Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1090 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?

Þetta orð lýsir því einkenni stjórnarskrárinnar okkar að hún á rætur að rekja til ólíkra tíma og hefur verið endurnýjuð að hluta oftar en einu sinni. Eins hefur henni verið líkt við „stagbætta flík“. En bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita. En það þótti e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð smásagan til sem bókmenntagrein og af hverju?

Almennt er talið að smásagan í því formi sem við þekkjum hana nú á dögum hafi orðið til á 19. öld. Þá hafi skapast vissar sögulegar aðstæður sem urðu til þess að fram kom frásagnarform sem mótaðist af fagurfræðilegum þáttum en tók jafnframt mið af væntingum stækkandi lesendahóps í borgaralegu samfélagi. Á þeim tím...

category-iconUmhverfismál

Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?

Almennt er fjallað um flæði CO2 milli lofts og sjávar í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og bendum við lesendum á að skoða það svar fyrst. Rannsóknir á CO2 í sjó við Ísland hófust 1983 í ársfjórðungslegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar til mælinga á ástandi s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um krókódíla?

Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru helstu heimkynni skriðdýra?

Þegar fjallað er um fjölda skriðdýrategunda í heiminum er gjarnan vísað í upplýsingar úr skriðdýragagnagrunninum The Reptile Database sem starfræktur hefur verið í mörg ár. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á þeim vef voru þekktar skriðdýrategundir í ágúst 2016 alls 10.450. Á hverju ári er nýjum tegundum lýst þannig að...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?

Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að endurlífga útdauð dýr?

Í sögu lífs á jörðinni eru þekktar fimm stórar útdauðahrinur þar sem margar tegundir og fjölskyldur lífvera dóu út. Ein slík hrina varð til dæmis við lok permtímabilsins og önnur í lok krítartímans þegar risaeðlurnar dóu út (endanlega, nema fuglarnir sem eru af þeim komnir). Sjötta útdauðahrinan er hafin. Ólíkt þe...

category-iconLæknisfræði

Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í því að gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi?

Sjúkdómurinn COVID-19 stafar af veirusýkingu, en alvarleiki sýkingar og einkenna veltur á mörgum þáttum. Vitað er að aldur, kyn, og ýmsir undirliggjandi sjúkdómar tengjast aukinni áhættu á alvarlegum einkennum og andláti. Nýlegar rannsóknir benda einnig til að erfðir, það er að segja erfðabreytileiki í einstakling...

category-iconLæknisfræði

Myndaðist hjarðónæmi gegn spænsku veikinni á Íslandi árið 1918?

Sögulegar heimildir greina frá því að í fyrstu bylgju spænsku veikinnar sem kom til Reykjavíkur í júlí 1918 og stóð yfir fram í september, hafi þeir sem þá veiktust verið varðir í annarri bylgju sem barst hingað í október sama ár. Þetta kemur einna best fram í lýsingu Þórðar Thoroddsen læknis sem starfaði í Reykja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?

Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta skáldsagan?

Þessi spurning er erfið og verður svarið því óhjákvæmilega bæði flókið og ófullkomið. Listina að segja sögu hefur mannkynið stundað frá örófi alda en hvenær tekur þessi list á sér það form sem við köllum skáldsögu? Þetta veltur auðvitað á því hvernig við skilgreinum skáldsöguna. Ef við skilgreinum hana sem frás...

category-iconHugvísindi

Hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands?

Við erum stödd á vísindavef, og því er nauðsynlegt að byrja á að svara því að vísindalega verður spurningunni ekki svarað beint með ákveðnu ártali. Það er megineinkenni vísinda að svör þeirra eiga að vera efnislega hin sömu hver sem spyr og hver sem svarar. En orðið „merkilegur“ hefur ekki merkingu sem gefur tilef...

category-iconHugvísindi

Hvað hét hestur Alexanders mikla?

Stríðsfákur Alexanders mikla Makedóníukonungs (356-323 fyrir Krist) hét Búkífalos, en það merkir uxahaus. Búkífalos dó af sárum sem hann hlaut í síðustu stórorrustu Alexanders við ána Hydaspes sem nú nefnist Jhelum og er í Pakistan. Til að minnast hans reisti Alexander borgina Búkefala sem stóð að öllum líkindum þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla. Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylu...

Fleiri niðurstöður