Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á smáborgarahætti og snobbi?

Ýmislegt er skylt með snobbi og smáborgarahætti en þó er munur á. Hvort tveggja ber vott um ákveðið ósjálfstæði í hugsun og gildismati. Snobbarinn lætur stjórnast af því sem þykir fínt, til dæmis af ákveðinni „elítu”, það er að segja einhvers konar úrvalshópi í samfélaginu, en smáborgarinn stjórnast hins vegar af ...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær maður þvagfærasýkingu?

Þvagfærasýkingar eru sýkingar í þvagrás, þvagblöðru, þvagpípum eða nýrum en þessi líffæri kallast einu nafni þvagfæri. Flestar þvagfærasýkingar (um 80%) eru af völdum bakteríunnar E. coli sem er þarmabaktería, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta einnig verið orsök þvagfærasýkinga. Konur fá frekar þva...

category-iconVeðurfræði

Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar? Er reynslan af slíkum spádómum ekki frekar slæm? Spurningin er í tveimur hlutum. Hér verður fyrri þættinum svarað fyrst, og svo rætt um reynslu af spám um loftslagsbreytingar. Allar vísindalegar spár þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju myndast hvítar rákir á eftir þotum og geta þessar rákir haft áhrif á veðurfar?

Flugslóðar eru þunn ísský sem myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast við umliggjandi loftið og úr verður loftblanda sem er mettuð. Flugslóði, öðru nafni kotra, myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast lofti sem er kalt og ómettað. Flugslóðar myndast því á svipaðan hátt og f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?

Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...

category-iconTrúarbrögð

Er það rétt í Da Vinci lyklinum að á kirkjuþingi hafi verið kosið um hvort Jesús væri dauðlegur maður eða heilagur?

Það er rétt að árið 325 var haldið kirkjuþing í bænum Níkeu í Litlu-Asíu sem kallað var saman til þess að kveða niður deilur í kirkjunni um samband Jesú og Guðs. Hins vegar er það ekki rétt sem fram kemur í bókinni um Da Vinci lykilinn að fram að þeim tíma hafi „fylgismenn Jesú litið svo á að hann væri dauðlegur s...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um Florence Nightingale?

Florence Nightingale fæddist árið 1820 og lést árið 1910. Foreldrar hennar tilheyrðu ensku yfirstéttinni og hún bjó við góð efni alla ævi. Nightingale naut góðrar menntunar á heimili sínu og á löngum ferðalögum um Evrópu og Austurlönd nær kynntist hún ólíkum þjóðum og siðum. Líkt og margir samferðamenn hennar ...

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?

Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru karlar yfirleitt stærri en konur?

Þegar kerfisbundinn kynjamunur er á útliti eða formgerð tiltekinnar dýra- eða plöntutegundar er talað um kynbundna tvíbreytni (e. sexual dimorphism). Mörg dæmi eru til að mynda um að kynin séu misskrautleg; þannig eru andarsteggir oft mun skrautlegri en kollurnar, og hjá páfuglum er það aðeins karlfuglinn sem hefu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er einkirningasótt?

Einkirningasótt eða eitlasótt (einnig nefnd kossasótt, mononucleosis infectiosa) er veirusýking af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Íslenska orðið kirningur er dregið af orðinu kjarni (e. nucleus) og heitið á sýkingunni er því bein þýðing á latneska hugtakinu, þar sem mono stendur fyrir 'ein'. Sýkingin leggst einkum...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur maður fengið krabbamein í hjartað?

Samkvæmt kennslubók í meinafræði finnast meinvörp í hjarta hjá 5% sjúklinga sem deyja úr krabbameini. Þarna er þá um að ræða illkynja æxli sem eiga uppruna sinn einhvers staðar annars staðar í líkamanum en hafa sáð sér til ýmissa líffæra, meðal annars hjartans. Það er miklum mun sjaldgæfara að æxli myndist í hjart...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangútan ekki 97% maður?

Af mannöpunum standa simpansar næst manninum og eru prótín simpansa og manna flest nauðalík. Oft er því slegið fram að erfðafræðilegur munur á þessum tegundum sé ekki nema 1%, en nákvæm vitneskja um þennan mun fæst ekki fyrr en búið er að raðgreina genamengi apans og bera saman við genamengi mannsins. Líkamsby...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hraði ljóssins breytilegur?

Spurningin í heild er sem hér segir:Er það satt að fram hafi komið við rannsóknir á hraða ljóssins að hann sé ekki staðlaður (e. constant), heldur breytilegur?Svarið er já, hraði ljóssins er breytilegur í venjulegum skilningi; hann fer eftir efninu sem ljósið fer um. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir ljósbroti sem ...

category-iconLögfræði

Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?

Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....

Fleiri niðurstöður