Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1095 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var vont veður og kalt allt árið 1918?

Upprunalega spurningin var: Hvernig var veðrið allt árið 1918, ekki bara frostaveturinn? Þegar ársins 1918 er minnst í Íslandssögunni þá eru nokkrir atburðir sem iðulega eru nefndir og þá helst að landið varð fullvalda, Katla gaus og spánska veikin herjaði á landsmenn. En ársins er líka minnst fyrir veðurfa...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig byrjaði galdrafárið á Íslandi og hvert var hlutverk almennings?

Hugtakið „galdrafár“ hlýtur að taka mið af ofsóknum í garð meintra galdranorna og galdrakarla, fremur en athöfnum þeirra sem slíkra. Slíkar ofsóknir urðu hvað ákafastar í flestum löndum Vestur-Evrópu á síðustu árum 16. aldar og fram eftir 17. öld, þannig að tugir þúsunda voru teknar af lífi, einkum konur. Á Ísland...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru fríhafnir til?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...

category-iconTrúarbrögð

Hvort tala fræðimenn um siðbreytingu eða siðaskipti? Af hverju?

Orðnotkun í íslensku hefur verið nokkuð breytileg gegnum tíðina þegar rætt og ritað hefur verið um upptök, útbreiðslu og áhrif lútherskunnar á 16. öld. Fram undir þetta hafa fræðimenn almennt notað eitt heiti yfir alla þætti þessarar þróunar. Það hefur svo verið breytilegt hvort rætt hefur verið um siðbót, siðaski...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er stéttaskipting á Íslandi?

Upphaflegu spurningarnar hljóðuðu svona: Eru til upplýsingar eða rannsóknir um stéttaskiptingu á Íslandi? Er ríkjandi stéttaskipting/lagskipting á Íslandi? Stéttagreining er fræðilegt sjónarhorn sem byggir á rannsóknum á birtingarmyndum stéttaskiptingar. Rannsóknir sýna að stéttaskipting mótar tilveru og afdr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig mun veiran sem veldur COVID-19 þróast?

Veirur eru breytilegar. Munur er á gerðum, að hluta til vegna erfða, og þær fjölga sér misjafnlega hratt. Af því leiðir að veirur munu þróast vegna náttúrulegs vals. Ef samkeppni er milli veiruagna, sem hlýtur óhjákvæmilega að vera því fjölgunargetan er gríðarlega mikil, þá munu þær aðlagast og öðlast eiginleika s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?

Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...

category-iconHugvísindi

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp kjarnorkusprengjuna?

Þegar menn uppgötvuðu rafeindina og atómkjarnann kringum aldamótin 1900 varð ljóst að atómið var ekki smæsta eining efnis eins og áður hafði verið talið, heldur væri það í raun kljúfanlegt. Í takmörkuðu afstæðiskenningunni (e. theory of special relativity) sem Einstein setti fram árið 1905, fólst meðal annars að ú...

category-iconHugvísindi

Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?

Napóleon Bónaparte var keisari Frakklands milli 1804 og 1815. Þá tign hlaut hann ekki vegna þess að hann væri konungborinn heldur fyrir hæfileika sína á sviði hernaðar. Napóleon er af mörgum talinn einn besti hershöfðingi sem fram hefur komið á sjónarsvið mannkynssögunnar. Metnaður hans var takmarkalaus og varð þa...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?

Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?

Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Þorbjörn Sigurgeirsson og fyrir hvað er hann þekktastur?

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1917. Hann lést í Reykjavík af völdum hjartabilunar hinn 24. mars 1988. Þorbjörn gekk í farskóla eins og þá var títt í sveitum en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann lauk þaðan stúdentsprófi árið 1937 með frá...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um plastmengun á landi?

Plastmengun í hafinu hefur mikið verið rannsökuð síðustu ár en menn vita miklu minna um plastmengun á landi. Þannig liggja hvorki fyrir tölur um líklegt magn af plasti sem velkist um lönd heimsins né um skaðsemi þessarar mengunar til skamms og langs tíma litið. Málið er þó alla vega komið á dagskrá og vel hægt að ...

Fleiri niðurstöður