Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1757 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvernig fer nautaat fram?

Nautaat er athöfn sem tíðkast í sumum löndum Suður-Evrópu og Suður-Ameríku þar sem nautum og mönnum er att saman á leikvöngum og í hringleikahúsum. Til eru nokkur afbrigði nautaata sem eru breytileg eftir löndum og héruðum; til dæmis eru nautaöt í Portúgal, sumum héruðum Suður-Frakklands og í Baskalandi ekki sami ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?

Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?

Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um eyjuna Tokelau?

Tokelau samanstendur af þremur kóralhringrifum (e. atoll) í Suður-Kyrrahafi, nokkurn veginn miðja vegu á milli Hawaii og Nýja Sjálands. Í hverju hringrifi er nokkur fjöldi smárra eyja eða hólma en samtals er flatarmál Tokelau um 12 km2. Hringrifin standa lágt og ná ekki nema 2-5 metra yfir sjávarmál. Nyrst er Ataf...

category-iconLæknisfræði

Hversu lengi er hægt að geyma líffæri, til dæmis hjarta, áður en þau eru grædd í líffæraþegann?

Það er misjafnt eftir líffærum hversu langur tími má líða frá því að líffærið er tekið úr gjafanum og þar til það er komið í líffæraþegann. Hjarta deyr aðeins fjórum klukkustundum eftir að það er tekið úr líkama gjafans en önnur líffæri geta haldist lifandi í allt að sólarhring eftir að þau eru fjarlægð úr líkama ...

category-iconUmhverfismál

Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað verður um rusl sem er flokkað til endurvinnslu? Ég hef ýmist heyrt að það sé urðað samhliða hefðbundnu rusli eða sent með skipum til Svíþjóðar. Hvað verður um ruslið eftir það? Sveitarstjórnir ákveða fyrirkomulag móttöku og söfnunar úrgangs. Hvernig að þessu er staðið ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvar eru rauðhærðir algengastir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort er betra að teygja strax eftir æfingu eða bíða í 1-2 tíma?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er betra að teygja einum eða tveimur tímum eftir æfingu? Hversu lengi er rétt að bíða með teygjur eftir þjálfun? Áður fyrr var alltaf sagt að best væri að teygja strax eftir æfingu en nú hef ég lesið að betra sé að bíða og leyfa vöðvum að jafna sig? Er þetta rétt? T...

category-iconHeimspeki

Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að eitthvað geti talist vísindalega sannað?

Sé þessi spurning tekin alveg bókstaflega er svarið við henni afar einfalt: Það eru engin skilyrði fyrir því að eitthvað geti talist „vísindalega sannað“ vegna þess að strangt til tekið er ekki hægt að sanna neinar kenningar vísindalega – að minnsta kosti ekki innan þeirra fræðigreina sem venjulega eru kölluð vísi...

category-iconStærðfræði

Hvað eru arabískar tölur og hvernig urðu þær til?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvað getið þið sagt mér um arabískar tölur, það er hver er saga þeirra á heimaslóðum? Hvernig urðu þær til upphaflega? Arabískar tölur, sem svo eru nefndar, eru ættaðar frá Indlandi. Þær eru oft nefndar indó-arabískar tölur í öðrum tungumálum, til dæmis ensku (e. Hin...

category-iconHagfræði

Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?

Íslenska orðið innviðir er þýðing á enska orðinu infrastructure. Í Hagfræðiorðasafninu (Rit íslenskrar málnefndar 12, 2000, bls 98) eru gefnar tvenns konar skilgreiningar. Annars vegar eru innviðir sagðir „Grundvallarskipulag kerfis, stofnunar o.þ.h.“ og hins vegar „Atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er graðhestatónlist og af hverju fóru menn að nota þetta orð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni eða hvenær er orðið graðhestatónlist fyrst notað? Hvers konar tónlist er það og af hverju notuðu menn þetta heiti? Elsta dæmið um samsetta orðið graðhestatónlist virðist vera í grein um firmakeppni hesta í tímaritinu Fálkinn frá árinu 1964. Þar er orðið nota...

category-iconEfnafræði

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918?

Nóbelsverðlaunin eru líklega þekktustu verðlaun heims á eftir Óskarsverðlaununum. Nóbelsverðlaununum var fyrst úthlutað árið 1901. Sænska akademían sá þá um úthlutun í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels. Hagfræðiverðlaun hafa verið veitt frá því 1969....

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær var konum leyft að spila fótbolta?

Á Vesturlöndum hefur konum ekki beinlínis verið bannað að spila fótbolta en á síðustu öld var þeim lengi vel gert það mjög erfitt fyrir. Eins og fram kemur í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hver fann upp fótboltann? hefur einhvers konar leikur tveggja liða sem gengur út á að koma knetti í mark verið þek...

category-iconLandafræði

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?

Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949. Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...

Fleiri niðurstöður