Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881

Þór Jakobsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafns, timarit.is, og er hér með þakkað fyrir aðgang að henni.


Ægir – frétt skrifuð 22. janúar

Frosthörkur þær, sem byrjuðu um þrettánda, halda enn áfram (nú 22. jan.). 21. þ. m. var frostið hér í bæ um 28 stig á Celcius. Eftir veðurathugunum þeim, sem daglega eru hér birtar, hefir frostið verið mjög líkt um allt land. Firðir og flóar eru hvervetna fullir af ís og fleytur allar inni frosnar, og hafís fyrir Norður og Vesturlandi; mun frostherkja sú, sem um þessar mundir er, vera hin mesta sem hér hefir komið síðan frostveturinn mikla 1881. Samanburður á kuldastigum er nú daglega birtur i Morgunblaðinu, en mönnum, sem muna eftir þeim vetri, finst ónákvæmni í þeim samanburði. Harða veturinn svaf ég í langalofti Latínuskólans, og man ég ekki betur en að prófessor Guðm. Magnússon athugaði þann vetur hita og rakamæli, sem voru fyrir utan norðurgluggann á ganginum. Þær athuganir voru færðar i bók, og athuganir þær hafði Jón heitinn Árnason umsjónarmaður lengi haft á hendi, og hljóta þær einhversstaðar að vera til. Mælarnir voru athugaðir kl. 8 f. h., kl. 2 e. h. og kl. 8 á kveldin á degi hverjum. Flestir þeir sem eftir vetrinum muna og um hann tala nú, minnir að frostherkjur hafi verið meiri en samanburðinn sýnir. Svo mikið er vist að ísalög voru komin fyr en nú, því að á Þorláksmessu komu Álftnesingar gangandi á ís frá Skansinum að Þormóðsstöðum, viku fyrir jól fór ég á skautum á sterkum ís frá Nauthól að Hraunsholtslæk fyrir utan öll nes. Misminni þetta getur raunar stafað af yfirhafnaleysi alment og lélegum fötum í samanburði við það sem nú er, en hvar eru athuganir, gerðar í Latínuskólanum þann vetur, niðurkomnar? Mælinum var vel fyrirkomið og sýndi minimum.

Sveinbjörn Egilson

Fylgst var með hita og rakamæli á Latínuskólanum veturinn 1880-1881.

Vísir 25. janúar 1918

Tíðarfarið „harða veturinn" 1880—81.

Til þess að menn geti gert sem glöggastan samanburð á tíðarfarinu í vetur og „harða vetrinum" í heild, verða hér prentaðir upp kaflar úr „Fréttum frá Íslandi" frá árunum 1880 og 81 (eftir síra Janus Jónsson þá á Stóruvöllum), sem að þessu lúta. Sumarið var heitt og þurt og hið æskilegasta til höfuðdags.En úr höfuðdegi tók að spillast veðurátt og gerast óstöðugt og umhleypingasamt og rigningar að koma á með köflum. Þá mátti haustið heita heldur gott, þar til spiltist algerlega í október. Í miðjum okt. tók að snjóa á Norðurlandi og rigndi stundum niður í og snjóaði svo ofan á aftur, svo að jarðir urðu litlar, og varð þá þegar að taka flestan pening á gjöf. Um jólin voru frost mikil á Norðurlandi, stundum um 24 st. á R. (30 st. á C.) en á Suðurlandi 12 — 15 st. (15 - 19 st. á C). Milli jóla og nýárs voru einlægir norðanstormar og hríðar, og rak þá inn hafþök af ís fyrir öllu Norðurlandi. Á gamlárskvöld gjörði blota lítinn en gekk upp í frost og hríð um nóttina, svo hinar litlu snapir, er voru á einstöku stöðum til, huldust alveg óvinnandi gaddbrynju sem engin skepna gat á unnið.

Á nýársdag (1881) var komin snjóhríð ofan í blotann daginn áður, og gekk á því fram á þrettánda. Þá gerði hláku með ofsa veðri miklu en litlum hlýindum og stóð hún til hins 9., og voru menn þá farnir að vonast góðs bata. En með kveldi hins 9. sneri við blaðinu og kom ofsaleg norðanhríð um alt Norðurland og Vestfjörðu, en minna varð af því syðra og eystra. Með hríðum þessum fylti hafísinn hverja vík og hvern vog, og fraus allur saman í eina hellu, því að frostin voru áköf. Nú gekk eigi á öðru langan tíma en rofalausum byljum og stórhríðum á norðan 3 og 4 daga í einu, og birti jafnan upp svo sem einn eða tvo daga á milli. Frost var að jafnaði 18-24 st. R. . (22 og hálft - 30 st.C.) nyrðra, en 12-18 (15-22 og hálft st. C.) syðra.

Snjóbylur.

Fannkyngja kom afarmikil nyrðra, en á Suðurlandi var hún minni, en stormarnir og gaddviðrin litlu betri en nyrðra fyrir það. Um miðjan janúarmánuð var Faxaflói orðinn lagður langt út fyrir eyjar, var þá gengið yfir Hvammsfjörð og af Akranesi til Reykjavíkur, og á land úr Flatey á Breiðafirði; stóð svo til 15. febrúar. Mest og voðalegast var aftakaveður það, er gerði á norðvestan að kvöldi hins 29. janúarmánaðar, og hélst alt til hins 31. Varð þá víða nyrðra eigi farið í fjárhús eða beitarhús þar sem þau voru nokkuð langt frá bæjum, enda var þá eigi öllum fært að fara út, fyrir harðneskju sakir, því að þá var 27 —30 st. frost á R. (33,7—37,5 á C) um alt norðurland. Veður þetta gerði víða hinn mesta skaða. 26 för og bátar brotnuðu og hurfu kringum Ísafjörð, og sem dæmi þess hve snöggbyljað veður þetta hefir verið, má nefna, að veðrið tók miðbik úr gaddfreðnu heyi á bæ einum á Barðaströnd, og stóðu endarnir óskertir. Svo tók og upp nýbygða timburkirkju á Núpi i Dýrafirði, hóf hana í háa loft og mölbraut alla er niður kom, svo að varla mátti finna eina fjöl óbrotna.

Þá varð og slíkt grjótflug í Arnarfirði að jarðir biðu stórskaða af. Í veðri þessu fórst og póstgufuskipið Fönix. 15. dag febrúarmánaðar hlánaði og stóð góð hláka í 2 daga og leysti þá Faxaflóa og grynti nokkuð á mestu fannfergjunni nyrðra, en óðara var aftur snúið í norðan ösku byl, með 20 st. frosti R. (25 st. C). Var nú líkast því, sem veturinn væri fyrst að byrja nyrðra, því nú linti aldrei sífeldum dimmviðrum með áköfum fannkomum og frostið jafnan yfir 20 st. R.. Var í mars komin slík fannkyngja að elstu menn mundu eigi aðra slíka í vestan sýslum Norðurlands.

Eftir því sem á leið, hörðnuðu hörkurnar sífelt meir og meiri og voru daglega síðustu dagana í mars um 30 stig st. (37,5 á C) og einn daginn voru 37 st. á R. (full 46 st. á C ) á Siglufirði en 30-33 st. R. (37,5—40 st. C.) inn í sveitunum. Þá var mældur lagísinn á Akureyrarhöfn, og mældist hann nærri 3 álna þykkur. Í apríl-byrjun tók að svía til, og komu hæg hlýviðri með 7—11 st. hita og hélst það allan þann mánuð út og mest allan maímánuð. Hafísinn fór í miðjum maí og alt leit þá vel út. En um hvítasunnuleytið kom norðanhríðarkast með frosti og drap það alla dáð úr öllum jarðargróða. Síðan héldust kuldar og illviðri um alt land til höfuðdags. Mátti síðan heita öndvegistíð fram undir jól víðast hvar um land, nema sunnanlands var nokkuð hrakviðrasamt.

Myndir:

Höfundur

Þór Jakobsson

veðurfræðingur, fyrrv. verkefnisstjóri hafísrannsókna á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

6.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þór Jakobsson. „Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881.“ Vísindavefurinn, 6. júní 2018, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75767.

Þór Jakobsson. (2018, 6. júní). Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75767

Þór Jakobsson. „Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881.“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2018. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75767>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881
Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafns, timarit.is, og er hér með þakkað fyrir aðgang að henni.


Ægir – frétt skrifuð 22. janúar

Frosthörkur þær, sem byrjuðu um þrettánda, halda enn áfram (nú 22. jan.). 21. þ. m. var frostið hér í bæ um 28 stig á Celcius. Eftir veðurathugunum þeim, sem daglega eru hér birtar, hefir frostið verið mjög líkt um allt land. Firðir og flóar eru hvervetna fullir af ís og fleytur allar inni frosnar, og hafís fyrir Norður og Vesturlandi; mun frostherkja sú, sem um þessar mundir er, vera hin mesta sem hér hefir komið síðan frostveturinn mikla 1881. Samanburður á kuldastigum er nú daglega birtur i Morgunblaðinu, en mönnum, sem muna eftir þeim vetri, finst ónákvæmni í þeim samanburði. Harða veturinn svaf ég í langalofti Latínuskólans, og man ég ekki betur en að prófessor Guðm. Magnússon athugaði þann vetur hita og rakamæli, sem voru fyrir utan norðurgluggann á ganginum. Þær athuganir voru færðar i bók, og athuganir þær hafði Jón heitinn Árnason umsjónarmaður lengi haft á hendi, og hljóta þær einhversstaðar að vera til. Mælarnir voru athugaðir kl. 8 f. h., kl. 2 e. h. og kl. 8 á kveldin á degi hverjum. Flestir þeir sem eftir vetrinum muna og um hann tala nú, minnir að frostherkjur hafi verið meiri en samanburðinn sýnir. Svo mikið er vist að ísalög voru komin fyr en nú, því að á Þorláksmessu komu Álftnesingar gangandi á ís frá Skansinum að Þormóðsstöðum, viku fyrir jól fór ég á skautum á sterkum ís frá Nauthól að Hraunsholtslæk fyrir utan öll nes. Misminni þetta getur raunar stafað af yfirhafnaleysi alment og lélegum fötum í samanburði við það sem nú er, en hvar eru athuganir, gerðar í Latínuskólanum þann vetur, niðurkomnar? Mælinum var vel fyrirkomið og sýndi minimum.

Sveinbjörn Egilson

Fylgst var með hita og rakamæli á Latínuskólanum veturinn 1880-1881.

Vísir 25. janúar 1918

Tíðarfarið „harða veturinn" 1880—81.

Til þess að menn geti gert sem glöggastan samanburð á tíðarfarinu í vetur og „harða vetrinum" í heild, verða hér prentaðir upp kaflar úr „Fréttum frá Íslandi" frá árunum 1880 og 81 (eftir síra Janus Jónsson þá á Stóruvöllum), sem að þessu lúta. Sumarið var heitt og þurt og hið æskilegasta til höfuðdags.En úr höfuðdegi tók að spillast veðurátt og gerast óstöðugt og umhleypingasamt og rigningar að koma á með köflum. Þá mátti haustið heita heldur gott, þar til spiltist algerlega í október. Í miðjum okt. tók að snjóa á Norðurlandi og rigndi stundum niður í og snjóaði svo ofan á aftur, svo að jarðir urðu litlar, og varð þá þegar að taka flestan pening á gjöf. Um jólin voru frost mikil á Norðurlandi, stundum um 24 st. á R. (30 st. á C.) en á Suðurlandi 12 — 15 st. (15 - 19 st. á C). Milli jóla og nýárs voru einlægir norðanstormar og hríðar, og rak þá inn hafþök af ís fyrir öllu Norðurlandi. Á gamlárskvöld gjörði blota lítinn en gekk upp í frost og hríð um nóttina, svo hinar litlu snapir, er voru á einstöku stöðum til, huldust alveg óvinnandi gaddbrynju sem engin skepna gat á unnið.

Á nýársdag (1881) var komin snjóhríð ofan í blotann daginn áður, og gekk á því fram á þrettánda. Þá gerði hláku með ofsa veðri miklu en litlum hlýindum og stóð hún til hins 9., og voru menn þá farnir að vonast góðs bata. En með kveldi hins 9. sneri við blaðinu og kom ofsaleg norðanhríð um alt Norðurland og Vestfjörðu, en minna varð af því syðra og eystra. Með hríðum þessum fylti hafísinn hverja vík og hvern vog, og fraus allur saman í eina hellu, því að frostin voru áköf. Nú gekk eigi á öðru langan tíma en rofalausum byljum og stórhríðum á norðan 3 og 4 daga í einu, og birti jafnan upp svo sem einn eða tvo daga á milli. Frost var að jafnaði 18-24 st. R. . (22 og hálft - 30 st.C.) nyrðra, en 12-18 (15-22 og hálft st. C.) syðra.

Snjóbylur.

Fannkyngja kom afarmikil nyrðra, en á Suðurlandi var hún minni, en stormarnir og gaddviðrin litlu betri en nyrðra fyrir það. Um miðjan janúarmánuð var Faxaflói orðinn lagður langt út fyrir eyjar, var þá gengið yfir Hvammsfjörð og af Akranesi til Reykjavíkur, og á land úr Flatey á Breiðafirði; stóð svo til 15. febrúar. Mest og voðalegast var aftakaveður það, er gerði á norðvestan að kvöldi hins 29. janúarmánaðar, og hélst alt til hins 31. Varð þá víða nyrðra eigi farið í fjárhús eða beitarhús þar sem þau voru nokkuð langt frá bæjum, enda var þá eigi öllum fært að fara út, fyrir harðneskju sakir, því að þá var 27 —30 st. frost á R. (33,7—37,5 á C) um alt norðurland. Veður þetta gerði víða hinn mesta skaða. 26 för og bátar brotnuðu og hurfu kringum Ísafjörð, og sem dæmi þess hve snöggbyljað veður þetta hefir verið, má nefna, að veðrið tók miðbik úr gaddfreðnu heyi á bæ einum á Barðaströnd, og stóðu endarnir óskertir. Svo tók og upp nýbygða timburkirkju á Núpi i Dýrafirði, hóf hana í háa loft og mölbraut alla er niður kom, svo að varla mátti finna eina fjöl óbrotna.

Þá varð og slíkt grjótflug í Arnarfirði að jarðir biðu stórskaða af. Í veðri þessu fórst og póstgufuskipið Fönix. 15. dag febrúarmánaðar hlánaði og stóð góð hláka í 2 daga og leysti þá Faxaflóa og grynti nokkuð á mestu fannfergjunni nyrðra, en óðara var aftur snúið í norðan ösku byl, með 20 st. frosti R. (25 st. C). Var nú líkast því, sem veturinn væri fyrst að byrja nyrðra, því nú linti aldrei sífeldum dimmviðrum með áköfum fannkomum og frostið jafnan yfir 20 st. R.. Var í mars komin slík fannkyngja að elstu menn mundu eigi aðra slíka í vestan sýslum Norðurlands.

Eftir því sem á leið, hörðnuðu hörkurnar sífelt meir og meiri og voru daglega síðustu dagana í mars um 30 stig st. (37,5 á C) og einn daginn voru 37 st. á R. (full 46 st. á C ) á Siglufirði en 30-33 st. R. (37,5—40 st. C.) inn í sveitunum. Þá var mældur lagísinn á Akureyrarhöfn, og mældist hann nærri 3 álna þykkur. Í apríl-byrjun tók að svía til, og komu hæg hlýviðri með 7—11 st. hita og hélst það allan þann mánuð út og mest allan maímánuð. Hafísinn fór í miðjum maí og alt leit þá vel út. En um hvítasunnuleytið kom norðanhríðarkast með frosti og drap það alla dáð úr öllum jarðargróða. Síðan héldust kuldar og illviðri um alt land til höfuðdags. Mátti síðan heita öndvegistíð fram undir jól víðast hvar um land, nema sunnanlands var nokkuð hrakviðrasamt.

Myndir:

...