Sólin Sólin Rís 07:28 • sest 19:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:17 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík

Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?

Georg Bergþór Friðriksson

Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki.

Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hlaupvíddin er þá innra þvermálið á þessu röri.

Þegar átt er við skotvopn með riffluð hlaup (sjá mynd 1) vandast málið því skornar eru spírallaga rákir í hlaup þeirra og mismunandi er hvort mælt er ofan í rifflurnar sem myndast eftir skurðinn eða milli landanna sem mynda upprunalegt bormál hlaupsins (sjá mynd 2).

Mynd 1. Á þessu rifflaða skriðdrekabyssuhlaupi, sem búið er að saga ofan af, sést greinilega að rákirnar (rifflurnar) fara í spíral.

Þegar kúlu er skotið af byssu með riffluðu hlaupi pressast kúlan í gegnum hlaupið og skerast rifflurnar inn í kúluna. Við þetta byrjar kúlan að snúast um ferðastefnuás sinn, það er að segja kúlan fær ákveðinn spuna og flýgur við það stöðugar. Rifflar, skammbyssur og vélbyssur eru með riffluðu hlaupi og eru rákirnar í hlaupunum oftast fjórar til átta. Flestar fallbyssur hafa einnig riffluð hlaup en rákirnar eru mun grynnri og fleiri en hjá öðrum byssum til að ná sömu áhrifum.

Hlaup á haglabyssum og sumum fallbyssum er slétt að innan. Rifflur hafa nefnilega engan tilgang í haglabyssum enda margar litlar kúlur í skothylki riffla. Sumar fallbyssur skjóta skeytum sem eru mun minni en hlaupvídd fallbyssunnar og eru þá uggar á sjálfu skeytinu sem koma snúningi á það.

Mynd 2. Þverskurður á byssuhlaupum. 1) Byssuhlaup sem er slétt að innan. Hlaupvíddin er innra þvermál byssuhlaupsins. 2) Rifflað byssuhlaup. A) Hlaupvíddin mæld milli landanna. B) Hlaupvíddin mæld milli rákanna. 3) Marghyrnt (e. polygonal) byssuhlaup. Það virkar á sama hátt og rifflað byssuhlaup.

Mismunandi er hvaða hefðir gilda varðandi heiti skothylkisins sem notast í viðkomandi skotvopn. Ýmist er mælt í tommubrotum eða millimetrum eftir því hvort uppruni viðkomandi skothylkis er bandarískur eða evrópskur. Bandarískir framleiðendur láta oftast nægja hlaupvídd að viðbættu heiti framleiðanda, sjá dæmi 1 hér að neðan, en evrópskir setja oftast lengd hylkisins aftan við hlaupvídd og stundum nafn hönnuðar, sjá dæmi 2.
  • Dæmi 1 (bandarískur framleiðandi): 308 Winchester. Bormál hlaupsins í þessu tilviki er 0,300 tommur en mælt ofan í rifflurnar er málið 0,308 tommur sem svarar til þvermáls kúlunnar. Viðkomandi hylki var markaðssett af Winchester árið 1952.
  • Dæmi 2 (evrópskur framleiðandi): 7x64mm Brenneke. Bormál hlaupsins í þessu tilviki er 7 mm en mælt ofan í rifflurnar er 7,2 mm sem svarar til þvermáls kúlunnar. Viðkomandi hylki var markaðssett árið 1917 af Wilhelm Brenneke.

Í haglabyssum er annað kerfi notað, svokallað Gauge-kerfi. Í því kerfi er eitt pund af blýi notað sem viðmið og búnar til ákveðið margar jafnstórar kúlur úr því; því færri sem kúlurnar eru, því stærri verða þær. Algeng hlaupvídd er nr. 12 sem þá passar fyrir kúlu úr 1/12 af pundi af blýi. Hlaupvíddir nr. 16 og nr. 20 eru einnig mjög algengar og eru til byssur með hlaupvídd niður í nr. 4. Hér gildir að því lægra sem númerið er því meiri er hlaupvíddin því kúlurnar eru stærri. Þessar algrófustu haglabyssur voru aðallega notaðar á tímum svartpúðurs en þegar reyklaust púður fór að ryðja sér til rúms minnkaði þörfin fyrir svo gróf hlaup.

Mynd 3. Stærsta fallbyssa heims á hjólum. Hlaupvíddin er 28 cm og hlauplengdin er 6,15 m eða 22 kalíber.

Í fallbyssum er hugtakið kalíber bæði notað til að ákvarða hina eiginlegu hlaupvídd vopnsins og lengd hlaupsins. Fallbyssa með 120 mm hlaupvídd getur haft hlauplengd sem svarar til 50 kalíbera eða 6000 mm (= 50x120 mm).

Myndir:

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Byssuhlaup eru oft mæld í kalíber, en hvað er ein kalíber löng? Getið þið komið með dæmi?

Höfundur

Útgáfudagur

25.3.2014

Spyrjandi

Gísli Valur Arnarson, Stefnir Sveinsson

Tilvísun

Georg Bergþór Friðriksson. „Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2014. Sótt 28. september 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=20223.

Georg Bergþór Friðriksson. (2014, 25. mars). Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20223

Georg Bergþór Friðriksson. „Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2014. Vefsíða. 28. sep. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20223>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?
Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki.

Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hlaupvíddin er þá innra þvermálið á þessu röri.

Þegar átt er við skotvopn með riffluð hlaup (sjá mynd 1) vandast málið því skornar eru spírallaga rákir í hlaup þeirra og mismunandi er hvort mælt er ofan í rifflurnar sem myndast eftir skurðinn eða milli landanna sem mynda upprunalegt bormál hlaupsins (sjá mynd 2).

Mynd 1. Á þessu rifflaða skriðdrekabyssuhlaupi, sem búið er að saga ofan af, sést greinilega að rákirnar (rifflurnar) fara í spíral.

Þegar kúlu er skotið af byssu með riffluðu hlaupi pressast kúlan í gegnum hlaupið og skerast rifflurnar inn í kúluna. Við þetta byrjar kúlan að snúast um ferðastefnuás sinn, það er að segja kúlan fær ákveðinn spuna og flýgur við það stöðugar. Rifflar, skammbyssur og vélbyssur eru með riffluðu hlaupi og eru rákirnar í hlaupunum oftast fjórar til átta. Flestar fallbyssur hafa einnig riffluð hlaup en rákirnar eru mun grynnri og fleiri en hjá öðrum byssum til að ná sömu áhrifum.

Hlaup á haglabyssum og sumum fallbyssum er slétt að innan. Rifflur hafa nefnilega engan tilgang í haglabyssum enda margar litlar kúlur í skothylki riffla. Sumar fallbyssur skjóta skeytum sem eru mun minni en hlaupvídd fallbyssunnar og eru þá uggar á sjálfu skeytinu sem koma snúningi á það.

Mynd 2. Þverskurður á byssuhlaupum. 1) Byssuhlaup sem er slétt að innan. Hlaupvíddin er innra þvermál byssuhlaupsins. 2) Rifflað byssuhlaup. A) Hlaupvíddin mæld milli landanna. B) Hlaupvíddin mæld milli rákanna. 3) Marghyrnt (e. polygonal) byssuhlaup. Það virkar á sama hátt og rifflað byssuhlaup.

Mismunandi er hvaða hefðir gilda varðandi heiti skothylkisins sem notast í viðkomandi skotvopn. Ýmist er mælt í tommubrotum eða millimetrum eftir því hvort uppruni viðkomandi skothylkis er bandarískur eða evrópskur. Bandarískir framleiðendur láta oftast nægja hlaupvídd að viðbættu heiti framleiðanda, sjá dæmi 1 hér að neðan, en evrópskir setja oftast lengd hylkisins aftan við hlaupvídd og stundum nafn hönnuðar, sjá dæmi 2.
  • Dæmi 1 (bandarískur framleiðandi): 308 Winchester. Bormál hlaupsins í þessu tilviki er 0,300 tommur en mælt ofan í rifflurnar er málið 0,308 tommur sem svarar til þvermáls kúlunnar. Viðkomandi hylki var markaðssett af Winchester árið 1952.
  • Dæmi 2 (evrópskur framleiðandi): 7x64mm Brenneke. Bormál hlaupsins í þessu tilviki er 7 mm en mælt ofan í rifflurnar er 7,2 mm sem svarar til þvermáls kúlunnar. Viðkomandi hylki var markaðssett árið 1917 af Wilhelm Brenneke.

Í haglabyssum er annað kerfi notað, svokallað Gauge-kerfi. Í því kerfi er eitt pund af blýi notað sem viðmið og búnar til ákveðið margar jafnstórar kúlur úr því; því færri sem kúlurnar eru, því stærri verða þær. Algeng hlaupvídd er nr. 12 sem þá passar fyrir kúlu úr 1/12 af pundi af blýi. Hlaupvíddir nr. 16 og nr. 20 eru einnig mjög algengar og eru til byssur með hlaupvídd niður í nr. 4. Hér gildir að því lægra sem númerið er því meiri er hlaupvíddin því kúlurnar eru stærri. Þessar algrófustu haglabyssur voru aðallega notaðar á tímum svartpúðurs en þegar reyklaust púður fór að ryðja sér til rúms minnkaði þörfin fyrir svo gróf hlaup.

Mynd 3. Stærsta fallbyssa heims á hjólum. Hlaupvíddin er 28 cm og hlauplengdin er 6,15 m eða 22 kalíber.

Í fallbyssum er hugtakið kalíber bæði notað til að ákvarða hina eiginlegu hlaupvídd vopnsins og lengd hlaupsins. Fallbyssa með 120 mm hlaupvídd getur haft hlauplengd sem svarar til 50 kalíbera eða 6000 mm (= 50x120 mm).

Myndir:

Eftirfarandi spurningu var einnig svarað:
  • Byssuhlaup eru oft mæld í kalíber, en hvað er ein kalíber löng? Getið þið komið með dæmi?

...