Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvort á að gefa börnum léttmjólk eða nýmjólk?

Birna Þórisdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvort á að gefa börnum sem eru vaxa léttmjólk eða nýmjólk?

Stutta og laggóða útgáfan: Samkvæmt íslenskum ráðleggingum ætti að gefa börnum frá tveggja ára aldri léttmjólk og/eða aðrar mjólkurvörur sem eru fituminni en nýmjólk.

Áður en spurningunni er svarað í lengra máli er rétt að taka fram að svarið miðast að því að leiðbeina heilbrigðum börnum og foreldrum þeirra á heildargrundvelli. Við sérstakar aðstæður, svo sem heilbrigðisvanda sem tengist efnaskiptum eða vexti, gæti þurft að leita ráða hjá fagfólki, svo sem næringarfræðingi, lækni eða hjúkrunarfræðingi. Hafi fólk áhyggjur af því að barn þrífist illa er vert að skoða þætti eins og orku- og næringarþéttni matarins (þar með talið mjólkurvara) og fjölda máltíða.

Börn sem eru yngri en tveggja ára hafa aðrar næringarþarfir en þeir sem eldri eru. Fram að sex mánaða aldri er mælt með því að börn fái eingöngu brjóstamjólk. Ef ungbarn er ekki lagt á brjóst eða ef brjóstamjólkin er ekki nægileg ein og sér fyrstu sex mánuðina er mælt með því að barn fái sérstaka ungbarnablöndu, sem gerð er úr ungbarnaþurrmjólk og soðnu vatni. Á aldrinum sex mánaða til tveggja ára er talið æskilegt að halda áfram brjóstagjöf eða gefa barni stoðmjólk til drykkjar í stað kúamjólkur. Stoðmjólkin er líkari brjóstamjólk að samsetningu en léttmjólk og nýmjólk og hæfir því barninu betur.

Ráðlagt er að börn eldri en tveggja ára drekki léttmjólk fremur en nýmjólk.

Börn eldri en tveggja ára ættu að fylgja almennum ráðleggingum um mataræði og næringarefni sem eiga við fyrir börn og fullorðna. Frá tveggja ára aldri er ráðlagt að velja oftar fituminni mjólkurvörur (til dæmis léttmjólk) og halda neyslu feitra mjólkurvara (þar með talið nýmjólkur) í hófi. Ýmsar mjólkurvörur, til dæmis margir ostar, nýmjólk, rjómi og afurðir sem gerðar eru úr þessum vörum, innihalda hlutfallslega mikið af mettaðri fitu, en mikil neysla hennar hefur verið tengd hækkuðu kólesteróli í blóði sem aftur tengist aukinni hættu á kransæðasjúkdómum síðar meir.

Hæfilegt er að fá sér tvö glös, diska eða dósir af mjólk eða mjólkurmat á dag, eða sem samsvarar um 500 ml að hámarki. Hæfileg neysla mjólkurvara er talin hafa jákvæð áhrif á heilsufar, þar á meðal á blóðfitur, blóðþrýsting og þróun sykursýki af gerð 2. Óhófleg mjólkurneysla á hinn bóginn (yfir 500 ml á dag) stuðlar að mikilli prótínneyslu sem rannsóknir benda til að geti hraðað vexti barna umfram það sem æskilegt er.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Birna Þórisdóttir

sérfræðingur á Heilbrigðisvísindastofnun

Útgáfudagur

5.9.2014

Spyrjandi

Ingibjörg Ásta Björnsdóttir

Tilvísun

Birna Þórisdóttir. „Hvort á að gefa börnum léttmjólk eða nýmjólk?“ Vísindavefurinn, 5. september 2014. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25039.

Birna Þórisdóttir. (2014, 5. september). Hvort á að gefa börnum léttmjólk eða nýmjólk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25039

Birna Þórisdóttir. „Hvort á að gefa börnum léttmjólk eða nýmjólk?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2014. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25039>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort á að gefa börnum léttmjólk eða nýmjólk?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvort á að gefa börnum sem eru vaxa léttmjólk eða nýmjólk?

Stutta og laggóða útgáfan: Samkvæmt íslenskum ráðleggingum ætti að gefa börnum frá tveggja ára aldri léttmjólk og/eða aðrar mjólkurvörur sem eru fituminni en nýmjólk.

Áður en spurningunni er svarað í lengra máli er rétt að taka fram að svarið miðast að því að leiðbeina heilbrigðum börnum og foreldrum þeirra á heildargrundvelli. Við sérstakar aðstæður, svo sem heilbrigðisvanda sem tengist efnaskiptum eða vexti, gæti þurft að leita ráða hjá fagfólki, svo sem næringarfræðingi, lækni eða hjúkrunarfræðingi. Hafi fólk áhyggjur af því að barn þrífist illa er vert að skoða þætti eins og orku- og næringarþéttni matarins (þar með talið mjólkurvara) og fjölda máltíða.

Börn sem eru yngri en tveggja ára hafa aðrar næringarþarfir en þeir sem eldri eru. Fram að sex mánaða aldri er mælt með því að börn fái eingöngu brjóstamjólk. Ef ungbarn er ekki lagt á brjóst eða ef brjóstamjólkin er ekki nægileg ein og sér fyrstu sex mánuðina er mælt með því að barn fái sérstaka ungbarnablöndu, sem gerð er úr ungbarnaþurrmjólk og soðnu vatni. Á aldrinum sex mánaða til tveggja ára er talið æskilegt að halda áfram brjóstagjöf eða gefa barni stoðmjólk til drykkjar í stað kúamjólkur. Stoðmjólkin er líkari brjóstamjólk að samsetningu en léttmjólk og nýmjólk og hæfir því barninu betur.

Ráðlagt er að börn eldri en tveggja ára drekki léttmjólk fremur en nýmjólk.

Börn eldri en tveggja ára ættu að fylgja almennum ráðleggingum um mataræði og næringarefni sem eiga við fyrir börn og fullorðna. Frá tveggja ára aldri er ráðlagt að velja oftar fituminni mjólkurvörur (til dæmis léttmjólk) og halda neyslu feitra mjólkurvara (þar með talið nýmjólkur) í hófi. Ýmsar mjólkurvörur, til dæmis margir ostar, nýmjólk, rjómi og afurðir sem gerðar eru úr þessum vörum, innihalda hlutfallslega mikið af mettaðri fitu, en mikil neysla hennar hefur verið tengd hækkuðu kólesteróli í blóði sem aftur tengist aukinni hættu á kransæðasjúkdómum síðar meir.

Hæfilegt er að fá sér tvö glös, diska eða dósir af mjólk eða mjólkurmat á dag, eða sem samsvarar um 500 ml að hámarki. Hæfileg neysla mjólkurvara er talin hafa jákvæð áhrif á heilsufar, þar á meðal á blóðfitur, blóðþrýsting og þróun sykursýki af gerð 2. Óhófleg mjólkurneysla á hinn bóginn (yfir 500 ml á dag) stuðlar að mikilli prótínneyslu sem rannsóknir benda til að geti hraðað vexti barna umfram það sem æskilegt er.

Heimildir og mynd:

...