Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5624 svör fundust
Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?
Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...
Hver er uppruni og bygging pólsku?
Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...
Er bannað að klæðast búrkum á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er bannað að klæðast búrkum og híjab á Íslandi? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Hér á landi hefur ekki verið lagt bann við því að klæðast búrkum, híjab eða sambærilegum klæðnaði. Þó hefur bann við búrkum verið rætt nokkuð, bæði á Alþingi og í samfé...
Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Siðfræðispurning - Ólétt kona er með hópi fólks í hellaskoðun. Hún gengur fremst. Á leiðinni út úr hellinum festist hún í hellismunnanum. Hellirinn fyllist af sjó á flóði og allir í honum (nema ólétta konan) munu drukkna. Höfuð hennar er fyrir utan hellinn. Einn úr hópnum ...
Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?
Eins og fram kemur í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa maurar numið land á Íslandi? hafa fundist tæplega 20 tegundir maura hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu: húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Húsamaur (Hypoponera punctatissima) er ættaður frá svæðum sunn...
Hver er syndafallskenning Rousseaus?
Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...
Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?
Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...
Hversu hátt upp frá jörðu nær lofthjúpurinn?
Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíoxíð og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...
Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?
Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...
Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?
Flestar spurningar um ábyrgð búa yfir töluverðu flækjustigi. Ástæður þess eru fyrst og fremst af tvennu tagi. Annars vegar er ábyrgðarhugtakið á íslensku býsna margslungið og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvað spurt er um. Seinni flækjan á sér rætur í því að ábyrgðin sem spurt er um liggur oft á illa...
Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum?
Hlutverk þingmanna á Íslandi er margþætt. Það helgast af því að Alþingi fer með löggjafarvaldið og á Alþingi sitja kjörnir fulltrúar stjórnmálaflokka. Auk þess er Ísland þingræðisríki sem þýðir að engin ríkisstjórn situr nema hún hafi stuðning meirihluta þingmanna og oftast nær koma ráðherrar úr röðum þingmanna. Þ...
Hvernig verður tungumál til?
Þótt dýr geti haft tjáskipti þá eru það aðeins menn sem tala tungumál. Aðeins mannlegt mál inniheldur málfræðireglur sem gera málhafanum kleift að búa til ný orð og setningar og ræða nýjar hugmyndir. Börn læra tungumál mjög fljótt og auðveldlega, rétt eins og þau hafi meðfædda hæfileika til að tileinka sér móðurmá...
Hvað er hugmyndafræði?
Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sé...
Hvað er andefni og hvað felst mikil orka í því?
Spurningunni Hvað er andefni? hefur áður verið svarað hér á Vísindavefnum. Spurningunni um orkuna í andefni er einnig svarað þar að verulegu leyti. Þegar spurt er um orkuna sem er fólgin í einhverju tilteknu fyrirbæri höfum við venjulega mestan áhuga á þeirri orku sem getur losnað úr læðingi og umbreyst í aðrar...
Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?
Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...