Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918

Þór Jakobsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti forstöðumaður Veðurstofu Íslands (1920) og síðar fyrsti veðurstofustjóri (1925-1946). Greinin er fengin af hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafns, timarit.is, og er hér með þakkað fyrir aðgang að henni.

Þorkell Þorkelsson (1876-1961) veðurstofustjóri. Hann varð forstöðumaður Löggildingarstofunnar 1918 og fyrsti forstöðumaður Veðurstofunnar 1920.

Gagnsemi veðurfræðinnar

Í greininni »Harðindi« í næstsíðasta tbl. »Íslendings« skrifar hjeraðslæknir Steingrímur Matthíasson: »Veðurfræðin er því miður enn of ung vísindagrein til að koma að praktískum notum.« Af því setning þessi er allvillandi, ef hún er skilin bókstaflega, verð jeg að gera við hana nokkrar athugasemdir. Jeg býst reyndar eigi við því, að hinn heiðraði höfundur áminstrar greinar hafi meint veðurfræðinni það eins illa og hann segir. Því að jeg veit, að hann þekkir vel til veðurfræðisstofnana erlendis og þeirra starfsemi. Ef veðurspár þeirra kæmu að engum notum, mundu ríkin varla halda þeim stofnunum uppi ár eftir ár, með ærnum kostnaði. Veðurfræðisstofnanirnar segja daglega, hvernig veðurútlitið sje fyrir næsta dag, og reyndin er sú, að veðurspárnar eru ætíð næstum rjettar, og þeir, sem gefa þeim gaum, hafa af þeim gagn. Sjerstaklega eru þessar veðurspár til mikils gagns fyrir menn við sjávarsíðuna með því að vara þá við óveðrum, sem í hönd fara, og til þess að sem flestir gefi þeirra gætur, hafa t. d. Danir látið reisa merkistengur í mörgum sjávarþorpum til að veðurfræðisstofnunin gefi þar merki, þegar hætta er á ferðum vegna illviðris. Virðist mjer þetta vottur þess, að Danir álíti veðurspádómana bæði nokkuð ábyggilega og gagnlega.

Mjer þykir og Þorvaldur Thoroddsen í bók sinni „Árferði á Íslandi“ taka nokkuð djúpt í árina, er hann segir: »Alt það sem veðráttu snertir er alstaðar mjög óreglulegt, hvikult og hverfult, svo enginn getur spáð með vissu til næsta dags, hvað þá lengur.« Nema orðið alstaðar eigi aðeins við alstaðar á Íslandi. Getur það þá til sanns vegar færst, eins og þekkingu manna hjer á landi nú er farið.

En þó að víða annarstaðar sje hægt að spá til næsta dags um veður, er það þó mjög mismunandi, hve langt fram í tímann unt er að spá. Það fer mikið eftir staðháttum. Hjer á landi vantar algerlega innlenda rannsókn í veðurfræði, svo að eigi er unt að svo stöddu að segja, hvort hægt muni vera að segja fyrir um veður svo löngu fyrir að það komi að notum. En það er auðsjeð, að vegna þess, hve landið er afskekt, verða miklir örðugleikar á því að spá hjer um veður eftir veðurathugununum. Einkanlega á þetta við suðvesturlandið; mjer virðist að miklu auðveldara muni vera að segja fyrir veðri á norðausturlandinu; að minsta kosti man jeg eftir skaðaveðrum hjer á Norðurlandi, sem auðvelt var að sjá af veðurskýrslunum að voru í vændum. Hefði veðurfræðisstofnun þá verið hjer á landi, hefðu veðurspár hennar getað komið í veg fyrir slys, sem þá urðu.

Hvort nokkuð svipað muni mega gera á suðvestur landinu, skal jeg láta ósagt, en mjer þykir það eigi ósennilegt, að það megi einnig þar með nokkrum fyrirvara spá veðri, ekki síst ef greinileg veðurskeyti fengjust frá útlöndum. Þau skeyti mundu þó kosta allmikið, nema náist í þau þráðlausu veðurskeyti, sem að öllum líkindum verða send frá Eiffelturninum í París, er stríðinu linnir. Byrjað var að senda þessi skeyti nokkru fyrir stríðið til leiðbeiningar fyrir skip, sem sigla um Atlantshafið og geta tekið á móti þráðlausum skeytum. En sennilega hefir verið hætt við þau aftur, meðan stríðið varir.

Jeg hygg því, að veðurfræðin gæti komið hjer að allmiklum notum, og sömu skoðunar hafa þeir alþingismenn verið, sem fluttu á síðasta Alþingi frumvarp um stofnun veðurfræðisstofnunar í Reykjavík. Mjer er eigi kunnugt, hverjar undirtektir þetta frumvarp fjekk á þingi; það varð eigi útrætt, ásamt fleirum frumvörpum.

Dreifður hafís norðvestur af Íslandi 7. júlí 2006. Myndin er tekin í ískönnunarflugi í flugvél Landhelgisgæslu Íslands. Ljósm.: Matthew J. Roberts, Veðurstofu íslands.

Hins vegar er því eigi að leyna, að veðurfræðin er þess eigi megnug að sjá langt fram í tímann; meira að segja hafa veðurfræðingar látið rannsóknir á þeim efnum heldur sitja á hakanum til skamms tíma, líklega af því að þeim hefir þótt fyrirsjáanlegt, að það gæti aldrei orðið um annað að ræða en heldur óábyggilegarlíkur, þegar spá ætti langt fram í tímann. Vjer megum eigi vonast eftir því, að veðurfræðin geti sagt oss, hvernig muni viðra um heilan vetur, en auðvitað væru slíkir spádómar þýðingarmestir fyrir íslenskan búskap, ef þeir þá væru svo ábyggilegir, að eftir þeim mætti fara á haustinu, er sett væri á heyin.

Í nánu sambandi við veðráttuna íslensku eru hafísarnir. Vetrarhörkurnar og vorharðindin stafa oftast beinlínis af ísnum; og í herferð þeirra gegn landsmönnum er honum ætlað það hlutverk að leggja hafnbann á Norðurland, svo að menn geti eigi dregið að sjer forða annarstaðar frá gegn harðindunum.

Þorvaldur Thoroddsen hefir látið þá skoðun uppi, að ekki verði um það sagt með neinni vissu fyrir fram, hve nær sje hafísa von. Þetta er í samræmi við það, sem sagt hefir verið hjer um veðurspádóma til lengri tíma. En þó að eigi sje unt að segja fyrir hafískomum löngu fyrir, þá væri það þó til stórmikils gagns, ef sagt væri fyrir um hafískomur með nokkurra vikna eða jafnvel daga fyrirvara. Jafnvel í þeim tilfellum, þegar flestum virðist það liggja í augum uppi, að hætta sje á því, að hafís hindri skipagöngur við Norðurland, þá væri mikils um það vert, að einhver hefði það hlutverk að segja til hættunnar, því að altaf eru það einhverjir, sem ekki taka eftir hættunni og þurfa viðvörunar við. Þetta sjest best á ferðalagi »Lagarfoss«. Þegar það frjettist, að hann hefði eigi komist fyrir Horn vegna íss, bjuggust víst flestir Norðlingar við hafísnum hjer á hafnir Norðurlands, því að þá er öðrum vá fyrir dyrum, er einum er innum komin; en okkur vantaði þá stofnun, sem bæri skyldu til að minna þá á hættuna, sem ráða fyrir ferðum »Lagarfoss«.

Veðurfræðisstofnunin í Kaupmannahöfn hefir um mörg ár haldið uppi veðurathugunum hjer á landi og jafnframt hefir hún safnað öllum þeim skýrslum um hafísa hjer við land, sem hún hefir getað náð í. Ef veðurfræðisstofnun væri komið hjer upp, yrði sjálfsagt eitt af hennar helstu ætlunarverkum að rannsaka, hvernig ísinn hagar sjer hjer við land, og reyna að komast eftir því, hvort hann sendi engin boð á undan sjer. Það er lítt hugsanlegt, að hafísinn, þegar hann er í nánd við landið, hafi engin áhrif á ásigkomulag lofts og sævar hjer við land. Og þá ætti að geta orðið vart við þessi áhrif með þeim tækjum, sem nútímans vísindi hafa á sínu valdi, þó að menn taki eigi eftir þeim við lauslega athugun. Það gæti líka komið til álita, að senda menn við og við norður og vestur fyrir landið til að njósna um ferðir hafíssins. Mætti til þeirra ferða nota veiðiskip, er jafnframt notuðu ferðina til veiðiskapar. Líklega væri þó enn betra að nota flugvjelar til þeirra ferðalaga.

Jeg er að vona, að eftir stríðið fáum vjer flugvjelar, bæði til póstflutninga og strandvarna, og þá gæti strandvarnaflugvjelarnar einnig haft það starf með höndum, að athuga hafísrekið.

Hafísinn er sá vágestur fyrir landið, að það er tilvinnandi að kosta árlega allmiklu fje til að fyrirbyggja, að hann komi að mönnum óvörum.

Mynd:
  • Þorkell Þorkelsson: Ljósrit af mynd í bókinni „Saga Veðurstofu Íslands“ eftir Hilmar Garðarson sagnfræðing, Mál og mynd (1999), bls. 33. Ljósmynd: E. H. Arnórsson. Eigandi frummyndar: Ingibjörg Þorkelsdóttir.
  • Úr ískönnunarflugi: Matthew J. Roberts, Veðurstofu íslands.

Höfundur

Þór Jakobsson

veðurfræðingur, fyrrv. verkefnisstjóri hafísrannsókna á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

6.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Þór Jakobsson. „Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918.“ Vísindavefurinn, 6. júní 2018, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75772.

Þór Jakobsson. (2018, 6. júní). Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75772

Þór Jakobsson. „Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918.“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2018. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75772>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti forstöðumaður Veðurstofu Íslands (1920) og síðar fyrsti veðurstofustjóri (1925-1946). Greinin er fengin af hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafns, timarit.is, og er hér með þakkað fyrir aðgang að henni.

Þorkell Þorkelsson (1876-1961) veðurstofustjóri. Hann varð forstöðumaður Löggildingarstofunnar 1918 og fyrsti forstöðumaður Veðurstofunnar 1920.

Gagnsemi veðurfræðinnar

Í greininni »Harðindi« í næstsíðasta tbl. »Íslendings« skrifar hjeraðslæknir Steingrímur Matthíasson: »Veðurfræðin er því miður enn of ung vísindagrein til að koma að praktískum notum.« Af því setning þessi er allvillandi, ef hún er skilin bókstaflega, verð jeg að gera við hana nokkrar athugasemdir. Jeg býst reyndar eigi við því, að hinn heiðraði höfundur áminstrar greinar hafi meint veðurfræðinni það eins illa og hann segir. Því að jeg veit, að hann þekkir vel til veðurfræðisstofnana erlendis og þeirra starfsemi. Ef veðurspár þeirra kæmu að engum notum, mundu ríkin varla halda þeim stofnunum uppi ár eftir ár, með ærnum kostnaði. Veðurfræðisstofnanirnar segja daglega, hvernig veðurútlitið sje fyrir næsta dag, og reyndin er sú, að veðurspárnar eru ætíð næstum rjettar, og þeir, sem gefa þeim gaum, hafa af þeim gagn. Sjerstaklega eru þessar veðurspár til mikils gagns fyrir menn við sjávarsíðuna með því að vara þá við óveðrum, sem í hönd fara, og til þess að sem flestir gefi þeirra gætur, hafa t. d. Danir látið reisa merkistengur í mörgum sjávarþorpum til að veðurfræðisstofnunin gefi þar merki, þegar hætta er á ferðum vegna illviðris. Virðist mjer þetta vottur þess, að Danir álíti veðurspádómana bæði nokkuð ábyggilega og gagnlega.

Mjer þykir og Þorvaldur Thoroddsen í bók sinni „Árferði á Íslandi“ taka nokkuð djúpt í árina, er hann segir: »Alt það sem veðráttu snertir er alstaðar mjög óreglulegt, hvikult og hverfult, svo enginn getur spáð með vissu til næsta dags, hvað þá lengur.« Nema orðið alstaðar eigi aðeins við alstaðar á Íslandi. Getur það þá til sanns vegar færst, eins og þekkingu manna hjer á landi nú er farið.

En þó að víða annarstaðar sje hægt að spá til næsta dags um veður, er það þó mjög mismunandi, hve langt fram í tímann unt er að spá. Það fer mikið eftir staðháttum. Hjer á landi vantar algerlega innlenda rannsókn í veðurfræði, svo að eigi er unt að svo stöddu að segja, hvort hægt muni vera að segja fyrir um veður svo löngu fyrir að það komi að notum. En það er auðsjeð, að vegna þess, hve landið er afskekt, verða miklir örðugleikar á því að spá hjer um veður eftir veðurathugununum. Einkanlega á þetta við suðvesturlandið; mjer virðist að miklu auðveldara muni vera að segja fyrir veðri á norðausturlandinu; að minsta kosti man jeg eftir skaðaveðrum hjer á Norðurlandi, sem auðvelt var að sjá af veðurskýrslunum að voru í vændum. Hefði veðurfræðisstofnun þá verið hjer á landi, hefðu veðurspár hennar getað komið í veg fyrir slys, sem þá urðu.

Hvort nokkuð svipað muni mega gera á suðvestur landinu, skal jeg láta ósagt, en mjer þykir það eigi ósennilegt, að það megi einnig þar með nokkrum fyrirvara spá veðri, ekki síst ef greinileg veðurskeyti fengjust frá útlöndum. Þau skeyti mundu þó kosta allmikið, nema náist í þau þráðlausu veðurskeyti, sem að öllum líkindum verða send frá Eiffelturninum í París, er stríðinu linnir. Byrjað var að senda þessi skeyti nokkru fyrir stríðið til leiðbeiningar fyrir skip, sem sigla um Atlantshafið og geta tekið á móti þráðlausum skeytum. En sennilega hefir verið hætt við þau aftur, meðan stríðið varir.

Jeg hygg því, að veðurfræðin gæti komið hjer að allmiklum notum, og sömu skoðunar hafa þeir alþingismenn verið, sem fluttu á síðasta Alþingi frumvarp um stofnun veðurfræðisstofnunar í Reykjavík. Mjer er eigi kunnugt, hverjar undirtektir þetta frumvarp fjekk á þingi; það varð eigi útrætt, ásamt fleirum frumvörpum.

Dreifður hafís norðvestur af Íslandi 7. júlí 2006. Myndin er tekin í ískönnunarflugi í flugvél Landhelgisgæslu Íslands. Ljósm.: Matthew J. Roberts, Veðurstofu íslands.

Hins vegar er því eigi að leyna, að veðurfræðin er þess eigi megnug að sjá langt fram í tímann; meira að segja hafa veðurfræðingar látið rannsóknir á þeim efnum heldur sitja á hakanum til skamms tíma, líklega af því að þeim hefir þótt fyrirsjáanlegt, að það gæti aldrei orðið um annað að ræða en heldur óábyggilegarlíkur, þegar spá ætti langt fram í tímann. Vjer megum eigi vonast eftir því, að veðurfræðin geti sagt oss, hvernig muni viðra um heilan vetur, en auðvitað væru slíkir spádómar þýðingarmestir fyrir íslenskan búskap, ef þeir þá væru svo ábyggilegir, að eftir þeim mætti fara á haustinu, er sett væri á heyin.

Í nánu sambandi við veðráttuna íslensku eru hafísarnir. Vetrarhörkurnar og vorharðindin stafa oftast beinlínis af ísnum; og í herferð þeirra gegn landsmönnum er honum ætlað það hlutverk að leggja hafnbann á Norðurland, svo að menn geti eigi dregið að sjer forða annarstaðar frá gegn harðindunum.

Þorvaldur Thoroddsen hefir látið þá skoðun uppi, að ekki verði um það sagt með neinni vissu fyrir fram, hve nær sje hafísa von. Þetta er í samræmi við það, sem sagt hefir verið hjer um veðurspádóma til lengri tíma. En þó að eigi sje unt að segja fyrir hafískomum löngu fyrir, þá væri það þó til stórmikils gagns, ef sagt væri fyrir um hafískomur með nokkurra vikna eða jafnvel daga fyrirvara. Jafnvel í þeim tilfellum, þegar flestum virðist það liggja í augum uppi, að hætta sje á því, að hafís hindri skipagöngur við Norðurland, þá væri mikils um það vert, að einhver hefði það hlutverk að segja til hættunnar, því að altaf eru það einhverjir, sem ekki taka eftir hættunni og þurfa viðvörunar við. Þetta sjest best á ferðalagi »Lagarfoss«. Þegar það frjettist, að hann hefði eigi komist fyrir Horn vegna íss, bjuggust víst flestir Norðlingar við hafísnum hjer á hafnir Norðurlands, því að þá er öðrum vá fyrir dyrum, er einum er innum komin; en okkur vantaði þá stofnun, sem bæri skyldu til að minna þá á hættuna, sem ráða fyrir ferðum »Lagarfoss«.

Veðurfræðisstofnunin í Kaupmannahöfn hefir um mörg ár haldið uppi veðurathugunum hjer á landi og jafnframt hefir hún safnað öllum þeim skýrslum um hafísa hjer við land, sem hún hefir getað náð í. Ef veðurfræðisstofnun væri komið hjer upp, yrði sjálfsagt eitt af hennar helstu ætlunarverkum að rannsaka, hvernig ísinn hagar sjer hjer við land, og reyna að komast eftir því, hvort hann sendi engin boð á undan sjer. Það er lítt hugsanlegt, að hafísinn, þegar hann er í nánd við landið, hafi engin áhrif á ásigkomulag lofts og sævar hjer við land. Og þá ætti að geta orðið vart við þessi áhrif með þeim tækjum, sem nútímans vísindi hafa á sínu valdi, þó að menn taki eigi eftir þeim við lauslega athugun. Það gæti líka komið til álita, að senda menn við og við norður og vestur fyrir landið til að njósna um ferðir hafíssins. Mætti til þeirra ferða nota veiðiskip, er jafnframt notuðu ferðina til veiðiskapar. Líklega væri þó enn betra að nota flugvjelar til þeirra ferðalaga.

Jeg er að vona, að eftir stríðið fáum vjer flugvjelar, bæði til póstflutninga og strandvarna, og þá gæti strandvarnaflugvjelarnar einnig haft það starf með höndum, að athuga hafísrekið.

Hafísinn er sá vágestur fyrir landið, að það er tilvinnandi að kosta árlega allmiklu fje til að fyrirbyggja, að hann komi að mönnum óvörum.

Mynd:
  • Þorkell Þorkelsson: Ljósrit af mynd í bókinni „Saga Veðurstofu Íslands“ eftir Hilmar Garðarson sagnfræðing, Mál og mynd (1999), bls. 33. Ljósmynd: E. H. Arnórsson. Eigandi frummyndar: Ingibjörg Þorkelsdóttir.
  • Úr ískönnunarflugi: Matthew J. Roberts, Veðurstofu íslands.
...