Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918

Þór Jakobsson

Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá er samantekt á tíðarfarinu á Vestfjörðum og loks er frásögn af ferðalagi sem tekist var á hendur til þess að halda mótornámskeið á Akureyri.

Gagnaöflun fór fram hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafns, timarit.is, og er hér með þakkað fyrir aðgang að henni.


Norðurland 12. mars

Frá Út-Eyjafirði.

Herra ritstjóri. Þar sem þú hefir skorað á mig að senda »Norðurlandi« eitthvað um starfsemi mína, sem erindisreki fyrir »Fiskifélag Íslands«, vil eg minnast með nokkrum orðum á ferð mína hér út í veiðistöðvarnar síðustu daga s.l. mánaðar, þótt eg viti að frásaga mín hvorki komi eins víða við né verði eins skemtileg og Kjalvegssaga Steingríms læknis, eða hin fjöruga ferðasaga stúdentafélagsmanna út í Skjaldarvík í sumar, sem því miður enn er geymd í óprentuðu handriti.

Eg lagði af stað 20. f. m. á fæti hina sjaldförnu leið gangandi manna eftir fjörumálinu út með endilangri Svalbarðsströnd. Er slík leið aldrei farin, nema í miklum ísaárum. Var eg samferða bændum úr Höfðahverfi. Höfðu þeir nokkra sleða hlaðna kornvöru (4 til 500 kíló á sleða) og 1 hest fyrir hverjum; enda ísinn glær og háll, en nokkuð ósléttur. Eftir fjöruborðinu var farið lengst af, því þar var ísinn sléttari en frammi á djúpinu, fyrir því að hinir djúpristu borgarísjakar fljóta óvíða upp í fjöruborðið. Hafði lagísinn og flatir hafísjakar lagt fjöruna undir sig, bældu niður flóðbylgjuna og höfðu breytt henni í ís, sem nýjar bylgjur voru þá stöðugt að reyna að sprengja.

Fyrsti áfangastaður minn var í Höfðahverfi. Í þeirri sveit er menningarbragur mikill. Margir þrifnir og duglegir smábændur, sem komast vel af og græða sumir og innan um stórbændur á velhýstum höfuðbólum, þar sem miklar jarðabætur hafa verið gerðar. — — Ástæðum sveitarinnar var lýst fyrir mér á þessa leið: Verzlunarskuldir eru alment litlar, sveitarútsvör hófleg, eftir efnum manna, heyásetningur því nær alstaðar í góðu lagi, stundaðar kynbætur á nautpeningi og sauðfé, tún bætt og aukin víða árlega. Gildan sparisjóð eiga sveitarmenn, sem gerir mikið gagn. Sláturhús er á Grenivík. Lítið ber á ríg og öfund milli bænda innbyrðis. Prestar tveir og læknir eiga þar trausti og vinsældum að fagna. Sveitarstjórnin talin ötul, gætin og vinsæl. — Þótti mér þetta góð lýsing.

Eyjafjörður í vetrarbúningi.

Frá Höfða og Grenivík er rekinn mótorbátaútvegur á sumrum og hefir lánast fremur vel fyrirfarandi ár. Úr Grenivík er og haldið út nokkrum árabátum, einkum á haustin. Þar á bökkunum er að myndast sjómannaþorp. Hafa sumir þar bletti til ræktunar. Grunar mig, að þegar farmanna og fiskimannastétt Norðlendinga fjölgar og eflist meira en enn er, þá myndist stærri og minni sjómannaþorp við fjörðinn, þar sem hægt er að fá land til ræktunar, aðflutningar léttir, mótekja, vatnsafl í nánd og næst til góðrar afréttar. Er það ætlun mín, að þeim sjómönnum, sem vilja lifa fjölskyldulífi, þyki eigi ófýsilegra að byggja á slíkum stöðum en í þéttbygðum kaupstöðum eða borgum, og að Grenivík verði einn slíkur staður efast eg eigi um. Í fyrra var myndað hlutafélag í Höfða og Nesi, sem hefir keypt tvö ný hraðskreið mótorskip til þorsk- og síldveiða. Hvort þessara skipa mun vera um 50 tonn. Minst var á við Höfðhverfinga, að stofna Fiskifélagsdeild á þessum vetri í Grýtubakkahreppi og efast eg eigi um að slíkt komist í framkvæmd fyrir sumarvertíð.

Frá Höfða fór eg á ísnum vestur yfir fjörðinn. Var hann þá auður austan við Hrísey og innan við hana á móts við Birnunesnafir. Fór eg út í Hellu og sá að breið ísspöng var þar yfir vesturálinn. Næsta dag fór eg á þeirri spöng til eyjarinnar. Boðaði þar fund 24. f. m. og sýndi berra Páll Bergsson stórbóndi, mér þá velvild að lána mér stóra stofu, hitaða, til fundarhalds. Hélt eg þar óskrifaðan og því nokkuð lausalopalegan fyrirlestur. Síðan var fundarstjóri kosinn Páll Bergsson og set eg hér kafla úr hinni skrifuðu fundargerð:

„1. Óskað eftir að fundurinn fengi að heyra erindisbréf erindisrekans og varð hann við þeim tilmælum.

2. Rætt um útvegun steinolíu og salts á næsta sumri, svo og sölu sjávarafurða og skorað á erindisrekann að fylgjast með ráðstöfunum landsstjórnarinnar í því efni og gefa síðan fiskideildinni í Hrísey, sem fyrst upplýsingar um þau mál.

3. Rætt um vátrygging á skipum og bátum.

4. Rætt um bætur á lánsskilyrðum bankanna til skipakaupa á Norð- urlandi.

5. Stofnuð Fiskifélagsdeild með 25 meðlimum. Stjórn hennar var kosin: Páll Bergsson, Óli J. Björnsson og Sigmundur Sigurðsson.“

25. f. m. fór eg aftur yfir á vesturlandið á ísbrúnni. Mátti það eigi seinna vera, því hana braut af nóttina eftir. Hélt eg svo á Hámundarstaðaháls, sem Gröndal mundi hafa kallað heiði. Var þá dimmviðrishríð og ilt að rata. Fór eg þó eigi langt frá réttri leið, en sá engan bæ fyr en eg var fáa faðma frá húsunum í Dalvík. Á landferðum eiga menn að hafa kompásinn í höfðinu, þótt eigi fái þeir lekandi dropa af spíritus á hann. Hafði eg hugsað mér að halda þar fund og fyrirlestur, en hvarf frá því að þessu sinni fyrir veðurvonzku og eg hafði heyrt að erfitt mundi að fá hitað fundarhús. Á Dalvík er Fiskifélagsdeild með 36 meðlimum, bjóst deildin við að fá með næsta pósti svar upp á ýmsar spurningar er hún hafði símað Fiskifélaginu í Reykjavfk. Átti eg all-langt tal við formann deildarinnar og hélt svo daginn eftir heimleiðis.

Það heyrði eg bæði í Hrísey, Dalvík og Grenivík að útvegsmenn voru öruggir að vilja gera út báta sína, sem flestir eru mótorbátar, í sumar, ef þeir gætu fengið olíu. Virtust þeir töluvert smeikir um að einhver mistök kynni að geta orðið á því, að landstjórnin sæi þeim fyrir nægilegri olíu yfir sumarvertíðina, sem talið er að byrji fyrstu dagana í júní. Var þeim í fersku minni olíuvandræðin í fyrra sumar, þegar hlaðafli var af þorski og margir bátar urðu að hætta. Þótt útvegsmennirnir séu flestir saltlausir voru þeir ekki eins kvíðafullir um vöntun þeirrar vöru og olíunnar. Eg reyndi að hughreysta menn með því, að halda því fram að eg tryði því eigi að óreyndu, að landsstjórnin sæi þeim eigi fyrir nægilegri olíu, er sem jafnast yrði skift, þegar ísa leysti og hægt væri að koma henni, þar sem hún mundi hafa birgt útveginn sunnanlands með olíu til vetrarvertíðarinnar, og hún mundi því finna sér skylt að gera Norðlendingum eigi lægra undir höfði. Það heyrði eg að margir höfðu góða trú á núverandi forstöðumönnum landsverzlunarinnar og treystu þeim til als hins bezta.

1. marz 1918. Björn Jónsson.


Ægir 1. maí

Úr skýrslu erindreka Fiskifélags Íslands í Vestfirðingafjórðungi.

Áður en eg byrja skýrslu um ferðir mínar og störf, sem erindreki Fiskifélags Íslands, læt eg fylgja þessari skýrslu, sem formála, stutt yfirlit yfir hafísrekið hér fyrir Vestfjörðum. Geri eg það vegna þess, að eg býst við að skýrslur þessar verði geymdar í skjalasafni Fiskifélagsins eða birtar í tímariti þess, og gæti þá máske þetta stutta yfirlit orðið síðar til upplýsingar og leiðbeiningar.

Fjarkönnunarmynd af hafís á Grænlandssundi 17. maí 2016, kl. 13:17. Ísjaðarinn er um 35 sml norðnorðvestur af Straumnesi.

Strax í öndverðum desember, þá sjaldan bátum gaf að sækja til djúpmiða, urðu þeir varir hafíss. Lýsti veðrátta því ótvíræðilega að hafís væri nálægur, því sífeldir umhleypingar voru; jafnvel veður af öllum áttum sama sólarhringinn. Nálægðist ísinn svo því meir, sem nær dró hátíðum og mistu flestir bátar töluverð veiðarfæri af íss völdum. Einn daginn nokkru fyrir jól, er mestur var aflinn, mistu bátar héðan frá Djúpi veiðarfæri fyrir um 20 þús. kr. eftir lauslegri ágizkun, sem sízt mun of há. Rétt um áramótin rak íshrafl inn á Djúpið og alla leið hingað inn á Skutulsfjörð, en stóð stutt við, því brátt gerði vestan og suðvestanstorm inn til fjarðanna, þótt norðaustanátt væri til hafsins. Þann 5. jan. þ. á. var hvass suðvestanstormur hér á Ísafirði, en gekk til norðvestursáttar með kvöldinu. Var marahláka um daginn og alt til kl. 11 að kvöldi, en um miðnætti var komið hart frost, 10—12 stig. Strax að morgni þann 6. jan. var hafísinn á hraðferð inn á ytri höfnina hér (Sundin) og mikill ís sást fyrir fjarðarmynninu; var þá kyrt veður með smákviðum af austnorðri og um 15 st. frost. Næstu daga rak sífelt meiri og meiri ís í Djúpið og þjappaðist inn í yztu firðina, herti og stöðugt frostið, svo þann 8. og 9. jan. urðu hér 24 og 26 stig á C. Varð því ísinn strax samfrosta og fjalfeldur. Varð nálega alt Ísafjarðardjúp alísa; lagnaðarís að innan, út fyrir Æðey, en hafís að vestanverðu og girti fyrir Djúpið. Að eins autt á svæðinu frá Snæfjöllum til Grænuhlíðar, norðanvert við mitt Djúp. Héldust þessar frosthörkur látlaust til 21. jan.; varð frostið þá frek 30 stig á C„ en að morgni þess 22. þ. m. datt frostharkan niður jafnskyndilega og hún kom. Kl. 7 um morguninn voru 21 stig á C, kl. 8 voru 12 stig, kl. 9 8 stig og kl. 11 2 stig. Sýnir þessi stórfelda breyting ljóslega hvað eyjaloftslag er breytilegt. Síðan hefir oltið á ýmsu um tíðarfarið, hvað frostið snertir, frostlítið annan daginn en alt að 20 stiga frosti á C. suma dagana, en oftast logn eða kyrt veður.

Loks 15. febr. rak ísinn héðan af Skutulsfirði, en laust eftir mánaðamótin jan. og febr. var Ísafjarðardjúp skipgengt inn að Hnífsdal.

Ekki þurfti hafísinn að koma neinum óvörum að þessu sinni, bæði bar veðráttan síðastliðið haust þess Ijós merki, að ís væri í nánd, og svo sögðu selveiðamenn, er veiðar stunduðu norður í Íshafi, að ís væri meiri í höfunum kringum Ísland en verið hefði um 20 síðustu ár. Mætti án efa fá greinilegar bendingar um hafísárin með fastri athugun þeirra er veiðar stunda í Norður-Íshafinu og einnig með rannsókn skriðjökla hér á landi, því eflaust hefir hafísinn mikil áhrif á jöklana hér. — Lægi Drangjökull einkar vel við til slíkra rannsókna, bæði vegna þess að hann liggur allur um hafíssvæði og áhrifin á hann því líklega meiri en á aðra jökla, og svo vegna hins, að sporðar hans liggja víða við bæi eða mjög nálægt þeim og athuganirnar því auðveldari og kostnaðarminni. Þing og stjórn ætti hið fyrsta að beitast fyrir fullkomnum veðurfræðisathugunum.

Arngr. Ir. Bjarnason.


Ægir 1. maí

Mótornámskeið á Akureyri 1918.

Eftir beiðni Fiskifélagsdeildarinnar á Akureyri ákvað stjórn Fiskifélags íslands að fyrsta mótornámskeið á árinu 1918 skyldi haldið á Akureyri, og fór eg því í þeim erindum með e.s. »Lagarfoss« áleiðis til Akureyrar. En nú sem oftar sannaðist málshátturinn: »Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða«, því hafís og stormar hömluðu því að hægt væri að komast á skipinu alla leið til Akureyrar.

Lagarfoss á góðum degi.

Eg fór frá Reykjavík 7. janúar. Ferðin byrjaði fremur vel, með góðu veðri, komum við í Vestmannaeyjum, og fórum þaðan 8. s. m. Þann 9. vorum við komnir að Austurlandi, en um kveldið gerði vonskuveður með kafaldshríð og frosti, svo hvergi sá til lands, og munum við þá hafa verið út af Austurhorni; samt var haldið áfram þó vont væri. Í fjóra daga sáum við ekki land vegna dimmviðris sem var afskaplegt og þar eftir frost, svo skipið þess vegna var orðið mjög illa útlítandi. Loks á fimta degi komust við til Fáskrúðsfjarðar við illan leik, og mun þá hafa verið mörg hundruð tonn af ís utan á skipinu, enda sögðu menn þar á staðnum að þeir hefðu aldrei séð skip líkt þessu að útliti. Farþegum mun flestum hafa liðið vel, þó Ægir væri úfinn. Þessi ferð mun hafa verið erfið fyrir skipshöfnina, en þó sérstaklega skipstjóra, sem að mestu leyti mun stöðugt hafa verið á verði. Þessi ferð var, sem margar aðrar ferðir til Norðurlands á vetrum, mjög erfið og hættuleg. Öll vorum við ánægð yfir því að vera komin í góða höfn, þreytt eins og við vorum eftir sjóvolkið. Á Fáskrúðsfirði vorum við einn dag og var tíminn notaður til að berja ísinn af skipinu svo ferðafært yrði. Hér fréttum við að ís væri landfastur fyrir öllu Norðurlandi, og því óhugsandi að komast þangað, og hugðum við það rétt vera, því heilan dag vorum við að hrekjast innan um hafís. Eg símaði því stjórn Fiskifélagsins um hvar komið væri og fékk svar þegar eg kom til Seyðisfjarðar þess efnis, að reyna að koma á námskeiði á Austurlandi eða Vestmannaeyjum. Eg átti tal við stjórn Fiskifélagsdeildarinnar á Seyðisfirði um þetta, og hugðu þeir miklum vandkvæðum bundið að koma á námskeiði nú á Austurlandi, vegna þess að enginn undirbúningur hefði verið gerður, einnig mundi hafa orðið erfitt um kol. Í Vestmannaeyjum mun tíminn einnig hafa verið óheppilegur, því vertíð var byrjuð og mundi þess vegna engin þátttaka hafa orðið.

Þegar hér var komið, var ekki annað að gera en að snúa til baka og fara heim aftur, eða fara landveg norður til Akureyrar, en þann kostinn tók eg samt, þó óvanur væri eg landferðum að vetrarlagi í miklum frostum.

Ól. Sveinsson

Myndir:

Höfundur

Þór Jakobsson

veðurfræðingur, fyrrv. verkefnisstjóri hafísrannsókna á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

6.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Þór Jakobsson. „Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918.“ Vísindavefurinn, 6. júní 2018. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=75773.

Þór Jakobsson. (2018, 6. júní). Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75773

Þór Jakobsson. „Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918.“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2018. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75773>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918
Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá er samantekt á tíðarfarinu á Vestfjörðum og loks er frásögn af ferðalagi sem tekist var á hendur til þess að halda mótornámskeið á Akureyri.

Gagnaöflun fór fram hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafns, timarit.is, og er hér með þakkað fyrir aðgang að henni.


Norðurland 12. mars

Frá Út-Eyjafirði.

Herra ritstjóri. Þar sem þú hefir skorað á mig að senda »Norðurlandi« eitthvað um starfsemi mína, sem erindisreki fyrir »Fiskifélag Íslands«, vil eg minnast með nokkrum orðum á ferð mína hér út í veiðistöðvarnar síðustu daga s.l. mánaðar, þótt eg viti að frásaga mín hvorki komi eins víða við né verði eins skemtileg og Kjalvegssaga Steingríms læknis, eða hin fjöruga ferðasaga stúdentafélagsmanna út í Skjaldarvík í sumar, sem því miður enn er geymd í óprentuðu handriti.

Eg lagði af stað 20. f. m. á fæti hina sjaldförnu leið gangandi manna eftir fjörumálinu út með endilangri Svalbarðsströnd. Er slík leið aldrei farin, nema í miklum ísaárum. Var eg samferða bændum úr Höfðahverfi. Höfðu þeir nokkra sleða hlaðna kornvöru (4 til 500 kíló á sleða) og 1 hest fyrir hverjum; enda ísinn glær og háll, en nokkuð ósléttur. Eftir fjöruborðinu var farið lengst af, því þar var ísinn sléttari en frammi á djúpinu, fyrir því að hinir djúpristu borgarísjakar fljóta óvíða upp í fjöruborðið. Hafði lagísinn og flatir hafísjakar lagt fjöruna undir sig, bældu niður flóðbylgjuna og höfðu breytt henni í ís, sem nýjar bylgjur voru þá stöðugt að reyna að sprengja.

Fyrsti áfangastaður minn var í Höfðahverfi. Í þeirri sveit er menningarbragur mikill. Margir þrifnir og duglegir smábændur, sem komast vel af og græða sumir og innan um stórbændur á velhýstum höfuðbólum, þar sem miklar jarðabætur hafa verið gerðar. — — Ástæðum sveitarinnar var lýst fyrir mér á þessa leið: Verzlunarskuldir eru alment litlar, sveitarútsvör hófleg, eftir efnum manna, heyásetningur því nær alstaðar í góðu lagi, stundaðar kynbætur á nautpeningi og sauðfé, tún bætt og aukin víða árlega. Gildan sparisjóð eiga sveitarmenn, sem gerir mikið gagn. Sláturhús er á Grenivík. Lítið ber á ríg og öfund milli bænda innbyrðis. Prestar tveir og læknir eiga þar trausti og vinsældum að fagna. Sveitarstjórnin talin ötul, gætin og vinsæl. — Þótti mér þetta góð lýsing.

Eyjafjörður í vetrarbúningi.

Frá Höfða og Grenivík er rekinn mótorbátaútvegur á sumrum og hefir lánast fremur vel fyrirfarandi ár. Úr Grenivík er og haldið út nokkrum árabátum, einkum á haustin. Þar á bökkunum er að myndast sjómannaþorp. Hafa sumir þar bletti til ræktunar. Grunar mig, að þegar farmanna og fiskimannastétt Norðlendinga fjölgar og eflist meira en enn er, þá myndist stærri og minni sjómannaþorp við fjörðinn, þar sem hægt er að fá land til ræktunar, aðflutningar léttir, mótekja, vatnsafl í nánd og næst til góðrar afréttar. Er það ætlun mín, að þeim sjómönnum, sem vilja lifa fjölskyldulífi, þyki eigi ófýsilegra að byggja á slíkum stöðum en í þéttbygðum kaupstöðum eða borgum, og að Grenivík verði einn slíkur staður efast eg eigi um. Í fyrra var myndað hlutafélag í Höfða og Nesi, sem hefir keypt tvö ný hraðskreið mótorskip til þorsk- og síldveiða. Hvort þessara skipa mun vera um 50 tonn. Minst var á við Höfðhverfinga, að stofna Fiskifélagsdeild á þessum vetri í Grýtubakkahreppi og efast eg eigi um að slíkt komist í framkvæmd fyrir sumarvertíð.

Frá Höfða fór eg á ísnum vestur yfir fjörðinn. Var hann þá auður austan við Hrísey og innan við hana á móts við Birnunesnafir. Fór eg út í Hellu og sá að breið ísspöng var þar yfir vesturálinn. Næsta dag fór eg á þeirri spöng til eyjarinnar. Boðaði þar fund 24. f. m. og sýndi berra Páll Bergsson stórbóndi, mér þá velvild að lána mér stóra stofu, hitaða, til fundarhalds. Hélt eg þar óskrifaðan og því nokkuð lausalopalegan fyrirlestur. Síðan var fundarstjóri kosinn Páll Bergsson og set eg hér kafla úr hinni skrifuðu fundargerð:

„1. Óskað eftir að fundurinn fengi að heyra erindisbréf erindisrekans og varð hann við þeim tilmælum.

2. Rætt um útvegun steinolíu og salts á næsta sumri, svo og sölu sjávarafurða og skorað á erindisrekann að fylgjast með ráðstöfunum landsstjórnarinnar í því efni og gefa síðan fiskideildinni í Hrísey, sem fyrst upplýsingar um þau mál.

3. Rætt um vátrygging á skipum og bátum.

4. Rætt um bætur á lánsskilyrðum bankanna til skipakaupa á Norð- urlandi.

5. Stofnuð Fiskifélagsdeild með 25 meðlimum. Stjórn hennar var kosin: Páll Bergsson, Óli J. Björnsson og Sigmundur Sigurðsson.“

25. f. m. fór eg aftur yfir á vesturlandið á ísbrúnni. Mátti það eigi seinna vera, því hana braut af nóttina eftir. Hélt eg svo á Hámundarstaðaháls, sem Gröndal mundi hafa kallað heiði. Var þá dimmviðrishríð og ilt að rata. Fór eg þó eigi langt frá réttri leið, en sá engan bæ fyr en eg var fáa faðma frá húsunum í Dalvík. Á landferðum eiga menn að hafa kompásinn í höfðinu, þótt eigi fái þeir lekandi dropa af spíritus á hann. Hafði eg hugsað mér að halda þar fund og fyrirlestur, en hvarf frá því að þessu sinni fyrir veðurvonzku og eg hafði heyrt að erfitt mundi að fá hitað fundarhús. Á Dalvík er Fiskifélagsdeild með 36 meðlimum, bjóst deildin við að fá með næsta pósti svar upp á ýmsar spurningar er hún hafði símað Fiskifélaginu í Reykjavfk. Átti eg all-langt tal við formann deildarinnar og hélt svo daginn eftir heimleiðis.

Það heyrði eg bæði í Hrísey, Dalvík og Grenivík að útvegsmenn voru öruggir að vilja gera út báta sína, sem flestir eru mótorbátar, í sumar, ef þeir gætu fengið olíu. Virtust þeir töluvert smeikir um að einhver mistök kynni að geta orðið á því, að landstjórnin sæi þeim fyrir nægilegri olíu yfir sumarvertíðina, sem talið er að byrji fyrstu dagana í júní. Var þeim í fersku minni olíuvandræðin í fyrra sumar, þegar hlaðafli var af þorski og margir bátar urðu að hætta. Þótt útvegsmennirnir séu flestir saltlausir voru þeir ekki eins kvíðafullir um vöntun þeirrar vöru og olíunnar. Eg reyndi að hughreysta menn með því, að halda því fram að eg tryði því eigi að óreyndu, að landsstjórnin sæi þeim eigi fyrir nægilegri olíu, er sem jafnast yrði skift, þegar ísa leysti og hægt væri að koma henni, þar sem hún mundi hafa birgt útveginn sunnanlands með olíu til vetrarvertíðarinnar, og hún mundi því finna sér skylt að gera Norðlendingum eigi lægra undir höfði. Það heyrði eg að margir höfðu góða trú á núverandi forstöðumönnum landsverzlunarinnar og treystu þeim til als hins bezta.

1. marz 1918. Björn Jónsson.


Ægir 1. maí

Úr skýrslu erindreka Fiskifélags Íslands í Vestfirðingafjórðungi.

Áður en eg byrja skýrslu um ferðir mínar og störf, sem erindreki Fiskifélags Íslands, læt eg fylgja þessari skýrslu, sem formála, stutt yfirlit yfir hafísrekið hér fyrir Vestfjörðum. Geri eg það vegna þess, að eg býst við að skýrslur þessar verði geymdar í skjalasafni Fiskifélagsins eða birtar í tímariti þess, og gæti þá máske þetta stutta yfirlit orðið síðar til upplýsingar og leiðbeiningar.

Fjarkönnunarmynd af hafís á Grænlandssundi 17. maí 2016, kl. 13:17. Ísjaðarinn er um 35 sml norðnorðvestur af Straumnesi.

Strax í öndverðum desember, þá sjaldan bátum gaf að sækja til djúpmiða, urðu þeir varir hafíss. Lýsti veðrátta því ótvíræðilega að hafís væri nálægur, því sífeldir umhleypingar voru; jafnvel veður af öllum áttum sama sólarhringinn. Nálægðist ísinn svo því meir, sem nær dró hátíðum og mistu flestir bátar töluverð veiðarfæri af íss völdum. Einn daginn nokkru fyrir jól, er mestur var aflinn, mistu bátar héðan frá Djúpi veiðarfæri fyrir um 20 þús. kr. eftir lauslegri ágizkun, sem sízt mun of há. Rétt um áramótin rak íshrafl inn á Djúpið og alla leið hingað inn á Skutulsfjörð, en stóð stutt við, því brátt gerði vestan og suðvestanstorm inn til fjarðanna, þótt norðaustanátt væri til hafsins. Þann 5. jan. þ. á. var hvass suðvestanstormur hér á Ísafirði, en gekk til norðvestursáttar með kvöldinu. Var marahláka um daginn og alt til kl. 11 að kvöldi, en um miðnætti var komið hart frost, 10—12 stig. Strax að morgni þann 6. jan. var hafísinn á hraðferð inn á ytri höfnina hér (Sundin) og mikill ís sást fyrir fjarðarmynninu; var þá kyrt veður með smákviðum af austnorðri og um 15 st. frost. Næstu daga rak sífelt meiri og meiri ís í Djúpið og þjappaðist inn í yztu firðina, herti og stöðugt frostið, svo þann 8. og 9. jan. urðu hér 24 og 26 stig á C. Varð því ísinn strax samfrosta og fjalfeldur. Varð nálega alt Ísafjarðardjúp alísa; lagnaðarís að innan, út fyrir Æðey, en hafís að vestanverðu og girti fyrir Djúpið. Að eins autt á svæðinu frá Snæfjöllum til Grænuhlíðar, norðanvert við mitt Djúp. Héldust þessar frosthörkur látlaust til 21. jan.; varð frostið þá frek 30 stig á C„ en að morgni þess 22. þ. m. datt frostharkan niður jafnskyndilega og hún kom. Kl. 7 um morguninn voru 21 stig á C, kl. 8 voru 12 stig, kl. 9 8 stig og kl. 11 2 stig. Sýnir þessi stórfelda breyting ljóslega hvað eyjaloftslag er breytilegt. Síðan hefir oltið á ýmsu um tíðarfarið, hvað frostið snertir, frostlítið annan daginn en alt að 20 stiga frosti á C. suma dagana, en oftast logn eða kyrt veður.

Loks 15. febr. rak ísinn héðan af Skutulsfirði, en laust eftir mánaðamótin jan. og febr. var Ísafjarðardjúp skipgengt inn að Hnífsdal.

Ekki þurfti hafísinn að koma neinum óvörum að þessu sinni, bæði bar veðráttan síðastliðið haust þess Ijós merki, að ís væri í nánd, og svo sögðu selveiðamenn, er veiðar stunduðu norður í Íshafi, að ís væri meiri í höfunum kringum Ísland en verið hefði um 20 síðustu ár. Mætti án efa fá greinilegar bendingar um hafísárin með fastri athugun þeirra er veiðar stunda í Norður-Íshafinu og einnig með rannsókn skriðjökla hér á landi, því eflaust hefir hafísinn mikil áhrif á jöklana hér. — Lægi Drangjökull einkar vel við til slíkra rannsókna, bæði vegna þess að hann liggur allur um hafíssvæði og áhrifin á hann því líklega meiri en á aðra jökla, og svo vegna hins, að sporðar hans liggja víða við bæi eða mjög nálægt þeim og athuganirnar því auðveldari og kostnaðarminni. Þing og stjórn ætti hið fyrsta að beitast fyrir fullkomnum veðurfræðisathugunum.

Arngr. Ir. Bjarnason.


Ægir 1. maí

Mótornámskeið á Akureyri 1918.

Eftir beiðni Fiskifélagsdeildarinnar á Akureyri ákvað stjórn Fiskifélags íslands að fyrsta mótornámskeið á árinu 1918 skyldi haldið á Akureyri, og fór eg því í þeim erindum með e.s. »Lagarfoss« áleiðis til Akureyrar. En nú sem oftar sannaðist málshátturinn: »Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða«, því hafís og stormar hömluðu því að hægt væri að komast á skipinu alla leið til Akureyrar.

Lagarfoss á góðum degi.

Eg fór frá Reykjavík 7. janúar. Ferðin byrjaði fremur vel, með góðu veðri, komum við í Vestmannaeyjum, og fórum þaðan 8. s. m. Þann 9. vorum við komnir að Austurlandi, en um kveldið gerði vonskuveður með kafaldshríð og frosti, svo hvergi sá til lands, og munum við þá hafa verið út af Austurhorni; samt var haldið áfram þó vont væri. Í fjóra daga sáum við ekki land vegna dimmviðris sem var afskaplegt og þar eftir frost, svo skipið þess vegna var orðið mjög illa útlítandi. Loks á fimta degi komust við til Fáskrúðsfjarðar við illan leik, og mun þá hafa verið mörg hundruð tonn af ís utan á skipinu, enda sögðu menn þar á staðnum að þeir hefðu aldrei séð skip líkt þessu að útliti. Farþegum mun flestum hafa liðið vel, þó Ægir væri úfinn. Þessi ferð mun hafa verið erfið fyrir skipshöfnina, en þó sérstaklega skipstjóra, sem að mestu leyti mun stöðugt hafa verið á verði. Þessi ferð var, sem margar aðrar ferðir til Norðurlands á vetrum, mjög erfið og hættuleg. Öll vorum við ánægð yfir því að vera komin í góða höfn, þreytt eins og við vorum eftir sjóvolkið. Á Fáskrúðsfirði vorum við einn dag og var tíminn notaður til að berja ísinn af skipinu svo ferðafært yrði. Hér fréttum við að ís væri landfastur fyrir öllu Norðurlandi, og því óhugsandi að komast þangað, og hugðum við það rétt vera, því heilan dag vorum við að hrekjast innan um hafís. Eg símaði því stjórn Fiskifélagsins um hvar komið væri og fékk svar þegar eg kom til Seyðisfjarðar þess efnis, að reyna að koma á námskeiði á Austurlandi eða Vestmannaeyjum. Eg átti tal við stjórn Fiskifélagsdeildarinnar á Seyðisfirði um þetta, og hugðu þeir miklum vandkvæðum bundið að koma á námskeiði nú á Austurlandi, vegna þess að enginn undirbúningur hefði verið gerður, einnig mundi hafa orðið erfitt um kol. Í Vestmannaeyjum mun tíminn einnig hafa verið óheppilegur, því vertíð var byrjuð og mundi þess vegna engin þátttaka hafa orðið.

Þegar hér var komið, var ekki annað að gera en að snúa til baka og fara heim aftur, eða fara landveg norður til Akureyrar, en þann kostinn tók eg samt, þó óvanur væri eg landferðum að vetrarlagi í miklum frostum.

Ól. Sveinsson

Myndir:...