Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4754 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið agúrka?

Skafti spurði sérstaklega um gúrku: Af hverju er gúrka ýmist kölluð gúrka eða agúrka? Hvort er rétt að segja eða er þetta ekki sama tegund? Orðið agúrka barst hingað úr dönsku agurk sem fengið er úr lágþýsku agurke sem aftur fékk orðið um pólsku ogórek, úr nýgrísku angouri. Í eldri grísku hét grænmetið ango...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða medister er í medisterpylsu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er medisterpylsa og hvað merkir þetta medister forskeyti? Orðið medisterpylsa er fengið að láni úr dönsku medisterpølse. Fyrri liður danska orðsins medister, med-, er fenginn úr miðlágþýsku met, sem merkir ‘svínakjöt’, og ister er úr gamalli dönsku í merkingunni ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig varð jörðin til?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconUmhverfismál

Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast?

Ósonlagið og myndun þess Óson er sameind gerð úr þremur súrefnisfrumeindum (O3) og myndast í andrúmsloftinu við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Við yfirborð jarðar er gnægð súrefnissameinda (O2) en mjög lítið af súrefnisfrumeindum (O). Því myndast lítið af ósoni með þessum hætti niðri vi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?

Kynlitningar eru, eins og nafnið bendir til, litningar sem ákvarða kynferði. Strax á fyrstu árum 20. aldar, eftir að erfðalögmál Mendels höfðu verið grafin úr gleymsku og athuganir á litningum fóru í vöxt, urðu menn þess varir að að litningamengi kynjanna eru ekki alveg eins. Athuganir á skordýrum sýndu til dæmis ...

category-iconVísindi almennt

Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?

Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...

category-iconUmhverfismál

Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?

Skýringin á því að ósonþynning gerist öðru fremur yfir suðurpólnum er í meginatriðum þríþætt. Í fyrsta lagi berast efnin sem valda þynningunni um allan lofthjúpinn þó að þau eigi að miklu leyti upptök sín í iðnríkjunum eins og spyrjandi hefur í huga. Í öðru lagi dregst ósonið í lofhjúpnum sérstaklega að suðurskaut...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?

Hér er svarað eftirfarandi tveimur spurningum: Eru áruljósmyndir viðurkenndar af vísindamönnum? (Hermann Helgason) Hvernig veit maður hvort maður sér árur eða ekki? (Hjördís Haraldsdóttir) Hér er spurt um yfirnáttúrlega hluti sem svo eru kallaðir og við bendum lesendum á að lesa almennt svar okkar um þá. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

category-iconMannfræði

Hver var A.R. Radcliffe-Brown?

Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru húsbréf og hvernig fara viðskipti með þau fram?

Húsbréf eru skuldabréf sem Íbúðalánasjóður gefur út. Þau eru ýmist til 25 eða 40 ára og bera fasta vexti auk verðbóta. Áður voru húsbréf gefin út á pappír en nú eru þau rafræn. Þau eru skráð í Kauphöll Íslands og ganga kaupum og sölu eins og hver önnur verðbréf. Hægt er að kaupa og selja þau fyrir milligöngu ýmiss...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður blöðrubólgu?

Blöðrubólgu er skipt í annars vegar bráða blöðrubólgu og hins vegar langvinna (króníska, e. chronic) blöðrubólgu. Bráð blöðrubólga Bráð blöðrubólga er mjög algeng og fá konur hana mun oftar en karlar. Jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum bráðrar blöðrubólgu. Sennile...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig sjá iguana-eðlur?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Getið þið sagt mér það helsta um iguana-eðlur? Til eru margar tegundir svokallaðra iguana-eðlna (eðlur af ættkvíslinni Iguana) en algengust sem gæludýr og um leið kunnasti meðlimur ættkvíslarinnar, er án efa græna iguana-eðlan (Iguana iguana) og verður svarið hér að ne...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Henri Becquerel?

Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hversu hátt næði byssukúla sem skotið væri af jörðinni, og væri fólk í hættu þegar hún lenti?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hversu hratt fellur byssukúla ef henni er skotið upp og skiptir máli hve þungir hlutir eru í sambandi við fallhraða? frá Jóhannesi Jónssyni.Hvað verður um byssukúlu þegar henni er skotið upp í loftið? frá Andra Runólfssyni.Hvað fer byssukúla hratt? frá Hildi Helgu og Sævari Jóhann...

Fleiri niðurstöður