Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3980 svör fundust

category-iconHeimspeki

Geta skráðar siðareglur skapað traust?

Spurningar um traust koma reglulega upp þegar málefni samfélagsins eru rædd. Nýlega hafa til dæmis birst kannanir sem varpa ljósi á þverrandi traust til mikilvægra stofnana í samfélaginu, ásakanir um afglapahátt í viðskiptalífinu hafa dregið hugtakið fram og stjórnmálamenn hafa verið ásakaðir um að bregðast traust...

category-iconHagfræði

Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hagfræði vísindi? Í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins voru íslenskir og erlendir fræðimenn spurðir álits um áhrif efnahagsaðgerða. Iðulega fengust þversæð svör, jafnvel um einfalda spurningu eins og t.d. áhrif vaxtahækkana Seðlabankans. Ef fræðimenn geta ekki orðið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um lúðu?

Lúða (Hippoglossus hippoglossus) er stærsti flatfiskur sem finnst hér við land og raunar stærsti beinfiskur sem lifir innan íslensku lögsögunnar. Stærsta lúða sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 3,65 metra löng og vó hvorki meira né minna en 266 kg. Þessi fiskur veiddist við norðanvert landið sumarið 1...

category-iconHeimspeki

Geta veirur verið óvinir manna?

Öll spurningin var: Hvað hefur heimspekin að segja um hugtakið óvinur? Geta veirur verið óvinir manna? Innan heimspeki er að finna aldalanga hefð fyrir umfjöllun um vináttu, til að mynda hafa meira en tveggja árþúsunda gamlar hugmyndir Aristótelesar (384–322 f.Kr.) um vináttu orðið mörgum að viðfangsefni. M...

category-iconLæknisfræði

Er áfengi krabbameinsvaldandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já, áfengi hefur þekkt krabbameinsvaldandi áhrif hjá mönnum.“ Áfengi inniheldur etanól sem veldur tímabundinni vímu og er þar af leiðandi vinsælt til neyslu meðal þeirra sem sækjast eftir vímuáhrifum. Eftir að hafa drukkið áfengi fær etanól greiða leið inn í ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig útskýri ég tíðniróf og tíðni á mannamáli?

Tíðni (frequency) segir til um hversu oft eitthvað gerist á tilteknu tímabili. Ef við gerum til dæmis ráð fyrir að 50 bílar keyri yfir viss gatnamót á mínútu þá er tíðni atburðarins "bíll keyrir yfir gatnamótin" f = 50/mín eða 50 (bílar) á mínútu. Bylgjur hafa tíðni sem táknar fjölda bylgjutoppa á tímaeiningu. Alg...

category-iconHeimspeki

Hafa menn samvisku?

Oftast er orðið samviska notað um tilhneigingu til geðshræringa af vissu tagi sem menn finna fyrir ef þeir brjóta af sér eða gjöra eitthvað sem talið er ámælisvert. Þessar geðshræringar fela jafnan í sér sjálfsásökun vegna einhvers athæfis og í flestum tilvikum líka eftirsjá eða ósk um að hafa látið það ógert....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til tígrisdýr sem eru minni en ljón?

Minnstu tígrisdýrin (Panthera tigris) tilheyra deilitegundum sem lifa á eyjum Indónesíu. Af þessum deilitegundum er Súmötru-tígurinn sú eina sem er enn við lýði. Um 1970 dó Jövu-tígrisdýrið (Panthera tigris sondaica) út og Balí-tígrisdýrið (Panthera tigris balica) varð útdautt árið 1937. Súmötru-tígrisdýrið ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?

Í þessari spurningu felast nokkrar aðrar, til dæmis þessar: ef geimurinn endar, hvað er þá þar fyrir utan og ef geimurinn er endalaus merkir það þá að hann hafi átt sér upphaf og hvað gerðist þá fyrir upphaf alheimsins? Í svari við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er varptími spóans?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvenær er varptími spóa? Er hann friðaður? Spói er algengur fugl í margvíslegu búsvæði hérlendis svo sem í mýrlendi, en einnig í grónum móum og holtum allt upp í 200 metra hæð. Þó svo að stofnstærðin hafi verið metin rúmlega 200 þúsund varppör þá er hann alfriðaður hér á landi. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hæsta tala í heimi?

Ekki er hægt að benda á neina eina sérstaka tölu og segja að hún sé hæsta tala í heimi. Það er alveg sama hvaða tölu maður nefnir, það væri alltaf hægt að bæta annarri tölu við hana og fá út enn hærri tölu en maður byrjaði með. Um svipað efni er hægt að lesa í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum: Hver er hæ...

category-iconSálfræði

Er einhver ástæða fyrir því að menn grípa um höfuðið þegar þeir lenda í vandræðum?

Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað neitt sérstaklega. Þó er nokkuð líklegt að þetta séu varnarviðbrögð. Þegar hætta steðjar að getur gefist vel að skýla höfðinu, til dæmis með því að bera hendurnar fyrir sig, enda er höfuðið mikilvægur líkamspartur sem ekki má verða fyrir miklu hnjaski. Ekki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?

Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær maður blóðnasir?

Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Ein er sú að blóðþrýstingur sé hár og valdi því að æðarnar í nefinu rofna. Þetta getur gerst tímabundið hjá heilbrigðu fólki, til dæmis vegna áreynslu, en einnig gerist það hjá fólki sem þjáist af of háum blóðþrýstingi sem er býsna algengt nú á dögum. Blóðþynning, t.d. vegn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu?

Í Gylfaginningu segir: Körmt og Örmt og Kerlaugar tvær, þær skal Þór vaða dag hvern er hann dæma fer að aski Yggdrasils, því að Ásbrú brenn öll loga, heilug vötn hlóa. Helst er giskað á að hlóa þýði að eitthvað sjóði eða sé heitt en ‛vötn hlóa’ kemur fyrir ...

Fleiri niðurstöður