Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1411 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?

Við hönnun og lagningu á íslenskum háspennulínum er þess gætt að þær liggi ekki of nálægt öðrum mannvirkjum. Almennt gildir að fjarlægð á milli íbúðarhúss og háspennulínu skuli vera að minnsta kosti 10 metrar og meiri ef línan stendur hærra en mannvirkið. Upplýsingar um leyfilegar fjarlægðir má meðal annars finna ...

category-iconFornleifafræði

Hvað er það merkilegasta sem fornleifafræðingar hafa fundið?

Fornleifafræðingar myndu flestir segja að allar fornleifar séu merkilegar og að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra – hver einasti gripur og bygging séu mikilvæg til að hjálpa okkur að skilja fortíðina. Það er rétt svo langt sem það nær en hinsvegar hafa fornleifar oft meira gildi en bara sem einingar í rökræð...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki?

Margskonar vélmenni hafa verið þróuð til að sinna hlutverkum eins og að sjá um eldra fólk, aðstoða verkamenn við byggingarvinnu eða sækja djús í ísskápinn — en þau búa þó flest enn á rannsóknarstofum. „Svarið er því að vélmenni sem hjálpa fólki eru nú þegar til, en þau hafa fæst verið tekin í almenna notkun. Un...

category-iconFélagsvísindi

Þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss?

Í hugum margra er skattkerfið einhverskonar völundarhús sem maður villist alltaf í og enginn getur komið vel út úr. Þetta er að sjálfsögðu ákveðinn misskilningur. Um skattalög og reglur er mjög formfastur rammi og er til dæmis fjallað um lögin og skilyrði þeirra í tveimur stjórnarskrárákvæðum (40. gr. og 77. gr.)....

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?

Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er rauðkornadreyri (polycythemia)?

Polycythemia er sjúklegt ástand sem hefur verið kallað rauðkornadreyri á íslensku. Eins og íslenska heitið gefur til kynna er um afbrigðileika í rauðkornum að ræða. Í flestum tilfellum er um að ræða óeðlilega fjölgun á rauðkornum og rauðkornmæðrum (frumur í blóðmerg sem þroskast í rauðkorn), en stundum getur það þ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða kvarðar eru helst notaðir til að mæla stærð jarðskjálfta?

Fljótlega eftir að skjálftamælingar hófust á virkum skjálftasvæðum, varð ljóst að jarðskjálftar voru mjög misstórir. Áhrif þeirra og tjón sem af þeim leiddi, var ekki sérlega góður mælikvarði á mikilvægi atburðanna í jarðfræðilegum skilningi. Þörf var á að finna kvarða sem gerði kleift að bera saman stærðir skjálf...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?

Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...

category-iconHugvísindi

Hver er saga krossgátunnar?

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á ríkisreknum fjölmiðli og einkareknum?

Helstu fjölmiðlar nútímans eru dagblöð, hljóðvarp, sjónvarp og veffréttamiðlar. Í okkar heimshluta tíðkast hvorki ríkisrekstur á dagblöðum né veffréttamiðlum (nema sem viðhengi við hefðbundinn útvarpsrekstur). Hér verður því samanburður á ríkisreknum og einkareknum miðlum einskorðaður við hljóðvarp og sjónvarp, se...

category-iconStjórnmálafræði

Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?

Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...

category-iconStærðfræði

Hver er uppruni og saga hnitakerfisins?

Fræðimenn fornaldar höfðu mikinn áhuga á stjörnufræði. Babýloníumenn voru fyrstir til að þróa hnitakerfi til að lýsa staðsetningu á himinhvelinu. Stjörnufræðingurinn Ptólemaíos (um 100–178) notaði þetta hnitakerfi á 2. öld e. Kr. í bók sinni Almagest sem var meginrit um stjörnufræði um margar aldir. René Des...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?

Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?

Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...

Fleiri niðurstöður