Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1263 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?

Elsta fótboltalið í heimi er hið enska Sheffield FC sem var stofnað 24. október árið 1857 í Sheffieldborg. Sheffield FC hafði mikil áhrif á þróun knattspyrnunnar og meðal nýjunga sem félagar þess tóku upp og reyndust farsælar, má nefna hornspyrnur, aukaspyrnur og þverslár – áður hafði aðeins verið strengt reipi, e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er ekki hægt að nýta varmaorkuna í andrúmsloftinu til orkuframleiðslu?

Spyrjandi bætir við:... þá á ég við að við nýtum 5°C eins og 100°X á háhitasvæðum.Hér verður fyrst einföld og stutt útgáfa af svari, en neðar er ítarlegra svar. Berum fyrst saman varmavél og vatnsorkuvirkjun. Í vatnsorkuvirkjun streymir vatn frá hærri þrýstingi til lægri þrýstings, rennur í gegn um hverfil og f...

category-iconMannfræði

Hver var A.R. Radcliffe-Brown?

Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með ...

category-iconHugvísindi

Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?

Enn er margt á huldu um það hver eða hverjir fundu upp hjólið og hvenær. Fornleifafræðingar leiða þó líkur að því að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Elsta hjólið sem fundist hefur var hins vegar í Mesópótamíu, landinu milli fljótanna, þar sem nú er Írak. Það hjól er líkleg...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?

Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:Hvernig snýr lík í gröfinni? Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 'spam'?

'Spam' er vöruheiti bandaríska matvælafyrirtækisins Hormel og er notað yfir kjöt í niðursuðudósum. Orðið spam er einnig notað almennt um niðursoðnar kjötvörur, yfirleitt úr svínakjöti. Það virðist vera myndað af ensku orðunum 'spiced ham', eða 'krydduð skinka'. Ameríska matvælafyrirtækið Hormel Foods markaðss...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig myndast prótín í líkamanum?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig verða prótín til?Hvert er ferli prótínnýmyndunar í frumu í stuttu máli? Prótínmyndun er mjög flókið efnafræðilegt ferli sem byrjar í erfðaefninu DNA en DNA er er efni genanna í litningunum. Hvert gen geymir upplýsingar um gerð tiltekins fjölpeptíðs en prótín eru gerð úr e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er maurildi?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Guðný Pálsdóttir: Hvað er maurildi?Unnsteinn Guðmundsson: Maurildi, til hvaða dýrategunda flokkast þau og hver er ástæða fyrir ljósadýrðinni sem þau gefa frá sér? Skoruþörungurinn Noctilucascintillans. Smellið til aðsjá stærri mynd. Maurildi (e. phosphorescence) er ljós...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?

Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör sem fjalla um upphaf lífs á jörðinni, til dæmis þessi eftir Guðmund Eggertsson:Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upp...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvenær voru miðaldir?Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tím...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?

Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...

category-iconHeimspeki

Hver er skoðun Humes á Guði?

Segjast verður að David Hume (1711-1776) hafði enga skýra „skoðun á Guði“. Hann gerði að vísu greinarmun á sannri og ósannri trú en var heldur fámáll um hvað fælist í hinni fyrrnefndu. Eftir að hafa kastað sinni kalvínsku barnatrú virtist eðli Guðs og annað þess háttar einfaldlega ekki hafa verið honum sérlega hug...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er ofskynjun og hvernig er hún framkölluð með efnum á borð við LSD?

Hér er svarað eftirtöldum tveimur spurningum: Hvernig framkalla ofskynjunarlyf á borð við LSD ofskynjanir? Þ.e.a.s. hvernig verka þau á heilann?(spyrjandi: Hálfdán Pétursson)Hvað er ofskynjun? (spyrjandi: Ágústa Arnardóttir) Ofskynjun (hallucination) er þegar fólk skynjar eitthvað sem ekki á sér stoð í raunver...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getum við náð jafnvægi á hjóli með engum hjálpardekkjum?

Í svari við spurningunni Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð? er fjallað um hvernig hjólreiðamaður heldur hjóli uppréttu. Það er þó ekki aðeins vegna viðbragða hjólreiðamannsins sem að hjólið helst upprétt, ef hjól er hannað rétt getur það sjálft leitast við að halda jafnvægi, j...

category-iconHeimspeki

Er vit í tilfinningum?

Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...

Fleiri niðurstöður