Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er lengsta skáldsaga í heimi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða öðrum nákvæmari mælitækjum, á sama hátt og við mælum spýtur þegar við erum að smíða eða þegar við mælum lengdina á bílnum okkar. Þannig gætum við kannski fundið "lengstu skáldsöguna" og með sömu aðferð mætti líka finna "hæstu skáldsöguna" og væntanlega þá "breiðustu" líka.


Handhægt tæki til að mæla hæð og lengd á bókum.

Við höfum hvergi fundið heimildir um viðamiklar mælingar af þessu tagi en með aðstoð leitarvéla á Netinu virðist nokkuð ljóst að flestir telja að í orðunum "lengd skáldsagna" felist hversu mörg orð eða bókstafi skáldsögurnar innihaldi. Það er kannski af því að með hjálp tölvu er einfalt að telja orðin og stafina ef við höfum textann á stafrænu formi. Svo er líka hægur vandi að telja orðin á einni síðu og margfalda með síðufjölda bókarinnar.

Með því að slá inn í leitarvélar ensku orðin longest novel world kemur í ljós að margir hafa tekið sig til og talið orð í hinum og þessum skáldsögum.

Á flestum síðunum kemur fram að skáldverk franska rithöfundarins Marcels Prousts (1871-1922) Í leit að glötuðum tíma sé lengsta skáldsaga í heimi. Saga Prousts kom út í sjö bindum og samkvæmt heimildum eru í þeim 9.609.000 stafir að meðtöldum bilum. Sumar síður staðfesta þetta með því að vísa í Heimsmetabók Guinness. Þær heimildir sem gefa upp stafafjöldann í verki Proust segja reyndar að verkið hafi komið út í 13 bindum.

Eins og við er að búast í margorðu verki taka ýmsir hlutir langan tíma í frásögninni. Pétur Gunnarsson rithöfundur, sem hefur þýtt hluta úr þessu margra binda verki Prousts, segir skemmtilega frá því hversu illa höfundinum gekk að fá verk sitt útgefið:
Menn sáu ekki tilganginn í að prenta rit þar sem "söguhetjan" lýsir því á mörgum síðum þegar hún byltir sér í rúminu og viðbúið að tæki tugi ef ekki hundruð blaðsíðna að fara á fætur - í hvaða bindi yrði slíkur maður kominn að verki? (s. 11)
Saga Prousts er þó alls ekki eina bókin sem kemur til greina sem "lengsta" skáldsagan. Sumar heimildir benda nefnilega á sögulegu skáldsöguna Tokugawa leyasu eftir japanska höfundinn Sohachi Yamaoka. Hún kom út í 40 bindum og í henni eru rúmlega 10 milljón japanskir "stafir". Það kemur ekki fram að bil milli letureininganna í bókinni hafi verið talin eins og tiltekið er um verk Prousts.

Um bæði þessi verk, og reyndar flest sem eru á listum yfir langar skáldsögur, má reyndar vel spyrja hvort þau séu "ein skáldsaga" eða "margar". Þetta eru yfirleitt margra binda verk og af hverju er það svo augljóst að leggja eigi saman orðin í hverju bindi fyrir sig og fá út eina tölu? Það hefur líklega eitthvað með hugmyndir okkar um heild að gera. Okkur finnst að bindin öll myndi eina heild sem hugtakið skáldsaga heldur utan um. En þá verðum við líka að hafa í huga að hvert bindi fyrir sig myndar eina heild. Það er ekkert sem segir að ef við byrjum að lesa fyrsta bindið að verki Prousts þá þurfum við að ljúka öllu verkinu. Af hverju eigum við þá að telja öll orðin saman í öllum bindunum? Er það bara af því okkur finnst gaman að leggja saman og fá út stóra tölu?

Gætum við sagt að allar Íslendingasögurnar séu "ein skáldsaga"? Þær voru ritaðar á 13. og 14. öld og eiga það sameiginlegt að fjalla um menn og málefni á söguöld. Það mætti þess vegna segja að þær væru ein stór og viðamikil ættarsaga, saga Íslendinga á söguöld. Þannig mynda þær eina heild sem við nefnum Íslendingasögur. Eru þær þá eins og ein löng skáldsaga sem við getum talið orðin í og lagt saman?

En það er líka hægt að mæla lengd skáldsagna á fleiri vegu, til dæmis hversu lengi við erum að lesa þær. Hugtakið lestrartími er notað um þann tíma sem tekur að lesa verk. Í sumum verkum fer lestrartíminn nokkuð saman við svonefndan sögutíma eða innri tíma verksins, en þau hugtök eru notað um tímann sem líður innan takmarka verksins. Skáldsagan Ulysses eftir James Joyce (1882-1941) er stundum tekin sem dæmi um verk þar sem lestrartími fer saman við innri tíma sem er um 19-20 klukkustundir. Það mætti vel ímynda sér að Joyce hafi haft athuganir Aristótelesar að leiðarljósi hvað þetta varðar. Í riti Aristótelesar Um skáldskaparlistina, sem er skrifað um leikrit, kemur nefnilega fram að honum þykir þau verk betri sem virða einingu tímans, en með því á hann við að þau gerist á því sem næst jafnlöngum tíma og tekur að flytja þau.


Hvað værum við lengi að lesa þessar bækur?

Flestir sjá væntanlega í hendi sér að hugtakið lestrartími er afstætt á ýmsa vegu. Sumir lesa til dæmis hraðar en aðrir og við lesum líka sumar bækur hraðar en aðrar. Einhverjar sögur geta þess vegna verið mun "lengri" en aðrar, þó svo að þær innihaldi færri orð. Flestir kannast örugglega við það að vera lengi að lesa einhverja bók en lesa svo kannski aðra bók í einni striklotu. Bækur sem "grípa" okkur eru oft spennuþrungnar og leiða lesandann áfram með því að halda tilteknum upplýsingum frá okkur. Við flýtum okkur síðan að lesa áfram í von um að fá upplýsingarnar sem okkur vantar. Um þess háttar bækur má meðal annars lesa í svari við spurningunni Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?

Í bókmenntafræði nefnast rannsóknir sem beinast að viðtökum lesenda viðtökufræði. Viðtökufræðin snýst þó vitanlega um margt fleira heldur en bara hvort bækur grípi okkur eða ekki og þar er meðal annars skoðað hvernig merking verður til í samspili lesanda og texta.

Svo mætti líka hugsa sér að einhver tæki sig til og og ákveði að lesa tiltekna "stutta" skáldsögu á afskaplega löngum tíma, til dæmis eitt orð fyrsta daginn, annað orðið eftir tvo daga, þriðja eftir þrjá daga og svo framvegis. Þarmeð væri "stutta" skáldsagan okkar orðin ansi "löng".

Í svari við spurningunni Hvað er lengsta lag í heimi langt? segir frá tónverki sem hafist var handa við að flytja árið 2001. Flutningnum á síðan að ljúka 639 árum síðar. Kannski finnst okkur eðlilegra að tala um tónverk á þennan hátt frekar en bækur þar sem fleiri lesa líklega bækur en nótur af blöðum. En þá er vert að hafa í huga að skáldsagan, alveg eins og tónverkið, verður ekki "til" fyrr en einhver les hana. Lesturinn er flutningurinn á sögunni.

Og það eru til fleiri aðferðir við að mæla lengd skáldsagna, sérstaklega tímalengd þeirra. Hugtakið ytri tími er notað um það hvenær atburðirnir sem sagan segir frá gerast á almanakstíma. Ytri tími sögu sem greinir frá atburðum sem gerast í júlí árið 1925 er þess vegna einfaldlega júlí árið 1925. Skáldsaga sem spannaði langt tímabil, til dæmis frá upphafi Miklahvells til ársins 1703, hefði þar að leiðandi miklu lengri ytri tímaramma en fyrri sagan. Stundum eru gefnar upplýsingar um ytri tíma í skáldsögum en stundum er alls ekki hægt að átta sig á honum.

Lengd skáldsagna getur þess vegna verið af ýmsum toga og það er því ómögulegt að benda á tiltekið rit sem lengstu skáldsögu í heimi.

Þeir sem vilja lesa meira er bent á svör við spurningunum:Heimildir og mynd:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
  • Pétur Gunnarsson, "Kringum Proust", í Marcel Proust, Í leit að glötuðum tíma: Leiðn til Swann I (þýð. Pétur Gunnarsson), Bjartur, Reykjavík 1997.
  • Bookspot.com
  • Glamorgan record office
  • Oyez.org
  • Wikipedia.org

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.8.2007

Spyrjandi

Hlín Önnudóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er lengsta skáldsaga í heimi?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2007, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6784.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2007, 31. ágúst). Hver er lengsta skáldsaga í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6784

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er lengsta skáldsaga í heimi?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2007. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6784>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er lengsta skáldsaga í heimi?
Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða öðrum nákvæmari mælitækjum, á sama hátt og við mælum spýtur þegar við erum að smíða eða þegar við mælum lengdina á bílnum okkar. Þannig gætum við kannski fundið "lengstu skáldsöguna" og með sömu aðferð mætti líka finna "hæstu skáldsöguna" og væntanlega þá "breiðustu" líka.


Handhægt tæki til að mæla hæð og lengd á bókum.

Við höfum hvergi fundið heimildir um viðamiklar mælingar af þessu tagi en með aðstoð leitarvéla á Netinu virðist nokkuð ljóst að flestir telja að í orðunum "lengd skáldsagna" felist hversu mörg orð eða bókstafi skáldsögurnar innihaldi. Það er kannski af því að með hjálp tölvu er einfalt að telja orðin og stafina ef við höfum textann á stafrænu formi. Svo er líka hægur vandi að telja orðin á einni síðu og margfalda með síðufjölda bókarinnar.

Með því að slá inn í leitarvélar ensku orðin longest novel world kemur í ljós að margir hafa tekið sig til og talið orð í hinum og þessum skáldsögum.

Á flestum síðunum kemur fram að skáldverk franska rithöfundarins Marcels Prousts (1871-1922) Í leit að glötuðum tíma sé lengsta skáldsaga í heimi. Saga Prousts kom út í sjö bindum og samkvæmt heimildum eru í þeim 9.609.000 stafir að meðtöldum bilum. Sumar síður staðfesta þetta með því að vísa í Heimsmetabók Guinness. Þær heimildir sem gefa upp stafafjöldann í verki Proust segja reyndar að verkið hafi komið út í 13 bindum.

Eins og við er að búast í margorðu verki taka ýmsir hlutir langan tíma í frásögninni. Pétur Gunnarsson rithöfundur, sem hefur þýtt hluta úr þessu margra binda verki Prousts, segir skemmtilega frá því hversu illa höfundinum gekk að fá verk sitt útgefið:
Menn sáu ekki tilganginn í að prenta rit þar sem "söguhetjan" lýsir því á mörgum síðum þegar hún byltir sér í rúminu og viðbúið að tæki tugi ef ekki hundruð blaðsíðna að fara á fætur - í hvaða bindi yrði slíkur maður kominn að verki? (s. 11)
Saga Prousts er þó alls ekki eina bókin sem kemur til greina sem "lengsta" skáldsagan. Sumar heimildir benda nefnilega á sögulegu skáldsöguna Tokugawa leyasu eftir japanska höfundinn Sohachi Yamaoka. Hún kom út í 40 bindum og í henni eru rúmlega 10 milljón japanskir "stafir". Það kemur ekki fram að bil milli letureininganna í bókinni hafi verið talin eins og tiltekið er um verk Prousts.

Um bæði þessi verk, og reyndar flest sem eru á listum yfir langar skáldsögur, má reyndar vel spyrja hvort þau séu "ein skáldsaga" eða "margar". Þetta eru yfirleitt margra binda verk og af hverju er það svo augljóst að leggja eigi saman orðin í hverju bindi fyrir sig og fá út eina tölu? Það hefur líklega eitthvað með hugmyndir okkar um heild að gera. Okkur finnst að bindin öll myndi eina heild sem hugtakið skáldsaga heldur utan um. En þá verðum við líka að hafa í huga að hvert bindi fyrir sig myndar eina heild. Það er ekkert sem segir að ef við byrjum að lesa fyrsta bindið að verki Prousts þá þurfum við að ljúka öllu verkinu. Af hverju eigum við þá að telja öll orðin saman í öllum bindunum? Er það bara af því okkur finnst gaman að leggja saman og fá út stóra tölu?

Gætum við sagt að allar Íslendingasögurnar séu "ein skáldsaga"? Þær voru ritaðar á 13. og 14. öld og eiga það sameiginlegt að fjalla um menn og málefni á söguöld. Það mætti þess vegna segja að þær væru ein stór og viðamikil ættarsaga, saga Íslendinga á söguöld. Þannig mynda þær eina heild sem við nefnum Íslendingasögur. Eru þær þá eins og ein löng skáldsaga sem við getum talið orðin í og lagt saman?

En það er líka hægt að mæla lengd skáldsagna á fleiri vegu, til dæmis hversu lengi við erum að lesa þær. Hugtakið lestrartími er notað um þann tíma sem tekur að lesa verk. Í sumum verkum fer lestrartíminn nokkuð saman við svonefndan sögutíma eða innri tíma verksins, en þau hugtök eru notað um tímann sem líður innan takmarka verksins. Skáldsagan Ulysses eftir James Joyce (1882-1941) er stundum tekin sem dæmi um verk þar sem lestrartími fer saman við innri tíma sem er um 19-20 klukkustundir. Það mætti vel ímynda sér að Joyce hafi haft athuganir Aristótelesar að leiðarljósi hvað þetta varðar. Í riti Aristótelesar Um skáldskaparlistina, sem er skrifað um leikrit, kemur nefnilega fram að honum þykir þau verk betri sem virða einingu tímans, en með því á hann við að þau gerist á því sem næst jafnlöngum tíma og tekur að flytja þau.


Hvað værum við lengi að lesa þessar bækur?

Flestir sjá væntanlega í hendi sér að hugtakið lestrartími er afstætt á ýmsa vegu. Sumir lesa til dæmis hraðar en aðrir og við lesum líka sumar bækur hraðar en aðrar. Einhverjar sögur geta þess vegna verið mun "lengri" en aðrar, þó svo að þær innihaldi færri orð. Flestir kannast örugglega við það að vera lengi að lesa einhverja bók en lesa svo kannski aðra bók í einni striklotu. Bækur sem "grípa" okkur eru oft spennuþrungnar og leiða lesandann áfram með því að halda tilteknum upplýsingum frá okkur. Við flýtum okkur síðan að lesa áfram í von um að fá upplýsingarnar sem okkur vantar. Um þess háttar bækur má meðal annars lesa í svari við spurningunni Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?

Í bókmenntafræði nefnast rannsóknir sem beinast að viðtökum lesenda viðtökufræði. Viðtökufræðin snýst þó vitanlega um margt fleira heldur en bara hvort bækur grípi okkur eða ekki og þar er meðal annars skoðað hvernig merking verður til í samspili lesanda og texta.

Svo mætti líka hugsa sér að einhver tæki sig til og og ákveði að lesa tiltekna "stutta" skáldsögu á afskaplega löngum tíma, til dæmis eitt orð fyrsta daginn, annað orðið eftir tvo daga, þriðja eftir þrjá daga og svo framvegis. Þarmeð væri "stutta" skáldsagan okkar orðin ansi "löng".

Í svari við spurningunni Hvað er lengsta lag í heimi langt? segir frá tónverki sem hafist var handa við að flytja árið 2001. Flutningnum á síðan að ljúka 639 árum síðar. Kannski finnst okkur eðlilegra að tala um tónverk á þennan hátt frekar en bækur þar sem fleiri lesa líklega bækur en nótur af blöðum. En þá er vert að hafa í huga að skáldsagan, alveg eins og tónverkið, verður ekki "til" fyrr en einhver les hana. Lesturinn er flutningurinn á sögunni.

Og það eru til fleiri aðferðir við að mæla lengd skáldsagna, sérstaklega tímalengd þeirra. Hugtakið ytri tími er notað um það hvenær atburðirnir sem sagan segir frá gerast á almanakstíma. Ytri tími sögu sem greinir frá atburðum sem gerast í júlí árið 1925 er þess vegna einfaldlega júlí árið 1925. Skáldsaga sem spannaði langt tímabil, til dæmis frá upphafi Miklahvells til ársins 1703, hefði þar að leiðandi miklu lengri ytri tímaramma en fyrri sagan. Stundum eru gefnar upplýsingar um ytri tíma í skáldsögum en stundum er alls ekki hægt að átta sig á honum.

Lengd skáldsagna getur þess vegna verið af ýmsum toga og það er því ómögulegt að benda á tiltekið rit sem lengstu skáldsögu í heimi.

Þeir sem vilja lesa meira er bent á svör við spurningunum:Heimildir og mynd:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
  • Pétur Gunnarsson, "Kringum Proust", í Marcel Proust, Í leit að glötuðum tíma: Leiðn til Swann I (þýð. Pétur Gunnarsson), Bjartur, Reykjavík 1997.
  • Bookspot.com
  • Glamorgan record office
  • Oyez.org
  • Wikipedia.org
...