Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5174 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?

Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni?

Herma (e. resonance) er það kallað þegar hlutur er sérstaklega næmur fyrir sveiflum sem eru á þröngu tíðnibili og svarar þeim á einhvern tiltekinn hátt. Ef lesandinn tekur sér í hönd lóð í bandi eða bara ílangan hlut og lætur hann sveiflast með því að hreyfa höndina, þá sér hann fljótt að stærð sveiflunnar er alge...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?

Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er best að geyma stafræn gögn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað endast tölvugögn lengst með núverandi tækni, svo sem á harðdiskum, minnislyklum og geisladiskum? Ef trúa má "Gróu á Neti" er hámarkstími um 30 ár. Varla viðunandi fyrir einstaklinga, hvað þá bóka- og skjalasöfn. En hvaða úrræði standa þá helzt til boða? Þetta er s...

category-iconVísindi almennt

Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?

Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki. Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hl...

category-iconHagfræði

Geta hagfræðingar reiknað út bestu lausnina á samfélagslegum vandamálum?

Hagfræðingar vinna með tilgátur sem ekki hafa verið afsannaðar. Á grundvelli þessara tilgátna hafa verið sett fram stór og mikil kenningakerfi. Í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var miklu púðri eytt í að kanna eiginleika hagkerfis sem byggt væri einstaklingum sem leitast við að hámarka velferð sína (e. utili...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?

Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er Jane Goodall og hvert er hennar framlag til vísinda og fræða?

Fáir hafa unnið jafn ötullega að málefnum náttúru- og dýraverndar síðustu áratugina og vísindamaðurinn Jane Goodall. Áratugalangt starf hennar og samstarfsmanna við rannsóknir á simpönsum í Tansaníu veittu nýja innsýn í heim þessara dýra. Rannsóknirnar hafa meðal annars aukið skilning okkar á flóknu samskiptamynst...

category-iconJarðvísindi

Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?

Jörð skelfur þegar bylgjur berast um jarðskorpuna. Slíkar bylgjur myndast í ýmsum hreyfingum í henni af náttúrunnar og manna völdum. Í raun er það þannig, að yfirborð jarðar titrar og hreyfist samfellt allt árið um kring, þótt áhrifin verði aðeins einstaka sinnum svo mikil að fólk finni og tjón hljótist af. Þetta...

category-iconVísindavefurinn

Eru öll svör á Vísindavefnum sambærileg eða eru þau unnin á mismunandi hátt?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „nei, svörin á Vísindavefnum eru alls ekki öll sambærileg“. Þar kemur einkum tvennt til - annars vegar eru spurningarnar afar fjölbreyttar og taka til allra fræðasviða vísindanna, hins vegar eru spyrjendur Vísindavefsins á ýmsum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. S...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig fóru vísindamenn að því að taka mynd af svartholi?

Þann 10. apríl 2019 birtu vísindamenn fyrstu myndina af svartholi, nánar tiltekið af skugga risasvartholsins í miðju vetrarbrautarinnar M87. Svartholið er í um 53 milljón ljósára fjarlægð og frá okkur séð er það því jafnlítið og appelsína á yfirborði tunglsins! Myndin sem náðist af svartholinu setti þar með heimsm...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Kristinn Schram stundað?

Kristinn Schram er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Helsta rannsóknarsvið hans er þjóðfræði í þverþjóðlegum samskiptum og þjóðernislegum sjálfsmyndum. Rannsóknir hans snúa meðal annars að frásagnar- og efnismenningu hreyfanlegra hópa sem skoðuð er í tengslum við menningarlegt samhengi og menningarpólití...

category-iconEfnafræði

Af hverju frýs sjórinn ekki?

Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...

category-iconEfnafræði

Drepur handspritt kórónaveiruna?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er gagn að því að „spritta“ hendur sem vörn gegn kórónaveirunni? Drepur spritt veiruna? Ef ekki, hvers vegna er verið að mæla með „sprittun“ á höndum? Fyrst er rétt að minna á það að veirur eru ekki eiginlegar lífverur og orðalagið „að drepa“ á því ekki vel við þær. Spritt (al...

category-iconHeimspeki

Hefur einhver breyting verið gerð á stjórnarskránni frá hruni?

Já, ein breyting hefur verið gerð en hún var tímabundin og er nú fallin úr gildi. Vorið 2013 – eftir að þáverandi stjórnarmeirihluti féll frá því að láta reyna á að koma stjórnarskrárfrumvarpi byggðu á frumvarpi Stjórnlagaráðs í gegnum þingið – náðist samkomulag um þá breytingu á stjórnarskránni að næsta kjörtímab...

Fleiri niðurstöður