Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2017 svör fundust
Af hverju er aðventan fjórar vikur?
Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...
Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?
Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...
Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?
Upprunalega var spurningin svona: Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. ...
Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?
Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...
Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...
Hvers vegna er kolum brennt í kísilverum og hvaða efnahvörf verða þá?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna er kolum brennt í kísilverum? Hvaða efnahvörf verða? Gengur kolefnið í þeim í samband við kísilinn? Er þá einhver losun á CO2? Kísilver eru hluti þess sem við nefnum orkufrekan iðnað á Íslandi. Tvö kísilver hafa verið reist á Íslandi á undanförnum árum gagngert til ...
Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918
Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...
Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?
Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...
Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...
Hvers vegna verða sumir feimnir?
Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...
Hvað eru margar kandelur í einu vatti ljósmagns?
Kandela og vatt eru í rauninni ekki sambærilegar einingar. Kandela er eining um ljósstyrk frá ljósgjafa og lýsir því hversu mikið ljós hann gefur frá sér. Ljósstyrknum er að vísu hægt að lýsa með tölu í vöttum um afköst eða orku á tímaeiningu en þá er aðeins átt við ljósorku. Ljósgjafinn gefur hins vegar alltaf fr...
Er hægt að teikna 19-hyrning með allar hliðar jafnlangar? Ef það er hægt, hvernig þá?
Hér að ofan má sjá mynd af 19-hyrningi sem hefur allar hliðar jafnlangar. Hann er teiknaður með því að búa til 19 jafnlöng strik og hafa jafnstórt horn milli hverra tveggja aðliggjandi strika. Engu máli skiptir hve margar hliðarnar (eða hornin) eru; það er alltaf hægt að teikna marghyrning sem hefur allar...
Hvað er Fibonacci-talnaruna?
Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...
Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?
Það er mjög erfitt að reikna út hversu mörg tungumál eru til í heiminum. Mörg tungumál hafa aldrei verið rannsökuð og mörg þeirra eiga sér ekki ritmál. Einnig er í mörgum tilvikum erfitt að ákvarða hvort fólk tali ólíkar mállýskur af sama tungumáli eða hvort það tali ólík tungumál. Yfirleitt geta Svíar og Norðmenn...
Eru geðsjúkdómar ættgengir?
Hér er einnig svarað spurningu Rósu Kristjánsdóttur um sama efni. Lengi hefur verið talið að alvarlegir geðsjúkdómar eins og geðklofi (enska schizophrenia) og geðhvarfasýki (manic-depressive illness), væru að einhverju eða öllu leyti arfgengir. Flestir eru löngu orðnir sammála um að geðhvarfasýki sé að verulegu l...