Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 778 svör fundust
Umhverfisorsakir hryðjuverka
Hryðjuverk verða ekki til af engu. Það eru til ákveðnar stjórnmálalegar, félagslegar og umhverfislegar skýringar hryðjuverka sem vert er að huga betur að. Hér er ekki bara um að ræða trúarlegar eða þjóðernislegar skýringar, heldur geta umhverfismál í víðum skilningi átt þátt í því að skapa deilur og átök. Umhverfi...
Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?
Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...
Var Betlehemstjarnan raunverulega til?
Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund. Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæð...
Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus?
Rússland, eða Rússneska ríkjasambandið (e. Russian Federation) eins og landið heitir formlega, skiptist niður í 89 stjórnsýslueiningar sem hafa mismunandi mikið sjálfræði í eigin málum. Mest sjálfstæði hafa lýðveldin sem eru 21 talsins. Þau hafa eigin stjórnarskrá, þing og forseta en lúta Moskvustjórninni í utanrí...
Hver er lengsta skáldsaga í heimi?
Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...
Hvaða heimildir eru til um Vatnsenda-Rósu og hvað er vitað um hana?
Lítið hefur verið skrifað um Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) sem oft er kölluð Vatnsenda-Rósa. Samtímaheimildir um búsetu hennar, störf og getu er einkum að finna í umsögnum presta, en þessar umsagnir eru þó heldur þurrar og ná á engan hátt að fanga persónuna sjálfa. Það er þó einnig skrifað nokkuð um Rósu í Natan...
Hvaða eiginleika hafa kjötmjölskögglar sem áburður?
Kjötmjöl það sem framleitt er hér á landi er í raun kjöt- og beinamjöl. Mjölið er framleitt úr bæði sláturúrgangi og beinum stórgripa og sauðfjár. Í svarinu verður mjölið kallað kjötmjöl til einföldunar. Efnainnihald og leysni Í kjötmjöli er að finna helstu næringarefni sem plöntur þurfa til vaxtar í hentugu...
Hvernig lýsir Paget-sjúkdómur sér og hvaða rök hafa menn fyrir því að Egill Skallagrímsson hafi þjáðst af honum?
Paget-sjúkdómur (e. Paget's disease) eða aflagandi beinbólga, er staðbundinn sjúkdómur í beinum sem kemur oftast fram eftir fertugt. Hann stafar af galla í umsetningu (e. turnover) í beini, það er jafnvægi milli beinmyndunar og -eyðingar raskast, en jafnvægi þar á milli er nauðsynlegt til að halda kalkmagni í blóð...
Hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri?
Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og margur kynni að ætla. Enginn veit nefnilega nákvæmlega hversu margir dóu í heimsstyrjöldinni fyrri og tölum um mannfall ber ekki saman. Oftast er sagt að fjöldi fallinna hermanna hafi verið um 9 milljónir en til eru þeir fræðimenn sem telja að mannfallið hafi verið m...
Hver var Ole Rømer og hvert var framlag hans til vísindanna?
Haustið 1676 skráði danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer nafn sitt á spjöld sögunnar, þegar hann sýndi fram á það fyrstur manna, að ljósið hreyfist með endanlegum hraða. Niðurstaðan byggðist á myrkvaathugunum, það er að segja mælingum á því hvenær Jó, eitt af tunglum Júpíters, hvarf í skugga móðurstjörnunnar og hv...
Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?
Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...
Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?
Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að brett...
Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?
Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur ...
Hvaða heimspeki er í The Truman Show?
Kvikmyndir geta veitt nýja innsýn í heimspekileg viðfangsefni. Á síðustu árum hafa til dæmis myndirnar The Truman Show og The Matrix vakið mikla athygli fyrir heimspekileg efnistök. Efniviður beggja myndanna er að stofni til þekkt heimspekilegt viðfangsefni: hvað ef veruleikinn er í grundvallaratriðum frábrugði...
Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?
Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...