessi var tekinn saman af starfshópi sem í áttu sæti fulltrúar frá Hagstofu Íslands, Íslenskri málnefnd, Ríkisútvarpinu, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og utanríkisráðuneytinu. Listinn inniheldur heiti landa sem njóta viðurkenningar sem sjálfstæð ríki, bæði eins og heitin eru notuð í daglegu tali og formlegt (fullt) heiti ef það er annað. Þar er einnig að finna upplýsingar um íbúaheiti sem svara til viðkomandi ríkis og upplýsingar um opinber(t) tungumál ríkis.

Af þeim rúmlega 200 ríkjum sem eru á listanum þá eru aðeins örfá þar sem íbúaheiti eru ekki tilgreind. Þetta eru auk Sameinuðu arabísku furstadæmanna Vatíkanið, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadínur og Saó Tóme og Prinsípe.

Dubai er eitt þeirra sjö furstadæma sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Mynd:

...