Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1778 svör fundust
Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?
Upphaflega voru spurningarnar þessar: Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg) Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk) Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989) Hvaðan koma páskaungarnir ...
Getið þið sagt mér hvað barokktónlist er?
Hér er einnig svarað spurningu Hugrúnar Jónsdóttur (f. 1989): Hvað einkenndi barokktímabilið í sögu tónlistarinnar? Barokktónlist er tónlist sem samin er á svokölluðu barokktímabili, eða um 1600-1750. Stundum er tímabilinu skipt í þrennt og er þá talað um frumbarokk (um 1600-1650), miðbarokk (1650-1700) og síðba...
Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?
Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...
Hvernig er efedrín og amfetamín skylt?
Margir hafa heyrt talað um efedrín (e. ephedrine) og amfetamín (e. amphetamine) í sömu andrá og flestir vita að amfetamín er örvandi efni. Efedrín er það einnig en í minna mæli. Þegar örvandi efnis er neytt eykst hjartslátturinn og þar með blóðflæðið en það getur valdið of háum blóðþrýstingi. Efnin eru vissule...
Hver var Jón lærði Guðmundsson?
Fyllsta greinargerð um ævi og ritstörf Jóns Guðmundssonar lærða er í inngangi að ritinu Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, sem út kom 1998 og er eftir sama höfund og þetta svar. Hér verður ekki vitnað sérstaklega í þessa bók. Aftur á móti eru tilvitnanir þegar orðrétt er vitnað í rit annarra. Jón sagðist sjálfur...
Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?
Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...
Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er erfitt að skilgreina hugtakið heimsálfa á afdráttarlausan hátta. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó. ...
Lifa höfrungar við Ísland?
Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Há...
Hver er hættulegasta geitungategund í heimi?
Það er erfitt að meta hvaða geitungategund er hættulegust, enda ekki alveg ljóst við hvað er átt. Hér verður einfaldlega farin sú leið að fjalla um þá geitungategund sem hefur hvað flest mannslíf á “samviskunni” en það er asíski risageitungurinn (Vespa mandarinia, e. giant asian hornet). Að meðaltali deyja árlega ...
Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?
Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...
Er búið að leysa einhver af verkefnum Hilberts í stærðfræði?
David Hilbert (1862-1943) var þýskur stærðfræðingur sem meðal annars lagði mikið af mörkum til rúmfræði og fellagreiningar. Hann er frægastur fyrir ávarp sitt á alþjóðlegum fundi stærðfræðinga í París um aldamótin 1900, þar sem hann setti fram lista af 23 stærðfræðilegum verkefnum sem honum þótti mikilvægt að leys...
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Hver var forngríski læknirinn Galenos og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Galenos frá Pergamon var forngrískur læknir og rithöfundur sem bar höfuð og herðar yfir aðra forna lækna. Líklega er einungis Hippókrates, sem nefndur er faðir læknisfræðinnar, frægari en Galenos meðal lækna fornaldar en þó hefur Galenos ef til vill reynst Hippókratesi áhrifameiri. Galenos fæddist árið 129 e.Kr...
Hversu oft hefur Krafla gosið síðan land byggðist og hvenær varð stærsta gosið í henni?
Virku gosbeltin, sem liggja yfir Ísland, eru samsett af eldstöðvakerfum, það er löngum sprungusveimum með stóru eldfjalli nálægt miðju. Eldfjöll þessi eru misjöfn að útliti og gerð en hafa þó ýmis sameiginleg einkenni. Um 1970 var farið að kalla þau megineldstöðvar með hliðsjón af því að þar er eldvirknin mest og ...
Hvers vegna var Kópavogsfundurinn haldinn og hver var tilgangurinn með honum?
Kópavogsfundurinn 1662 var afleiðing af atburðum sem höfðu gerst í Danmörku næstu ár á undan. Í danska konungsríkinu hafði aðallinn lengi ráðið miklu. Konungar voru kjörnir, þótt þeir væru jafnan valdir úr ríkjandi konungsfjölskyldu, og gátu aðalsmenn sett nýjum konungi skilyrði sem takmörkuðu völd hans. Stéttaþin...