Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1957 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Cecilia Payne-Gaposchkin og hvernig sýndi hún fram á að sólin væri að mestu úr vetni?

Cecilia Helena Payne-Gaposchkin er eflaust frægust fyrir að hafa sýnt fram á að sólin væri að mestu leyti úr vetni. Áður fyrr höfðu vísindamenn talið að sólin og aðrir himinhnettir hefðu efnasamsetningu svipaða jörðinni en Payne-Gaposchkin sýndi fram á að svo var ekki í doktorsritgerð sem rússnesk-bandaríski stjar...

category-iconNæringarfræði

Hvort á að gefa börnum léttmjólk eða nýmjólk?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvort á að gefa börnum sem eru vaxa léttmjólk eða nýmjólk? Stutta og laggóða útgáfan: Samkvæmt íslenskum ráðleggingum ætti að gefa börnum frá tveggja ára aldri léttmjólk og/eða aðrar mjólkurvörur sem eru fituminni en nýmjólk. Áður en spurningunni er svarað í leng...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?

Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis? Í Alþingiskosningunum 2013 fékk sá flokkur sem fékk flest atkvæðin ekki umboðið til stjórnarmyndunar, en við fyrstu sýn þá hefði maður talið að það væri lýðræðislegasta leiðin að sá ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?

Í lok september 2015 staðfestu vísindamenn hjá NASA að fundist hefði rennandi vatn á Mars. Í raun er þetta ekki ný uppgötvun heldur frekar staðfesting á því sem vísindamenn menn töldu sig hafa greint á myndum fyrir nokkrum árum. Lengi hefur verið vitað að ís er að finna undir yfirborðinu á Mars, bæði á pólunum...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?

Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. ...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Daníel Þór Ólason rannsakað?

Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði. Undanfarinn 15 ár hefur hann leitt stórt rannsóknarverkefni á svi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?

Erna Magnúsdóttir er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir meðal annars fósturfræði og sameindaerfðafræði. Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni. Erfðamengi lífvera eins og músa og manna er eins...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blönd...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Geir Sigurðsson stundað?

Geir Sigurðsson er prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Áður en hann hóf störf við HÍ starfaði hann sem lektor við Félags- og lagadeild og síðar Kennaradeild Háskólans á Akureyri árin 2005-2007. Við HÍ hefur hann byggt upp BA-námsleið kínverskra fræða og kennir þar meðal annars námskeið um kínverska ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?

Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun?

Þráinsskjaldarhraun er mikið í fréttum þessa dagana vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, ásamt Fagradalsfjalli, Keili, Litla-Hrút, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og fleiri góðum örnefnum. Heitið virðist sett saman úr þremur hlutum: Þráinn, skjöldur og hraun. Það síðastnefnda er auðskiljanlegt. Skjöldur er svo þe...

category-iconHagfræði

Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í náttúruhamförum á Reykjanesi í nóvember 2023 eru gefnar yfirlýsingar um möguleg áhrif á stýrivexti, vexti, verðbólgu, skatta o.s.frv. vegna tjóna á innviðum í 3700 manna bæjarfélaginu Grindavík. 1973 er gaus á Heimaey eyðilögðust um 40% bygginga í 5000 manna bæjarfélagi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa sum karlljón engan makka?

Upprunalega spurningin var: Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo? Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. H...

Fleiri niðurstöður