Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 237 svör fundust
Hvar hafa rúnasteinar helst fundist?
Eins og fram kemur í Íslensku alfræðiorðabókinni hafa um 3000 rúnasteinar fundist á Norðurlöndunum, þar af 2000 í Svíþjóð. Flestir rúnasteinar hafa þess vegna fundist í Svíþjóð. Elstu rúnasteinarnir voru reistir í Noregi og Svíþjóð á þjóðflutningstímanum. Lengsta áletrunin sem fundist hefur er um 170 orð en han...
Hvenær var fyrsti kafbáturinn búinn til?
Kafbátur er bátur sem er hannaður til að sigla í kafi. Sá fyrsti sem vitað er að hafi hannað kafbát var breski stærðfræðingurinn William Bourne (um 1535-1582). Hugmynd hans var að byggja lokaðan bát úr tré og vatnsheldu leðri sem væri hægt að róa í kafi. Báturinn átti að fara í kaf þegar rúmmál hans væri minnkað m...
Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?
Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor. Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir v...
Hvað éta letidýr?
Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti ...
Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum?
Algengt er að flokka blómplöntur eftir því hvort þær eru einærar, tvíærar eða fjölærar. Ýmsar nytjaplöntur eins og hveiti eru einærar. Einærar plöntur eru plöntur sem lífsferillinn spannar aðeins eitt ár. Þær koma upp af fræi, vaxa og bera fræ og deyja á einu ári. Dæmi um einærar plöntur eru margar algengar...
Hvaða aðferð notar ættfræðiforrit eins og Íslendingabók við að rekja saman ættir tveggja Íslendinga?
Í langflestum tilfellum er það gert með því að safna saman framættum einstaklinganna tveggja og leita að sameiginlegum forfeðrum í trjánum. Til að útskýra þetta betur getum við gert okkur í hugarlund að hver einstaklingur í gagnagrunni Íslendingabókar hafi sérstakt númer. Einstaklingurinn tengist síðan föður o...
Hvað er þessi hlunnur í "hlunnfara" og "kominn á fremsta hlunn"?
Hlunnur er tré, hvalbein, viðarkefli eða eitthvað því líkt, sem sett var undir skipskjöl þegar skip eða bátur var settur fram eða dreginn á land til þess að létta undir með mönnum. Hlunnur var einnig notaður til að skorða með skip eða bát í fjöru. Fremsti hlunnurinn er sá sem næstur er sjávarmáli. Þegar bátur v...
Hvaðan kemur nafn Grindavíkur á Reykjanesskaga?
Grindavíkur er getið í Landnámabók (Íslensk fornrit I:330). Í sömu bók eru auk þess Grindalækur í Húnavatnssýslu og Grindur í Borgarfirði. Grindavík. Í örnefnum bendir orðið grind til merkingarinnar 'gerði' eða 'hlið', eða ‘klettarið’, til dæmis Grindaskörð í Gullbringusýslu og Grindamúli í Suður-Múlasýslu, Gri...
Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar?
Samkvæmt heimildum tekur prjón ekki að tíðkast hérlendis fyrr en á 16. öld. Það kemur ekki fyrir í fornu máli. Af nafnorðinu prjónn ‘teinn úr málmi (eða tré), stuttur málmpinni með haus á enda’ er leidd sögnin að prjóna og af henni nafnorðið prjón (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 724–725). Í Ritmálssafni Orðabókar ...
Hvaðan kemur nafn dymbilviku?
Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika. Orðið dymbildagar finnst í rituðu máli frá því laust eftir 1300, en getur að sjálfsögðu verið m...
Hvernig væri heimurinn ef allir væru heyrnarlausir?
Ímyndum okkur plánetu í fjarlægum hluta alheimsins þar sem búa viti bornar geimverur. Þær eru ekki alls ósvipaðar okkur mönnunum en það er eitt sem greinir þær frá okkur: Þær eru heyrnarlausar. Hvernig ætli þeirra heimur sé? Þar sem verurnar eru viti bornar hljóta þær að tjá sig með einhverjum hætti. Það gæti veri...
Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?
Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í...
Hvaða tré er best að gróðursetja í kringum strandblaksvöll svo boltinn fjúki ekki?
Hægt er að rækta upp skjólbelti í kringum strandblaksvelli, hvort sem þeir eru staðsettir við sjávarsíðuna eða inni í landi. Skjólbelti úr trjám og runnum eru hlýleg og falleg í umhverfinu og gegna því hlutverki að hægja vel á vindinum, oft er miðað við að holprósentan í skjólbeltum (það er hversu hátt hlutfall af...
Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?
Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar...
Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?
Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli ...