Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2774 svör fundust
Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?
Þetta er ágætis spurning og væntanlega finnst spyrjendum að orðin tvö sem þeir leggja til nái betur utan um fyrirbærin sem þau eiga að lýsa. Að sólarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að ganga umhverfis sólina og jarðarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn, s...
Hver eru fylgitungl Neptúnusar?
Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl. ...
Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?
Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...
Af hverju er seinna flóðið stærra en það fyrra á sólarhringnum á sumrin, en öfugt á veturna?
Þetta stafar í rauninni af möndulhalla jarðar. Á sumrin hallast norðurendi jarðmöndulsins í átt að sól en bæði sól og tungl eru í jarðbrautarsléttunni. Önnur sjávarfallabungan er þá á norðurhveli og hin á suðurhveli og sú fyrrnefnda veldur talsvert meira flóði hér en hin síðarnefnda. Myndin er stílfærð en sýn...
Hvernig verða demantar til í náttúrunni?
Demantar eru hreint kolefni rétt eins og grafít þó þessi tvö efni séu mjög ólík bæði í útliti og eiginleikum. Demantar hafa myndast í möttli jarðar á 120-200 km dýpi. Á þessu dýpi getur efni sem inniheldur kolefni verið bráðið en við afar sérstakar aðstæður, mjög mikinn þrýsting eða 45-60 kílóbör og hita á bilinu...
Af hverju vaxa tré endalaust?
Það er rétt hjá spyrjanda að tré geta lifað afar lengi og vaxið allan sinn líftíma. Elstu núlifandi tré sem vitað er um eru broddfurur (Pinus longaeva) sem vaxa í Hvítufjöllum í eystri hluta Kaliforníu í Bandaríkjunum. Elsta broddfuran sem fundist hefur var um það bil 4900 ára gömul. Þrátt fyrir afar háan aldur...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?
Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vestnorðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Alma...
Hvað eru gammablossar og hvernig myndast þeir?
Gammablossar nefnast hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp í allmargar mínútur. Nú er almennt talið að flestir gammablossar verði þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Ti...
Gætu víkingar hafa notað silfurberg sem siglingatæki á sjóferðum?
Upprunalega spurningin var: Eru til heimildir um að sjófarendur á öldum áður (víkingar) hafi notað silfurberg sem leiðsögutæki á sjó? Á síðustu áratugum hefur þeirri hugmynd skotið upp kollinum að svonefndur „sólarsteinn,“ sem getið er um í fornum heimildum (Ólafs sögu helga og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar...
Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn?
Stærsta tala sem gefið hefur verið nafn kallast googolplex og er 10(10100). Árið 1938 ákvað bandaríski stærðfræðingurinn Edward Kasner (1878–1955) að reyna að finna gott nafn fyrir 1 með hundrað núllum fyrir aftan. Hann vildi sérstaklega að nafnið vekti athygli og áhuga barna og leitaði því aðstoðar frænda sinn...
Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?
Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...
Af hverju fóru menn að blanda saman malti og appelsíni og hvenær tóku menn upp á þeim sið?
Upphafið var sennilega um 1940, en þá tók fólk upp á því að blanda malt með gosdrykkjum til að drýgja það, því að maltið var mjög dýr drykkur. Egils appelsín var ekki til á þessum tíma, að minnsta kosti ekki í núverandi mynd, en ýmsir aðrir drykkir voru notaðir. Þetta virðist hafa verið nokkuð algengt. Þegar Eg...
Hvað geta útselir orðið stórir hér við land?
Útselur (Halichoerus grypus) er önnur tveggja selategunda sem kæpa hér við land, hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Stærstu útselsbrimlarnir geta orðið allt að 3 m á lengd og vegið yfir 300 kg og eru því mun stærri en landselir sem verða vart meira en rúmlega 150 kg. Hér við land eru þekkt tilvik þar sem ...
Af hverju hlær maður þegar einhver kitlar mann?
Margir telja að viðbrögð fólks við kitli, svo sem að kippast til og frá, séu nokkurs konar varnarviðbrögð, svipað og þegar kýr og fleiri dýr kippast við til að verjast ásókn flugna og annarra kvikinda. Þetta skýrir samt ekki af hverju fólk hlær þegar það er kitlað. Samkvæmt sumum vísindamönnum hlæjum við þegar...
Hvað getir þið sagt mér um nykur?
Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og...