Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2134 svör fundust
Hvernig taka beinin þátt í kalkbúskap líkamans?
Þótt svo gæti virst er beinagrindin ekki einföld stoðgrind úr dauðu efni. Bein eru lifandi vefur sem kemur meðal annars fram í því hversu fljót þau eru að gróa eftir brot. Margir vefir tengjast beinum, svo sem beinvefur, brjóskvefur, þéttur bandvefur, blóð, þekjuvefur, fituvefur og taugavefur. Beinvefur er ald...
Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni?
Frumeindir (af sama eða mismunandi toga) geta tengst öðrum frumeindum með efnatengjum (e. chemical bonds). Þrjár helstu tegundir þeirra eru samgild tengi, jónatengi og málmtengi. Samgild tengi (e. covalent bonds) er að finna í sameindum (e. molecules) og deila þá frumeindirnar með sér tengirafeindunum sem eru v...
Hver var Ólafur Dan Daníelsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) kennari, vísindamaður og menntafrömuður var fæddur í Viðvík í Skagafirði, 31. október 1877. Eftir stúdentspróf 1897 hélt hann til Danmerkur til stærðfræðináms þar sem aðalkennarar hans voru H. Zeuthen og J. Petersen, báðir sérfræðingar í rúmfræði. Ritgerðir Ólafs eru undir sterkum...
Hver var Ágúst H. Bjarnason og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) var skipaður í embætti prófessors í heimspeki við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og gegndi því embætti í 34 ár. Embættið fól meðal annars í sér kennslu heimspekilegra forspjallsvísinda, sem þá var skyldugrein fyrir alla nemendur Háskólans. Þegar Ágúst lét af störfum árið 1945 var ...
Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?
Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...
Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smitist af COVID-19?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19? Og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyri...
Hvernig mun veiran sem veldur COVID-19 þróast?
Veirur eru breytilegar. Munur er á gerðum, að hluta til vegna erfða, og þær fjölga sér misjafnlega hratt. Af því leiðir að veirur munu þróast vegna náttúrulegs vals. Ef samkeppni er milli veiruagna, sem hlýtur óhjákvæmilega að vera því fjölgunargetan er gríðarlega mikil, þá munu þær aðlagast og öðlast eiginleika s...
Hvar finnast ófleygir fuglar helst og getið þið nefnt nokkrar tegundir þeirra?
Einnig var spurt:Hvernig stendur á því að sumir fuglar þróuðust þannig að þeir urðu ófleygir? Þekktar eru um 60 tegundir fugla sem teljast ófleygar og auk þess er vitað um að minnsta kosti 150 útdauðar tegundir ófleygra fugla. Ófleygir fuglar finnast gjarnan á afskekktum eyjum þar sem lítið er um afræningja og ...
Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?
Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð. Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hó...
Hvað gerist ef maður andar að sér ósoni?
Óson getur, jafnvel í litlu magni, verið skaðlegt barka og lungum. Hversu alvarlegur skaðinn verður veltur bæði á styrk ósonsins í loftinu og hversu lengi maður verður fyrir áhrifum þess. Þó getur hlotist alvarlegur og varanlegur skaði á lungum eða dauði af því að anda að sér tiltölulega litlu ósoni í mjög stuttan...
Eru bandarísk yfirvöld ekki að ráðleggja að sá lúpínu á tunglinu? Hvenær verður þá líft þarna?
Það hlýtur að vera einhver misskilningur að ábyrg bandarísk yfirvöld gefi þessi ráð. Það skortir einfaldlega alltof margt til að líf eins og við þekkjum, þar á meðal lúpínur, geti þrifist við þau náttúruskilyrði sem ríkja á tunglinu. Mestu skiptir að á tunglinu er alls enginn lofthjúpur. Þar er því ekkert súref...
Hver er dalai lama?
Dalai lama er heiti á andlegum leiðtoga tíbeskra búddista, svipað og 'páfi' er heiti á leiðtoga rómversk-katólskra manna. Meirihluti íbúa í Tíbet aðhyllist svokallaðan gelu- eða Dge-lugs-pa-búddisma. Í þessari útgáfu af búddisma kallast prestarnir lama. Álitið er að sumir þessara presta, svokallaðir „sprul-sku...
Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?
Meginhlutverk utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum. Helstu starfssvið hennar eru á sviði stjórnmála, öryggismála, utanríkisviðskipta og menningarmála. Auk þessa hefur hún það almenna hlutverk að efla vinsamleg samskipti við önnur ríki og vei...
Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála? Hversu nákvæmlega þarf að gefa upp í hvað peningunum verður eytt?Um fjársafnanir gilda lög nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 5/1977 eiga lögin að...
Hvenær barst minkur til Evrópu?
Minkur (Mustela vison) er rándýr af marðardýraætt (Mustelidae). Hann er upprunninn í Norður-Ameríku og nær náttúruleg útbreiðsla hans allt frá túndru Alaska í norðri til leiruviðarfenja Flórída og þurrs loftslags Nýju Mexíkó og Kaliforníu í suðri. Frá því að tegundinni var fyrst lýst af Schreber árið 1777 hefur 15...