Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ragnhildur Helgadóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ragnhildur Helgadóttir er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hennar sérsvið eru þrjú: samanburðarstjórnskipunarréttur, réttarsaga og stjórnskipunarréttur - en aðalefni hans eru hlutverk og samspil æðstu handhafa ríkisvaldsins (til dæmis forseta og Alþingis) og mannréttindi. Þá hefur hún einnig unnið með stjórnsýslu- og almannatryggingarétt.

Nýjustu rannsóknir Ragnhildar fjalla um vernd mannlegrar reisnar, um trúfrelsi og um hlutverk og áhrif EES-samningsins í íslenskum rétti. Hún skrifar nú um þróun íslensks stjórnskipunarréttar, um fullveldið árið 1918 og um breytingar á íslenskri lögfræði síðastliðin 25 ár. Hún hefur skrifað og ritstýrt bókum um hlutverk dómstóla við að meta hvort lög samrýmist stjórnarskrá, um þingræði og áhrif þess á stjórnskipunina, og um almannatryggingar.

Ragnhildur Helgadóttir er sérfræðingur í stjórnskipunarrétti og fjalla nýjustu rannsóknir hennar um vernd mannlegrar reisnar, um trúfrelsi og um hlutverk og áhrif EES-samningsins í íslenskum rétti.

Meðal annarra nýlegra viðfangsefna Ragnhildar eru meðal annars greining á því hvernig íslenskur stjórnskipunarréttur hefur breyst án þess að texti stjórnarskrárinnar hafi gert það og um kosti þess og galla - og um varúðarreglur - þegar þeir sem vinna að gerð stjórnarskráa byggja á ákvæðum og fyrirbærum frá öðrum löndum.

Ragnhildur hefur ráðlagt Alþingi og ýmsum ráðuneytum um stjórnskipunarrétt, sömuleiðis stjórnlagaráði, katalónskum og skoskum stjórnvöldum og ýmsum félagasamtökum. Hún stjórnaði umræðuþáttum um lögfræði á Rás 1 ásamt Ævari Kjartanssyni á árinu 2017.

Ragnhildur er fædd 1972. Hún lauk embættisprófi í lögfræði (auk einnar annar í bókmenntafræði) frá Háskóla Íslands 1997, LL.M.-gráðu frá Háskólanum í Virginíu 1999 og doktorsprófi í lögum frá sama skóla 2004. Hún hefur starfað við Háskólann í Reykjavík frá 2002, en einnig verið í samninganefnd Íslands og ESB þar sem hún var formaður samningahóps um dóms- og innanríkismál. Hún er varadómari við Mannréttindadómstól Evrópu og hefur leitt ýmsar nefndir, nú síðast Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs.

Mynd:
  • Úr safni RH.

Útgáfudagur

3.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ragnhildur Helgadóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2018, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75070.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Ragnhildur Helgadóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75070

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ragnhildur Helgadóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2018. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75070>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ragnhildur Helgadóttir stundað?
Ragnhildur Helgadóttir er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hennar sérsvið eru þrjú: samanburðarstjórnskipunarréttur, réttarsaga og stjórnskipunarréttur - en aðalefni hans eru hlutverk og samspil æðstu handhafa ríkisvaldsins (til dæmis forseta og Alþingis) og mannréttindi. Þá hefur hún einnig unnið með stjórnsýslu- og almannatryggingarétt.

Nýjustu rannsóknir Ragnhildar fjalla um vernd mannlegrar reisnar, um trúfrelsi og um hlutverk og áhrif EES-samningsins í íslenskum rétti. Hún skrifar nú um þróun íslensks stjórnskipunarréttar, um fullveldið árið 1918 og um breytingar á íslenskri lögfræði síðastliðin 25 ár. Hún hefur skrifað og ritstýrt bókum um hlutverk dómstóla við að meta hvort lög samrýmist stjórnarskrá, um þingræði og áhrif þess á stjórnskipunina, og um almannatryggingar.

Ragnhildur Helgadóttir er sérfræðingur í stjórnskipunarrétti og fjalla nýjustu rannsóknir hennar um vernd mannlegrar reisnar, um trúfrelsi og um hlutverk og áhrif EES-samningsins í íslenskum rétti.

Meðal annarra nýlegra viðfangsefna Ragnhildar eru meðal annars greining á því hvernig íslenskur stjórnskipunarréttur hefur breyst án þess að texti stjórnarskrárinnar hafi gert það og um kosti þess og galla - og um varúðarreglur - þegar þeir sem vinna að gerð stjórnarskráa byggja á ákvæðum og fyrirbærum frá öðrum löndum.

Ragnhildur hefur ráðlagt Alþingi og ýmsum ráðuneytum um stjórnskipunarrétt, sömuleiðis stjórnlagaráði, katalónskum og skoskum stjórnvöldum og ýmsum félagasamtökum. Hún stjórnaði umræðuþáttum um lögfræði á Rás 1 ásamt Ævari Kjartanssyni á árinu 2017.

Ragnhildur er fædd 1972. Hún lauk embættisprófi í lögfræði (auk einnar annar í bókmenntafræði) frá Háskóla Íslands 1997, LL.M.-gráðu frá Háskólanum í Virginíu 1999 og doktorsprófi í lögum frá sama skóla 2004. Hún hefur starfað við Háskólann í Reykjavík frá 2002, en einnig verið í samninganefnd Íslands og ESB þar sem hún var formaður samningahóps um dóms- og innanríkismál. Hún er varadómari við Mannréttindadómstól Evrópu og hefur leitt ýmsar nefndir, nú síðast Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs.

Mynd:
  • Úr safni RH.

...