Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4625 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða bókmenntaþýðingar eru til eftir Sveinbjörn Egilsson?

Sveinbjörn Egilsson er hvað frægastur fyrir þýðingar sínar á Ilíonskviðu og Odysseifskviðu Hómers – hina fyrrnefndu þýddi hann bæði í bundnu og óbundnu máli – en þetta var engan veginn eina framlag hans til íslenskra þýðinga á forngrískum verkum. Hann þýddi einnig: Nokkur lýrísk kvæði eftir Saffó, Anakreon, Þe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru gellur og af hverju notum við þetta heiti yfir fiskmeti?

Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók[1] hefur orðið gella tvær merkingar, annars vegar kynþokkafull ung kona og hins vegar vöðvi í fiskhaus, notaður til matar. Guðrún Kvaran hefur fjallað um fyrrnefndu gelluna í svari við spurningunni Hvað er átt við þegar sagt er um stelpur að þær séu algjörar gellur? Í þessu sva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?

Frumtalan sex er notuð í einhverri mynd í öllum germönskum málum en einnig í öðrum málum innan indóevrópsku málaættarinnar. Í germönsku er grunnmyndin talin hafa verið *sehs. Hún hefur meðal annars stuðning í gotnesku myndinni saihs 'sex' (ai=e). Raðtalan var í fornu íslensku máli sétti og samsvarar til dæmis f...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju eru neglurnar?

Neglur eru gerðar úr dauðum frumum rétt eins og hárið á okkur. Í nöglunum eru dauðar hyrnisfrumur húðþekkjunnar þéttpakkaðar, en hyrni er prótín sem er meginuppistaðan í hári, fjöðrum fugla, hornum dýra og klóm. Neglurnar á okkur gegna sama hlutverki og klær á öðrum dýrum, við getum til dæmis klórað okkur með þ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað kemur á eftir yotta í alþjóðlega einingakerfinu?

Yotta er síðasta forskeytið í alþjóðlega einingakerfinu og ekkert kemur þess vegna á eftir því. Yotta er dregið af gríska orðinu októ sem táknar átta, samanber mánuðinn október sem var einu sinni áttundi mánuður ársins eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á j...

category-iconLangholtsskóli

Af hverju er ekki hægt að segja hvort setningin "Ég er að ljúga" sé sönn eða ósönn?

Ef þú værir að ljúga þá væri það sem setningin segir satt og þú værir að segja satt. Ef þú værir að segja satt þá ætti setningin "Ég er að ljúga" að vera sönn en samkvæmt henni værir þú að ljúga. Setningin getur því hvorki verið sönn né ósönn. Þetta er einn angi af svokallaðri lygaraþverstæðu sem hefur verið þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stórar geta þúsundfætlur orðið?

Þúsundfætlur (Diplopoda) eru liðdýr líkt og skordýr (Insecta). Þær eru að jafnaði stórvaxnar ef miðað er við stærð annarra liðdýra. Afríska risafætlan (Archispirostreptus gigas). Sérstaklega eru þekktar stórvaxnar tegundir í hitabeltinu. Ein sú stærsta er Archispirostreptus gigas eða afríska risafætlan. Þet...

category-iconHugvísindi

Hvers konar úln er í úlnliði?

Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln. Ásgeir Blönda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna góla úlfar upp í tunglið?

Úlfar eru félagsverur og lifa venjulega í hópum. Kjarni hópsins er yfirleitt eitt par og afkvæmi þess. Afkvæmin staldra misjafnlega lengi við hjá foreldrum sínum. Sum fara að heiman á fyrsta vetri, önnur á öðrum vetri eða seinna, en úlfar verða kynþroska á öðrum vetri. Því eru yfirleitt nokkur fullvaxin afkvæmi m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar kandelur í einu vatti ljósmagns?

Kandela og vatt eru í rauninni ekki sambærilegar einingar. Kandela er eining um ljósstyrk frá ljósgjafa og lýsir því hversu mikið ljós hann gefur frá sér. Ljósstyrknum er að vísu hægt að lýsa með tölu í vöttum um afköst eða orku á tímaeiningu en þá er aðeins átt við ljósorku. Ljósgjafinn gefur hins vegar alltaf fr...

category-iconSálfræði

Af hverju stríða strákar stelpum?

Tilgangur stríðni í mannlegum samskiptum er margþættur og þar er ekki allt sem sýnist. Sumir stríða sjálfum sér eða hópnum til skemmtunar, aðrir eru að reyna að brjóta samskiptamúrinn eða finna sér nýtt öryggi. Stríðni getur verið leið til að hefja sig í hópnum eða til að kynnast stelpunni af viðbrögðum hennar. St...

category-iconMannfræði

Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?

Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er ein...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru afbrotamenn settir í fangelsi?

Fangelsi er tiltölulega nýtt úrræði til lausnar á vanda vegna afbrota í samfélaginu. Franski þjóðfélagshugsuðurinn Michel Foucault hélt því fram að refsingar hafi áður fyrr beinst að líkamanum en síðan hafi sálin tekið við sem viðfang refsingarinnar. Þetta birtist okkur í margvíslegum líkamlegum refsingum fyrri tí...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru geðsjúkdómar ættgengir?

Hér er einnig svarað spurningu Rósu Kristjánsdóttur um sama efni. Lengi hefur verið talið að alvarlegir geðsjúkdómar eins og geðklofi (enska schizophrenia) og geðhvarfasýki (manic-depressive illness), væru að einhverju eða öllu leyti arfgengir. Flestir eru löngu orðnir sammála um að geðhvarfasýki sé að verulegu l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hvaða dýri er kötturinn kominn?

Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli. Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn v...

Fleiri niðurstöður