Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 949 svör fundust
Hver var Thomas Kuhn og hvert var hans framlag til vísindanna?
Thomas Samuel Kuhn (1922–1996) var bandarískur vísindasagnfræðingur og vísindaheimspekingur, þekktastur fyrir bók sína Vísindabyltingar (e. The Structure of Scientific Revolutions) og hugtök á borð við viðmið (e. paradigm) og ósammælanleika (e. incommensurability). Kuhn stundaði nám í eðlisfræði við Harvardhásk...
Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?
Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í...
Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi?
Til þess að svara þessari spurningu verður að horfa allmarga áratugi aftur í tímann. Rétt er byrja á því að staldra við árið 1925 þegar samþykkt voru lög á Alþingi sem meinuðu fólki að taka upp ný ættarnöfn. Segja má að þetta ákvæði sé að vissu leyti enn í gildi. Í stuttu máli sagt þá má halda því fram að lagasetn...
Nota þeir sem hafa táknmál að móðurmáli ekki nöfn fólks í samræðum?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona:Heyrandi fólk hefur það gjarnan til siðs að ávarpa hvert annað með nafni (meðan heyrnarlausir gera það ekki) - hvers vegna? Tungumál eru forvitnilegt fyrirbæri og erfitt að alhæfa um margt í þeirra samhengi. Aðstæður, samhengið, menningin sem málið heyrir til og ma...
Hvað er nýplatonismi Plótinosar?
Áður hefur verið fjallað sérstaklega um Plótinos í svari við spurningunni Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Við bendum lesendum á að kynna sér það svar einnig. Útlínurnar í heimspekikerfi Plótinosar Orðið „nýplatonismi“ er uppfinning fræðimanna á 18. öld. Plótinos og sporgöngumenn ...
Hvort er hagstæðara að taka húsnæðislán í erlendri eða íslenskri mynt?
Helsti kosturinn við húsnæðislán í erlendri mynt er að hægt er að fá talsvert lægri vexti en af lánum í krónum. Helsti ókosturinn er hins vegar gengisáhætta. Ef gengi krónunnar veikist þá hækka greiðslur af erlendum lánum í íslenskum krónum. Styrkist gengi krónunnar minnka hins vegar greiðslur af erlendu lánunum....
Stóð sjávarborð við Ísland hærra eða lægra á þjóðveldistímanum en í dag?
Í aldanna rás hefur sjávarborð við strendur Íslands einkum ákvarðast af þremur breytum: magni vatns í heimshöfunum, jarðskorpuhreyfingum af völdum breytinga á jökulfargi,fjarlægð frá rekbeltum og heitum reit sem tengist landreki. Í fyrsta lagi er það magn vatns í höfunum en það ákvarðast einkum af því rúmmál...
Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19?
Upprunaleg spurning Valgerðar var: Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhóp fyrir COVID-19? Ég velti þessu fyrir mér því raddir verða sífellt háværari um að minnka höft vegna veirunnar og vernda viðkvæma hópa en samkvæmt ónákvæmum útreikningum mínum eru t.d. að minnsta kosti fjórðungur fullorðinna í áhættuhóp bar...
Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina?
Hér einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru mikla líkur á að það skelli loftsteinn á jörðina? (Auðunn Axel Ólafsson f. 1988)Hverjar eru líkurnar á því að steinn lendi á jörðinni? (Jakob Guðnason f. 1986)Er líklegt að stór loftsteinn lendi á jörðinni á næstunni? (Laufey Dóra Áskelsdóttir, f. 1990.)Allar líku...
Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?
Fyrst er nauðsynlegt að segja nokkur orð um vetni, einföldustu frumeindina. Algengasta form vetnis hefur eina rafeind sem sveimar um eina róteind í kjarna. Í loftkenndu ástandi myndar vetni tvíatóma sameind, H2. Vetni er mjög hvarfgjarnt við súrefni og það brennur með mikilli varmamyndun og umbreytist í vatnsg...
Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi?
Líta má á þetta svar sem framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru þjóðsögur og hverjir söfnuðu þeim fyrst hér á landi? Gagnlegt gæti verið fyrir lesendur að kynna sér það áður en lengra er haldið. Söfnun þjóðfræða á 19. öldMeð rómantík 19. aldar verður skráning þjóðlegs fróðleiks úr munnlegri gey...
Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru stundaðar skipulegar veiðar á mink á Íslandi? Er hann svona mikill skaðvaldur? Að hvaða leyti?Lesa má um veiðar á mink í svari sömu höfunda við spurningunni: Hvernig er minkaveiðum háttað á Íslandi? Almennt gildir að möguleikar rándýrs til að hafa á...
Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?
Hugmyndin um konu sem þjóðartákn var víða á kreiki í Evrópu á 18. og 19. öld. Hún tengdist rómantísku stefnunni og hugmyndinni um móður jörð. Nefna má Germaníu hina þýsku, Marianne þá frönsku og Britanníu hina ensku. Elsta hugmynd um konu sem tákn Íslands virðist koma fram hjá Eggert Ólafssyni á myndskreytingu ...
Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?
Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...
Hvað er flatarmál?
Þetta er góð spurning og við henni má finna mörg misflókin svör. Það er sameiginlegt með mörgum hugtökum stærðfræðinnar að eiga rætur að rekja til óformlegra, hagnýtra hugmynda en miklu síðar vera gefin formlegri, stærðfræðileg merking. Til dæmis má auðveldlega útskýra hugmyndina um jákvæðar heiltölur fyrir lei...