Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1708 svör fundust
Yfir hvaða landsvæði tekur gamli heimurinn?
Árið 1492 fór Kristófer Kólumbus í fyrstu ferð sína til Ameríku. Sú ferð var upphafið af skiptingu heimsins í hinn gamla heim og hinn nýja. Síðla árs 1492 notaði Peter Martyr d'Anghiera hugtakið nýi heimur fyrst, svo að talið er, í bréfi þar sem hann fjallaði um afrek Kólumbusar. Þrátt fyrir að norrænum mönnum ...
Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?
Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau ...
Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins?
Sjálfsagt má skipta óvinum ljónsins (Panthera leo) í tvo flokka. Þau dýr sem keppa við það um fæðu og þau sem drepa ljón. Í Afríku er blettahýenan (Crocuta crocuta) í raun eina dýrið sem keppir við ljón um veiðidýr. Blettahýenur geta verið í stórum hópum, allt upp í 30 dýr, og geta hrakið ljón frá nýfelldri veiðib...
Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?
Ráðherrar þurfa ekki að vera þingmenn, þótt hefð sé fyrir því í íslenskum stjórnmálum að þeir séu það. Íslensk stjórnskipun gerir ráð fyrir því að hægt sé að skipa ráðherra án þess að þeir séu kjörnir þingmenn. Slíkir ráðherrar eru kallaðir utanþingsráðherrar. Þeir eiga sæti á Alþingi, vegna embættisstöðu sinnar, ...
Hvað eru fjarreikistjörnur og hvernig er hægt að finna þær?
Fjarreikistjarna (e. extrasolar planet eða exoplanet) er reikistjarna utan okkar sólkerfis. Frá því að þær fyrstu fundust árið 1992 hefur þekktur fjöldi aukist gríðarlega. Þegar þetta svar er skrifað (í febrúar 2025) eru staðfestar fjarreikistjörnur rúmlega 5800.[1] Af þeim eru um 200 bergreikistjörnur, svipaðar M...
Hvenær byrjaði sú hefð á Íslandi að baka smákökur fyrir jólin?
Því er líkast sem íslenskar húsmæður hafi fengið langþráða útrás fyrir innibyrgða sköpunargáfu sína í kökubakstri fyrir jólin á fyrri hluta 20. aldar. Bar þar margt til. Í fyrsta lagi höfðu ýmis ný efni til kökugerðar tekið að berast í verslanir á seinustu áratugum 19. aldar, hveiti og annað mjölkyns, dropar og...
Hver var Charles Darwin?
Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...
Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?
Hér á Vísindavefnum hefur stuttlega verið sagt frá Tsjernobyl-slysinu í svari Þórunnar Jónsdóttur við spurningunni Í hvaða landi varð kjarnorkuslysið í Tsjernobyl? Í þessu svari verður atburðarásin rakin ítarlega. Þann 26. apríl 1986 leiddi röð mistaka við stjórnun og prófun í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu til spren...
Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?
Smyrillinn (Falco columbarius), sem hefur einnig verið kallaður dvergfálki eða litli skratti, er ránfugl líkt og fálki eða valur og haförn (Haliaeetus albicilla). Smyrillinn er af ætt fálka og af sömu ættkvísl og fálkinn (Falco rusticoulos). Hann er minnstur allra fálka, aðeins 165 til 295 grömm að þyngd og 29-33 ...
Finnur maður fyrir hraða eða vindi úti í geimnum?
Spurningin í heild var svona:Finnur maður fyrir hraða úti í geimnum, til dæmis ef maður er á 500 km hraða? Finnur maður fyrir vindi eða hraða?Stutta svarið er að það er enginn vindur úti í geimnum af því að þar er ekkert loft heldur tómarúm (e. vacuum). Við finnum yfirleitt ekki fyrir hraða ef hann er jafn heldur ...
Að hverju þarf að gæta ef menn vilja nema land á tunglinu?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Nú er NASA að ræða að nema land á tunglinu. Hver eru helstu vandamálin sem menn þurfa að takast á við til að leysa það viðfangsefni?Árið 1972 lenti geimfarið Appollo 17 á tunglinu með þeim Eugene Cernan og Harrison H. Schmitt innanborðs. Ferðalag þeirra var síðasta mannaða geim...
Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?
Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...
Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?
Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...
Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?
Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...
Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?
Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...