Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Þetta er ágætis spurning og væntanlega finnst spyrjendum að orðin tvö sem þeir leggja til nái betur utan um fyrirbærin sem þau eiga að lýsa. Að sólarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að ganga umhverfis sólina og jarðarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn, séu „réttari“ en þau sem við erum vön að nota. Réttari í þeim skilningi að þau taka mið af nútíma þekkingu, sólmiðjukenningunni en ekki jarðmiðjukenningunni.

Í stuttu máli er svarið við spurningunni þetta: Árið heitir ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur vegna þess að það er löng hefð fyrir því að nota orðið ár um tímann sem það tekur jörðina að ganga um sólu og orðið sólarhring um snúningstíma jarðar um möndul sinn miðað við sólu. Það er einfaldlega best að halda því áfram.

Merking orða er samkomulagsatriði en byggist ekki aðeins á því að eitthvað hugtak sé réttara eða röklegra en annað. Ef reynt væri að taka upp orðin sem spyrjendur leggja til mundi það vafalaust valda ruglingi. Sumir væru líklega til í að samþykkja breytinguna en aðrir ekki. Þar með færi merking hugtakanna á flot og tilraunin til breytingar hefði í för með sér óþarfa vanda í samskiptum fólks.

Snúningstími jarðar um möndul sinn miðað við sólu kallast sólarhringur. Enn fremur gengur jörðin um sólu á einu ári. Myndin sýnir hvernig ljós frá stjörnum myndar hringi á himinhvelfingunni vegna snúnings jarðar. Myndin er tekin þannig að ljósop myndavélarinnar er látið vera opið í tiltekinn tíma og allar stjörnurnar færast þannig um sama horn miðað við himinpólinn.

Vert er að hafa í huga að tungumálið og orðin sem við notum eru ekki alltaf rökleg í ströngum skilningi þess orðs. Við notum til dæmis fjölmargar myndhverfingar í tungumálinu sem ekki eru bókstaflega „réttar“. Við tölum til dæmis um fætur á stólum, öxl á fjalli, auga fellibyls, menn kasta vatni þegar þeir pissa, gera stórt eða tefla við páfann þegar þeir kúka, og reikistjörnur ganga umhverfis sólu, og þannig mætti lengi telja. Orðanotkun af þessu tagi veldur engum vandræðum og langflestir skilja vel við hvað er átt.

Að sama skapi ruglar það engan að nota orðið sólarhringur yfir tímann sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn. Við snúninginn finnst okkur eins og sólin fari hring umhverfis jörðina - en við vitum að svo er ekki í raun og veru. Það ruglar þó engan í ríminu.

Svo má líka nefna að of mikil nákvæmni í hugtakanotkun er ekki endilega alltaf til bóta. Jörðin fer til að mynda ekki bókstaflega hring umhverfis sólina, heldur er braut hennar sporbaugur sem er mjög nálægt hringlögun. Nánar tiltekið er hringvik sporbaugs jarðar 0,0017.[1]

Ættum við þá frekar að kalla árið sólarsporbaug heldur en sólarhring? Eða væri enn betra að vísa til ársins með orðunum sólarsporbaugur með hringvikið 0,017? Of mikil nákvæmni getur - með sama hætti og óskýr hugtakanotkun - þannig vel orðið mönnum fjötur um fót.

Tilvísun:
  1. ^ Hringvik jarðbrautarinnar veldur því að sólarhringarnir eru ekki allir nákvæmlega jafnlangir. Jörðin fer hraðar þegar hún er nær sólu og hornhraði hennar í brautinni verður enn meiri. Þetta veldur því að hádegi er ekki á nákvæmlega sama tíma allt árið. Um þetta má meðal annars lesa í svari við spurningunni Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur?.

Mynd:

Höfundur þakkar Þorsteini Vilhjálmssyni, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, fyrir yfirlestur og gagnlegar viðbætur við svarið.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.11.2024

Spyrjandi

6.ÁR - Varmárskóla

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2024, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87119.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2024, 13. nóvember). Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87119

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2024. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87119>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?
Þetta er ágætis spurning og væntanlega finnst spyrjendum að orðin tvö sem þeir leggja til nái betur utan um fyrirbærin sem þau eiga að lýsa. Að sólarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að ganga umhverfis sólina og jarðarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn, séu „réttari“ en þau sem við erum vön að nota. Réttari í þeim skilningi að þau taka mið af nútíma þekkingu, sólmiðjukenningunni en ekki jarðmiðjukenningunni.

Í stuttu máli er svarið við spurningunni þetta: Árið heitir ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur vegna þess að það er löng hefð fyrir því að nota orðið ár um tímann sem það tekur jörðina að ganga um sólu og orðið sólarhring um snúningstíma jarðar um möndul sinn miðað við sólu. Það er einfaldlega best að halda því áfram.

Merking orða er samkomulagsatriði en byggist ekki aðeins á því að eitthvað hugtak sé réttara eða röklegra en annað. Ef reynt væri að taka upp orðin sem spyrjendur leggja til mundi það vafalaust valda ruglingi. Sumir væru líklega til í að samþykkja breytinguna en aðrir ekki. Þar með færi merking hugtakanna á flot og tilraunin til breytingar hefði í för með sér óþarfa vanda í samskiptum fólks.

Snúningstími jarðar um möndul sinn miðað við sólu kallast sólarhringur. Enn fremur gengur jörðin um sólu á einu ári. Myndin sýnir hvernig ljós frá stjörnum myndar hringi á himinhvelfingunni vegna snúnings jarðar. Myndin er tekin þannig að ljósop myndavélarinnar er látið vera opið í tiltekinn tíma og allar stjörnurnar færast þannig um sama horn miðað við himinpólinn.

Vert er að hafa í huga að tungumálið og orðin sem við notum eru ekki alltaf rökleg í ströngum skilningi þess orðs. Við notum til dæmis fjölmargar myndhverfingar í tungumálinu sem ekki eru bókstaflega „réttar“. Við tölum til dæmis um fætur á stólum, öxl á fjalli, auga fellibyls, menn kasta vatni þegar þeir pissa, gera stórt eða tefla við páfann þegar þeir kúka, og reikistjörnur ganga umhverfis sólu, og þannig mætti lengi telja. Orðanotkun af þessu tagi veldur engum vandræðum og langflestir skilja vel við hvað er átt.

Að sama skapi ruglar það engan að nota orðið sólarhringur yfir tímann sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn. Við snúninginn finnst okkur eins og sólin fari hring umhverfis jörðina - en við vitum að svo er ekki í raun og veru. Það ruglar þó engan í ríminu.

Svo má líka nefna að of mikil nákvæmni í hugtakanotkun er ekki endilega alltaf til bóta. Jörðin fer til að mynda ekki bókstaflega hring umhverfis sólina, heldur er braut hennar sporbaugur sem er mjög nálægt hringlögun. Nánar tiltekið er hringvik sporbaugs jarðar 0,0017.[1]

Ættum við þá frekar að kalla árið sólarsporbaug heldur en sólarhring? Eða væri enn betra að vísa til ársins með orðunum sólarsporbaugur með hringvikið 0,017? Of mikil nákvæmni getur - með sama hætti og óskýr hugtakanotkun - þannig vel orðið mönnum fjötur um fót.

Tilvísun:
  1. ^ Hringvik jarðbrautarinnar veldur því að sólarhringarnir eru ekki allir nákvæmlega jafnlangir. Jörðin fer hraðar þegar hún er nær sólu og hornhraði hennar í brautinni verður enn meiri. Þetta veldur því að hádegi er ekki á nákvæmlega sama tíma allt árið. Um þetta má meðal annars lesa í svari við spurningunni Af hverju færist sólarupprás ekki fram um jafn margar mínútur og sólarlagið færist aftur?.

Mynd:

Höfundur þakkar Þorsteini Vilhjálmssyni, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, fyrir yfirlestur og gagnlegar viðbætur við svarið....