Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Í frægum bókum eða bókaseríum hvað er hátt hlutfallið á því að höfundarnir drepi aðalpersónurnar?Svarið sem hér birtist er ekki vísindaleg könnun á því hvort algengt sé að aðalhetjur í bókaseríum séu drepnar heldur eru þetta fremur vangaveltur um efnið. Þegar höfundur lýkur ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?

Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?

Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?

Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...

category-iconHeimspeki

Er hægt að sakfella manneskju fyrir manndráp ef hún smitar einhvern af COVID-19 sem síðan deyr?

Upprunalega spurningin var: Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp? Hér má sjá svar Baldurs S. Blöndal við þessari spurningu frá lagalegu sjónarhorni: Gæti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað eru ástarbréf og er fólk hætt að senda þau?

Ástarbréf eru tjáning tilfinninga og sérstök bókmenntagrein. Eðli þeirra og orðfæri hefur breyst í tímans rás og tekur alltaf mið af stað og stund, það er að segja þeim tíma og því menningarlega samhengi sem elskendurnir búa í. Almennt séð eru ástarbréf mikilvægur liður í því að skapa tilfinningalega nánd, kvei...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru sumar veirur lífshættulegar en aðrar valda nær engum skaða?

Sýklar eins og bakteríur, sveppir og veirur þróast vegna náttúrulegs vals, þar sem bestu gerðirnar í stofninum á hverjum tíma aukast í tíðni, en hinar gerðirnar lækka í tíðni. Margar veirur ganga hart fram gegn hýslum sínum, en aðrar eru mun mildari. Við þekkjum SARS-CoV-2-veiruna sem frekar illvíga, á meðan hinar...

category-iconNæringarfræði

Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?

Ólíklegt verður að teljast að sykurlausir gosdrykkir bindi vökva að einhverju marki í líkamanum. Gosdrykkir innihalda yfirleitt vatn, bragðefni, litarefni, stundum rotvarnarefni og síðan ýmist sykur eða sætuefni. Sætuefni eru efni sem gefa sætt bagð en veita yfirleitt mun minni orku en sykurinn sjálfur. Gosdrykkir...

category-iconHugvísindi

Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því?

Ólíklegt er að tiltölulega fleiri örnefni hér á landi tengist svínum en sauðfé. Engin leið er að komast að því sanna, því að ógerningur er að telja íslensk örnefni með neinni nákvæmni eins og er. Purkey í Hvammsfirði.Vissulega eru mörg örnefni tengd svínum í landinu, Svínahraun, Galtafell, Gyltuskarð, Gríshóll, P...

category-iconLögfræði

Má lögregla handtaka mann og loka inn í klefa ef hún hefur engar sannanir fyrir því sem hann er grunaður um?

Já, samkvæmt 1. mgr. 97. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála (oml.) er lögreglu heimilt að handtaka sakborning að uppfylltum tveimur skilyrðum:Að rökstuddur grunur sé um að hann hafi framið refsivert brot.Að handtaka sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist sakbornings og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni?

Það er vissulega rétt að eldur nærist á súrefni en hins vegar vitum við líka að mörg efni eru sem betur fer ekki eldfim og meðal þeirra er einmitt vatnið. Við getum sagt að í slíkum efnum sé svo mikið af súrefni að þau geti ekki tekið við meiru. Efnafræðingar mundu segja að þau væru fulloxuð. Eldur verður til v...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?

Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður. Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veg...

category-iconUnga fólkið svarar

Úr því að lögð eru gjöld á tóma geisladiska vegna afritunar, er þá löglegt að fá lánaða tónlistardiska og afrita þá?

Það er löglegt að afrita tónlistardiska til eigin nota, en ef menn ætla að lánaða diska til afritunar flokkast það undir lögbrot. Orðrétt segir í 11. grein höfundalaga:Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu. Enginn má þó gera eða láta gera fleiri en þrjú slík eintök til notkunar í atvinn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa eldfjöllin á Mars verið lengi í dvala og hvenær má búast við því að þau byrji aftur að gjósa?

Víða á Mars eru greinileg merki um mikla eldvirkni frá ýmsum tímabilum í sögu reikistjörnunnar. Eldfjallagrjót þekur stærstan hluta yfirborðsins, meðal annars þar sem Pathfinder lenti árið 1997 og nú þar sem Spirit-jeppinn lenti á þessu ári. Eldvirkni á Mars er frekar ólík þeirri eldvirkni sem fyrirfinnst á jör...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheiti...

Fleiri niðurstöður