Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4832 svör fundust
Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?
Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...
Finna fuglar ekki bragð?
Fuglar finna bæði bragð og lykt en lítið er um athuganir á bragðskyni þeirra. Ýmislegt bendir til að bragðskyn fugla sé heldur minna eða álíka mikið og bragðskyn spendýra og er það byggt á tilraunum með mismunandi bragðefni. Fuglar eru með fáa bragðlauka sem eru aftast á tungunni og í kokinu. Þessi bragðskynfær...
Hvers vegna er Hekla ílöng en ekki keila?
Hekla er mynduð á gossprungu, eins og algengast er um eldfjöll á Íslandi, og þess vegna er fjallið ílangt. Ástæðan er skorpuhreyfingar tengdar gliðnun Norður-Atlantshafsins. Í stórgosum, eins og 1947, rifnar fjallið að endilöngu í upphafi gossins og þá gýs á 4 km langri sprungu. Hins vegar dregst virknin fljótlega...
Fæðast börn með fæðingarbletti?
Já, sum börn fæðast með fæðingarbletti. Til eru tvær gerðir af fæðingarblettum, bæði stórir fæðingarblettir sem myndast annað hvort strax og barnið kemur í ljós eða áður en það fæðist, og svo litlir fæðingarblettir sem myndast nokkrum dögum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að barnið fæðist. Sum börn fá bara litla þ...
Hvernig varð fyrsta efnið til úr engu? (fyrst það var ekkert í byrjun)
Þessi spurning er auðvitað ekki auðveld viðureignar. Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að "ekkert" hafi verið í byrjun þó að við vitum kannski ekkert um það. Í öðru lagi getur efni orðið til úr "engu", það er að segja að efni getur orðið til þar sem ekkert efni var fyrir. En til þess þarf hins vegar orku og þannig ...
Af hverju er gras og laufblöð græn og maís gulur?
Við sjáum liti þegar efni eða yfirborð draga í sig ákveðnar bylgjulengdir af sólarljósinu, sem samsett er úr öllu litrófinu. Þannig endurvarpast aðeins ljósbylgjur með ákveðna bylgjulengd og við sjáum liti. Grasið og laufblöðin drekka í sig allt ljós nema það sem fellur undir græna hluta litrófsins og þess vegna e...
Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“?
Frekjuskarð er skarð milli framtanna í efra gómi. Það er líka nefnt skáldaskarð en skáldaskarð er þó oftar haft um hökuskarð. Hvaðan þessi heiti eru runnin er óvíst. Sú trú hefur fylgt hökuskarði að sá sem þannig fæðist verði skáldmæltur. Þangað er sótt orðið skáldaskarð. Hugsanlegt er að einhver ónafngreindu...
Af hverju hlær maður þegar einhver kitlar mann?
Margir telja að viðbrögð fólks við kitli, svo sem að kippast til og frá, séu nokkurs konar varnarviðbrögð, svipað og þegar kýr og fleiri dýr kippast við til að verjast ásókn flugna og annarra kvikinda. Þetta skýrir samt ekki af hverju fólk hlær þegar það er kitlað. Samkvæmt sumum vísindamönnum hlæjum við þegar...
Hvers vegna er það kallað að bursta annað lið þegar menn sigra til dæmis 3-0?
Sögnin að bursta er fengin að láni úr dönsku børste og merkir 'hreinsa með bursta'. Nafnorðið bursti (áhaldið) var sömuleiðis fengið að láni úr dönsku børste þegar á 17. öld. Á 20. öld var tekin að láni, einnig úr dönsku, sagnmerkingin 'sigra með yfirburðum'. Upphaflega merkingin hefur þarna víkkað og má vel hugsa...
Í íslensku er áherslan alltaf á fyrsta atkvæði orðs, eru til einhver orð í íslensku þar sem áherslan er ekki á fyrsta atkvæði?
Atkvæði í orði hafa mismunandi áherslu. Í íslensku er reglan sú að aðaláhersla er á fyrsta atkvæði orðs en aukaáhersla kemur oft á síðari lið samsetts orðs. Þannig er aðaláhersla á fyrra atkvæði í orðinu 'skóli. Í 'skólastjóri er aðaláherslan á fyrsta atkvæði (skól-) og aukaáhersla á fyrsta atkvæði í síðari samset...
Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?
Allar núlifandi lífverur eru komnar út af einstaklingum sem auðnaðist að koma erfðaeiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar. Sú keðja er óslitin frá upphafi lífs á jörðu. Þessir einstaklingar voru hæfir í merkingu Darwins. Meðal tvílitna lífvera eins og hryggdýra gildir sú regla að helmingur erfðaefnis kemu...
Af hverju er DNA-sameindin gormlaga?
DNA sameindir í litningum dýra,plantna og baktería eru tvíþátta gormar. Einþátta DNA-sameindir eru þó ekki óþekktar því þær koma fyrir sem erfðaefni vissra veira. Byggingarefni DNA-sameinda eru svonefnd kirni sem sett eru saman úr sykrunni deoxyríbósa, fosfati og niturbasa. Niturbasar kirna eru ferns konar, ade...
Hvernig getur sviffluga haldist á lofti og flogið?
Svifflug byggist á sama lögmáli og vélflug. Flugvélar haldast á lofti vegna þess að þrýstingur undir vængjunum er meiri en þrýstingur ofan þeirra. Það er ekki síst sérstök lögun flugvélarvængsins sem veldur þessum þrýstingsmun. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er efra borðið stærra en það neðra og því...
Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki mei...
Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?
Í aðalatriðum er svarið já: Ef lofthjúpur er á tiltekinni reikistjörnu eða tungli í sólkerfi þá er þar líka nær alltaf "veður" í þeim skilningi sem eðlilegt er að leggja í það orð. Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstr...