Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?

Gylfi Magnússon

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:

Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við gullkrónur sektir fyrir landhelgisbrot.

Ein gullkróna taldist á sínum tíma innihalda 0,403 g af skíragulli. Það kostar um þessar mundir, það er 1. september 2023, um 3.330 venjulegar (nýjar) íslenskar krónur. Samkvæmt því ættu sektarupphæðirnar sem vísað er til í lögunum að vera á bilinu 6,6 til 133,3 milljónir króna. Málið er þó mun flóknara og raunverulegar sektarupphæðir líklega mun lægri, eins og rakið verður hér að neðan. Sú saga er löng og furðuflókin!

Íslenskar gullkrónur má rekja allt aftur til ársins 1873 þegar Kristján IX. Danakonungur staðfesti myntlögin svokölluðu. Þau giltu um allt Danaveldi, þar á meðal á Íslandi. Lögin fólu í sér ýmsar breytingar, meðal annars að horfið var frá tylftakerfi (það er byggði á tölunni 12) í tugakerfi (byggir á tölunni 10). Í stað skildinga, spesía og ríkisdala komu krónur og aurar. Samhliða þessu var myndað myntbandalag Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og voru krónur þessara landa jafngildar. Enn fremur var skipt yfir á svokallaðan gullfót í stað silfurfóts en með því er átt við að hver króna jafngilti tilteknu magni af gulli í stað silfurs áður. Voru því pappírspeningar ávísanir á gull en einnig var slegin mynt úr gulli.

Íslenskar gullkrónur má rekja allt aftur til ársins 1873 þegar Kristján IX. Danakonungur staðfesti myntlögin svokölluðu. Þau giltu um allt Danaveldi, þar á meðal á Íslandi. Á myndinni sést peningur frá 1904 með mynd af Kristjáni IX. á annarri hliðinni.

Í lögunum frá 1873 voru ákvæði um að slá skyldi gullpeninga sem samsvöruðu tilteknum fjölda króna og tilgreint hve þungir þeir skyldu vera og úr hvernig málmblöndu. Þannig átti meðal annars að slá mynt þannig að 248 peningar innihéldu samanlagt 1 kg af skíragulli og hver peningur væri 10 krónur. Þar með var 1 kg af gulli í myntum sem voru 2.480 króna virði og hver króna jafngilti því 1.000g/2.480 af gulli eða 0,403 g. Til að skýra þetta enn frekar stendur í lögunum að hver 10 króna peningur skuli vega 4,4803 g og vera úr málmblöndu sem er 90% gull og 10% eir.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar miklar sviptingar voru í gjaldmiðilsmálum og mörg ríki, þar á meðal Ísland tóku ákvarðanir um að lækka gullgildi gjaldmiðla sinna, það er láta hverja krónu vera ávísun á minna af gulli, var stundum rætt um gullkrónur annars vegar og venjulegar krónur eða pappírskrónur hins vegar. Var þá litið svo á að gullkróna væri ávísun á 0,403 g af gulli, eins og hafði verið í upphafi árið 1873, en pappírskróna ávísun á eitthvað minna magn af gulli og því ekki jafnmikils virði. Ekki voru allir ánægðir með þá þróun að íslenska krónan varð sífellt minna virði, mælt í gulli, og vildu færa hana aftur upp í fyrra gengi. Jón Þorláksson, sem um skeið var forsætisráðherra, var sérstakur talsmaður þess. Það var ekki gert en þó var gengið hækkað á fjórða áratug síðustu aldar þannig að íslensk króna varð aftur um nokkurra ára skeið jafnverðmæt og sú danska.

Þessa einu og hálfa öld sem liðin er frá 1873 hefur vitaskuld margt fleira gerst í gjaldmiðilsmálum. Myntsamstarf Norðurlandanna liðaðist í sundur, íslenska krónan var slitin frá þeirri dönsku og missti löngu síðar tvö núll þegar nýjar krónur tóku við af gömlum, gullgildi hinna ýmsu króna var minnkað í fjölmörgum skrefum og loks horfið algjörlega frá gullfætinum, það er þeirri hugmynd að peningar byggðu á gulli.

Frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar hefur íslenska krónan, líkt og sú danska og allir gjaldmiðlar nágrannalandanna, verið svokallað tilskipunarfé (e. fiat money). Það þýðir einfaldlega að ekki er byggt á gulli, silfri eða öðru sem telst verðmætt. Peningarnir eru ekki ávísanir á neitt.

Síðasti gjaldmiðillinn sem fór af gullfæti var Bandaríkjadalur. Það var gert í valdatíð Richard M. Nixon Bandaríkjaforseta.

Síðasti gjaldmiðillinn sem fór af gullfæti var Bandaríkjadalur. Það var gert í valdatíð Richard M. Nixon Bandaríkjaforseta en hans er nú frekar minnst fyrir annað. 15. ágúst 1971 tilkynnti Nixon að erlend ríki gætu ekki lengur skipt á dollurum og gulli. Þótt dollarinn teldist enn á gullfæti samkvæmt bandarískum lögum þá var þetta í raun endirinn á gullfætinum um heim allan. Áður en Nixon lét til skarar skríða hafði gengi gulls gagnvart dollar lengst af verið fest í 35 dölum hver únsa (31,1035 g) að nafninu til þótt markaðsverð gulls væri talsvert hærra.

Frá 1944 og þangað til Bandaríkjadalur yfirgaf gullfótinn byggði gjaldmiðlakerfi heims á samkomulagi sem kennt er við smábæinn Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum. Í því fólst meðal annars að einstakir gjaldmiðlar, þar á meðal íslenska krónan, voru óbeint með gullfót, þannig að gengi þeirra var fest við Bandaríkjadal og hann var á gullfæti. Gullgildi annarra gjaldmiðla fór þannig eftir gengi þeirra gagnvart dollar og gullgildi hvers dollara.

Hugmyndin var að festa þannig innbyrðis gengi allra gjaldmiðlanna um alla framtíð en það gekk engan veginn eftir. Einstaka gjaldmiðlar reyndust hvað eftir annað of veikir til að standa undir því gengi sem hafði verið ákveðið og því var gengi þeirra fellt gagnvart Bandaríkjadal og þar með öllum gjaldmiðlum í kerfinu. Það átti meðal annars við íslensku krónuna. Í hvert skipti sem krónan var þannig felld gagnvart dollar varð hún óbeint minna virði, mælt í gulli.

Í Bretton Woods-samkomulaginu fólst líka að koma á fót Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, sem hélt utan um myntsamstarfið meðal annars þannig að samþykki sjóðsins þurfti fyrir slíkum gengisbreytingum.

Ástæða þess að Nixon tók Bandaríkjadal af gullfæti var einkum að mjög hafði gengið á gullforða Bandaríkjanna árin á undan. Þótt Bandaríkin væru óumdeilanlega mesta efnahagsstórveldi heims á þeim tíma þá streymdu dollarar úr landi, sem meðal annars skýrðist af miklum útgjöldum vegna stríðsins í Víetnam og fleiri þáttum. Þegar erlendir seðlabankar eignuðust þessa dollara og vildu að einhverju marki skipta þeim í gull minnkaði gullforði Bandaríkjanna. Mikil eftirspurn var eftir bæði dollurum og gulli, meðal annars til að byggja upp gjaldeyrisforða landa.

Til að létta aðeins á þrýstingnum á Bandaríkjadal var ákveðið 1969 að AGS myndi sjálft gefa út mynt sem átti að geta leikið sama hlutverk og dollarar eða gull í gjaldeyrisforðum. Var þessi nýja mynt kölluð Special Drawing Rights eða SDR, á íslensku sérstök dráttarréttindi. Aldrei var þó slegin mynt eða prentaðir seðlar, það stóð aldrei til, SDR urðu bara til sem innstæður á reikningum hjá AGS.

Þessi tilraun til að styrkja Bretton Woods-kerfið skilaði ekki tilætluðum árangri en SDR lifir þó áfram þótt hlutverkið sé ekki nándar nærri það sama og að var stefnt. Raunar er það nú fyrst og fremst notað sem reiknieining innan AGS. Fyrst um sinn var SDR skilgreint þannig að hver eining byggði á sama magni af gulli og einn Bandaríkjadalur og væri því jafnmikils virði. Síðar var horfið frá þessu og verðmæti SDR reiknað út frá myntkörfu tiltekinna mynta. Nú byggir það á dollar, evru, japönsku jeni, kínversku yuan og breska pundinu en dollar vegur langmest.

SDR lifir áfram í ýmsum undarlegum hliðarhlutverkum og eitt þeirra snýr einmitt að íslensku gullkrónunni. Af einhverjum ástæðum eru dagpeningar starfsmanna íslenska ríkisins á ferðum þeirra erlendis líka reiknaðir í SDR en það kemur þessari sögu ekki við.

Meðan Bretton Woods-samkomulagið var að liðast í sundur á áttunda áratugnum var haldið áfram í leifar þess með því að reikna virði hinna ýmsu gjaldmiðla, mælt í SDR, út frá gullgildi þeirra annars vegar og gullgildi SDR hins vegar. Það var gert bæði fyrir íslensku krónuna og gullkrónuna. Varð niðurstaðan þá að eitt SDR jafngilti 2,2039 gullkrónum. Þegar gull var endanlega tekið út úr myndinni enda allar myntir farnar af gullfæti stóð þessi tala eftir og er enn notuð til að reikna verðmæti gullkrónunnar þegar þess þarf.

Sé þetta viðmið notað fást allt aðrar og lægri tölur fyrir sektarupphæðir fyrir landhelgisbrot eða brot á lögum um hvalveiðar en sé miðað við verðmæti gullsins sem hver gullkróna átti að samsvara upphaflega. Nánar tiltekið þá samsvara lægri mörkin, 2 þús. gullkrónur, 159 þús. krónum og efri mörkin, 40 þús. gullkrónur, samsvara tæpum 3,2 milljónum króna miðað við gengi SDR gagnvart íslenskri krónu 1. september 2023.

Skipting í gullkrónur og aðrar krónur rataði inn í íslenska löggjöf meðal annars þannig að sektir fyrir landhelgisbrot voru tilgreindar í gullkrónum árið 1924. Það skýrir einnig hvers vegna sektir vegna brota á lögum um hvalveiðar eru enn í dag tilgreindar í slíkum krónum.

Það má í raun líta á hugmyndina um að tilgreina upphæðir í gullkrónum frekar en krónum sem einhvers konar hliðstæðu verðtryggðar og óverðtryggðrar krónu nú til dags. Gullkrónan var alltaf með sama kaupmátt, mældan í gulli, en pappírskrónan var með sífellt minni kaupmátt mælt á sama hátt. Á sama hátt á verðtryggð upphæð alltaf að samsvara sama kaupmætti, mælt í vörum og þjónustu, en óverðtryggð upphæð samsvarar mismiklum kaupmætti eftir því hvernig verðlag þróast.

Þessi skipting í gullkrónur og aðrar krónur rataði inn í íslenska löggjöf meðal annars þannig að sektir fyrir landhelgisbrot voru tilgreindar í gullkrónum árið 1924. Það skýrir einnig hvers vegna sektir vegna brota á lögum um hvalveiðar eru enn í dag tilgreindar í slíkum krónum. Ásgeir Ásgeirsson, þá þingmaður, síðar forseti, mælti fyrir þessari breytingu á Alþingi. Rökstuðningurinn var einfaldur í greinargerð með frumvarpinu „Vegna sílækkandi gengis hinnar íslensku krónu hefir hegning útlendinga, sem brotlegir verða gegn fiskveiðalöggjöf vorri, farið sílækkandi, en þegar hegningin þverrar minnkar aðhaldið.“

Þetta markmið Ásgeirs náðist í um það bil hálfa öld, á meðan gull var grundvöllur gjaldmiðlakerfis heimsins. Frá áttunda áratugnum hefur gullkrónan íslenska hins vegar ekki haldið gildi sínu eins og gengi hennar er reiknað heldur fallið í takti við minnkandi kaupmátt SDR, sem aftur hefur endurspeglað verðbólgu í þeim ríkjum sem gefa út þá gjaldmiðla sem gengi SDR er reiknað út frá.

Markmiðið um að sektarheimildirnar héldust háar að raunvirði hefði þó náðst ef þessi tenging við SDR hefði ekki komið í stað tengingarinnar við gull. Það má sjálfsagt deila um hvort það var réttmætt skref en Seðlabanki Íslands hefur litið á að svo sé og svarað spurningum dómstóla um verðmæti gullkróna út frá reiknireglunni um að eitt SDR sé 2,2039 gullkrónur. Eftir því sem næst verður komist reyndi síðast á það í dómi sem féll í Hæstarétti fyrir rétt um aldarfjórðungi, 18. júní 1998, þegar skipstjóri frá Keflavík var dæmdur fyrir veiðar á svæði þar sem allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu voru bannaðar. Sektin var 400 þús. krónur, sem samsvaraði samkvæmt reiknireglu Seðlabankans um 9 þús. gullkrónum.

Þetta fyrirkomulag er áhugaverður sögulegur arfur en augljóslega ekki mjög hentug leið til verðtryggingar, sérstaklega eftir að íslenska krónan var tekin af gullfæti. Ekki er ólíklegt að þessi vísun í gullkrónur hverfi brátt endanlega úr íslenskri löggjöf því að matvælaráðuneytið kynnti í ágúst 2023 áform um ýmsar breytingar á lögum um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar og liður í þeim á að vera að fella brott lögin frá 1924.

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.9.2023

Spyrjandi

Hörður Ernir Heiðarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?“ Vísindavefurinn, 5. september 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85449.

Gylfi Magnússon. (2023, 5. september). Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85449

Gylfi Magnússon. „Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85449>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:

Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við gullkrónur sektir fyrir landhelgisbrot.

Ein gullkróna taldist á sínum tíma innihalda 0,403 g af skíragulli. Það kostar um þessar mundir, það er 1. september 2023, um 3.330 venjulegar (nýjar) íslenskar krónur. Samkvæmt því ættu sektarupphæðirnar sem vísað er til í lögunum að vera á bilinu 6,6 til 133,3 milljónir króna. Málið er þó mun flóknara og raunverulegar sektarupphæðir líklega mun lægri, eins og rakið verður hér að neðan. Sú saga er löng og furðuflókin!

Íslenskar gullkrónur má rekja allt aftur til ársins 1873 þegar Kristján IX. Danakonungur staðfesti myntlögin svokölluðu. Þau giltu um allt Danaveldi, þar á meðal á Íslandi. Lögin fólu í sér ýmsar breytingar, meðal annars að horfið var frá tylftakerfi (það er byggði á tölunni 12) í tugakerfi (byggir á tölunni 10). Í stað skildinga, spesía og ríkisdala komu krónur og aurar. Samhliða þessu var myndað myntbandalag Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og voru krónur þessara landa jafngildar. Enn fremur var skipt yfir á svokallaðan gullfót í stað silfurfóts en með því er átt við að hver króna jafngilti tilteknu magni af gulli í stað silfurs áður. Voru því pappírspeningar ávísanir á gull en einnig var slegin mynt úr gulli.

Íslenskar gullkrónur má rekja allt aftur til ársins 1873 þegar Kristján IX. Danakonungur staðfesti myntlögin svokölluðu. Þau giltu um allt Danaveldi, þar á meðal á Íslandi. Á myndinni sést peningur frá 1904 með mynd af Kristjáni IX. á annarri hliðinni.

Í lögunum frá 1873 voru ákvæði um að slá skyldi gullpeninga sem samsvöruðu tilteknum fjölda króna og tilgreint hve þungir þeir skyldu vera og úr hvernig málmblöndu. Þannig átti meðal annars að slá mynt þannig að 248 peningar innihéldu samanlagt 1 kg af skíragulli og hver peningur væri 10 krónur. Þar með var 1 kg af gulli í myntum sem voru 2.480 króna virði og hver króna jafngilti því 1.000g/2.480 af gulli eða 0,403 g. Til að skýra þetta enn frekar stendur í lögunum að hver 10 króna peningur skuli vega 4,4803 g og vera úr málmblöndu sem er 90% gull og 10% eir.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar miklar sviptingar voru í gjaldmiðilsmálum og mörg ríki, þar á meðal Ísland tóku ákvarðanir um að lækka gullgildi gjaldmiðla sinna, það er láta hverja krónu vera ávísun á minna af gulli, var stundum rætt um gullkrónur annars vegar og venjulegar krónur eða pappírskrónur hins vegar. Var þá litið svo á að gullkróna væri ávísun á 0,403 g af gulli, eins og hafði verið í upphafi árið 1873, en pappírskróna ávísun á eitthvað minna magn af gulli og því ekki jafnmikils virði. Ekki voru allir ánægðir með þá þróun að íslenska krónan varð sífellt minna virði, mælt í gulli, og vildu færa hana aftur upp í fyrra gengi. Jón Þorláksson, sem um skeið var forsætisráðherra, var sérstakur talsmaður þess. Það var ekki gert en þó var gengið hækkað á fjórða áratug síðustu aldar þannig að íslensk króna varð aftur um nokkurra ára skeið jafnverðmæt og sú danska.

Þessa einu og hálfa öld sem liðin er frá 1873 hefur vitaskuld margt fleira gerst í gjaldmiðilsmálum. Myntsamstarf Norðurlandanna liðaðist í sundur, íslenska krónan var slitin frá þeirri dönsku og missti löngu síðar tvö núll þegar nýjar krónur tóku við af gömlum, gullgildi hinna ýmsu króna var minnkað í fjölmörgum skrefum og loks horfið algjörlega frá gullfætinum, það er þeirri hugmynd að peningar byggðu á gulli.

Frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar hefur íslenska krónan, líkt og sú danska og allir gjaldmiðlar nágrannalandanna, verið svokallað tilskipunarfé (e. fiat money). Það þýðir einfaldlega að ekki er byggt á gulli, silfri eða öðru sem telst verðmætt. Peningarnir eru ekki ávísanir á neitt.

Síðasti gjaldmiðillinn sem fór af gullfæti var Bandaríkjadalur. Það var gert í valdatíð Richard M. Nixon Bandaríkjaforseta.

Síðasti gjaldmiðillinn sem fór af gullfæti var Bandaríkjadalur. Það var gert í valdatíð Richard M. Nixon Bandaríkjaforseta en hans er nú frekar minnst fyrir annað. 15. ágúst 1971 tilkynnti Nixon að erlend ríki gætu ekki lengur skipt á dollurum og gulli. Þótt dollarinn teldist enn á gullfæti samkvæmt bandarískum lögum þá var þetta í raun endirinn á gullfætinum um heim allan. Áður en Nixon lét til skarar skríða hafði gengi gulls gagnvart dollar lengst af verið fest í 35 dölum hver únsa (31,1035 g) að nafninu til þótt markaðsverð gulls væri talsvert hærra.

Frá 1944 og þangað til Bandaríkjadalur yfirgaf gullfótinn byggði gjaldmiðlakerfi heims á samkomulagi sem kennt er við smábæinn Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum. Í því fólst meðal annars að einstakir gjaldmiðlar, þar á meðal íslenska krónan, voru óbeint með gullfót, þannig að gengi þeirra var fest við Bandaríkjadal og hann var á gullfæti. Gullgildi annarra gjaldmiðla fór þannig eftir gengi þeirra gagnvart dollar og gullgildi hvers dollara.

Hugmyndin var að festa þannig innbyrðis gengi allra gjaldmiðlanna um alla framtíð en það gekk engan veginn eftir. Einstaka gjaldmiðlar reyndust hvað eftir annað of veikir til að standa undir því gengi sem hafði verið ákveðið og því var gengi þeirra fellt gagnvart Bandaríkjadal og þar með öllum gjaldmiðlum í kerfinu. Það átti meðal annars við íslensku krónuna. Í hvert skipti sem krónan var þannig felld gagnvart dollar varð hún óbeint minna virði, mælt í gulli.

Í Bretton Woods-samkomulaginu fólst líka að koma á fót Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, sem hélt utan um myntsamstarfið meðal annars þannig að samþykki sjóðsins þurfti fyrir slíkum gengisbreytingum.

Ástæða þess að Nixon tók Bandaríkjadal af gullfæti var einkum að mjög hafði gengið á gullforða Bandaríkjanna árin á undan. Þótt Bandaríkin væru óumdeilanlega mesta efnahagsstórveldi heims á þeim tíma þá streymdu dollarar úr landi, sem meðal annars skýrðist af miklum útgjöldum vegna stríðsins í Víetnam og fleiri þáttum. Þegar erlendir seðlabankar eignuðust þessa dollara og vildu að einhverju marki skipta þeim í gull minnkaði gullforði Bandaríkjanna. Mikil eftirspurn var eftir bæði dollurum og gulli, meðal annars til að byggja upp gjaldeyrisforða landa.

Til að létta aðeins á þrýstingnum á Bandaríkjadal var ákveðið 1969 að AGS myndi sjálft gefa út mynt sem átti að geta leikið sama hlutverk og dollarar eða gull í gjaldeyrisforðum. Var þessi nýja mynt kölluð Special Drawing Rights eða SDR, á íslensku sérstök dráttarréttindi. Aldrei var þó slegin mynt eða prentaðir seðlar, það stóð aldrei til, SDR urðu bara til sem innstæður á reikningum hjá AGS.

Þessi tilraun til að styrkja Bretton Woods-kerfið skilaði ekki tilætluðum árangri en SDR lifir þó áfram þótt hlutverkið sé ekki nándar nærri það sama og að var stefnt. Raunar er það nú fyrst og fremst notað sem reiknieining innan AGS. Fyrst um sinn var SDR skilgreint þannig að hver eining byggði á sama magni af gulli og einn Bandaríkjadalur og væri því jafnmikils virði. Síðar var horfið frá þessu og verðmæti SDR reiknað út frá myntkörfu tiltekinna mynta. Nú byggir það á dollar, evru, japönsku jeni, kínversku yuan og breska pundinu en dollar vegur langmest.

SDR lifir áfram í ýmsum undarlegum hliðarhlutverkum og eitt þeirra snýr einmitt að íslensku gullkrónunni. Af einhverjum ástæðum eru dagpeningar starfsmanna íslenska ríkisins á ferðum þeirra erlendis líka reiknaðir í SDR en það kemur þessari sögu ekki við.

Meðan Bretton Woods-samkomulagið var að liðast í sundur á áttunda áratugnum var haldið áfram í leifar þess með því að reikna virði hinna ýmsu gjaldmiðla, mælt í SDR, út frá gullgildi þeirra annars vegar og gullgildi SDR hins vegar. Það var gert bæði fyrir íslensku krónuna og gullkrónuna. Varð niðurstaðan þá að eitt SDR jafngilti 2,2039 gullkrónum. Þegar gull var endanlega tekið út úr myndinni enda allar myntir farnar af gullfæti stóð þessi tala eftir og er enn notuð til að reikna verðmæti gullkrónunnar þegar þess þarf.

Sé þetta viðmið notað fást allt aðrar og lægri tölur fyrir sektarupphæðir fyrir landhelgisbrot eða brot á lögum um hvalveiðar en sé miðað við verðmæti gullsins sem hver gullkróna átti að samsvara upphaflega. Nánar tiltekið þá samsvara lægri mörkin, 2 þús. gullkrónur, 159 þús. krónum og efri mörkin, 40 þús. gullkrónur, samsvara tæpum 3,2 milljónum króna miðað við gengi SDR gagnvart íslenskri krónu 1. september 2023.

Skipting í gullkrónur og aðrar krónur rataði inn í íslenska löggjöf meðal annars þannig að sektir fyrir landhelgisbrot voru tilgreindar í gullkrónum árið 1924. Það skýrir einnig hvers vegna sektir vegna brota á lögum um hvalveiðar eru enn í dag tilgreindar í slíkum krónum.

Það má í raun líta á hugmyndina um að tilgreina upphæðir í gullkrónum frekar en krónum sem einhvers konar hliðstæðu verðtryggðar og óverðtryggðrar krónu nú til dags. Gullkrónan var alltaf með sama kaupmátt, mældan í gulli, en pappírskrónan var með sífellt minni kaupmátt mælt á sama hátt. Á sama hátt á verðtryggð upphæð alltaf að samsvara sama kaupmætti, mælt í vörum og þjónustu, en óverðtryggð upphæð samsvarar mismiklum kaupmætti eftir því hvernig verðlag þróast.

Þessi skipting í gullkrónur og aðrar krónur rataði inn í íslenska löggjöf meðal annars þannig að sektir fyrir landhelgisbrot voru tilgreindar í gullkrónum árið 1924. Það skýrir einnig hvers vegna sektir vegna brota á lögum um hvalveiðar eru enn í dag tilgreindar í slíkum krónum. Ásgeir Ásgeirsson, þá þingmaður, síðar forseti, mælti fyrir þessari breytingu á Alþingi. Rökstuðningurinn var einfaldur í greinargerð með frumvarpinu „Vegna sílækkandi gengis hinnar íslensku krónu hefir hegning útlendinga, sem brotlegir verða gegn fiskveiðalöggjöf vorri, farið sílækkandi, en þegar hegningin þverrar minnkar aðhaldið.“

Þetta markmið Ásgeirs náðist í um það bil hálfa öld, á meðan gull var grundvöllur gjaldmiðlakerfis heimsins. Frá áttunda áratugnum hefur gullkrónan íslenska hins vegar ekki haldið gildi sínu eins og gengi hennar er reiknað heldur fallið í takti við minnkandi kaupmátt SDR, sem aftur hefur endurspeglað verðbólgu í þeim ríkjum sem gefa út þá gjaldmiðla sem gengi SDR er reiknað út frá.

Markmiðið um að sektarheimildirnar héldust háar að raunvirði hefði þó náðst ef þessi tenging við SDR hefði ekki komið í stað tengingarinnar við gull. Það má sjálfsagt deila um hvort það var réttmætt skref en Seðlabanki Íslands hefur litið á að svo sé og svarað spurningum dómstóla um verðmæti gullkróna út frá reiknireglunni um að eitt SDR sé 2,2039 gullkrónur. Eftir því sem næst verður komist reyndi síðast á það í dómi sem féll í Hæstarétti fyrir rétt um aldarfjórðungi, 18. júní 1998, þegar skipstjóri frá Keflavík var dæmdur fyrir veiðar á svæði þar sem allar veiðar með botnvörpu og flotvörpu voru bannaðar. Sektin var 400 þús. krónur, sem samsvaraði samkvæmt reiknireglu Seðlabankans um 9 þús. gullkrónum.

Þetta fyrirkomulag er áhugaverður sögulegur arfur en augljóslega ekki mjög hentug leið til verðtryggingar, sérstaklega eftir að íslenska krónan var tekin af gullfæti. Ekki er ólíklegt að þessi vísun í gullkrónur hverfi brátt endanlega úr íslenskri löggjöf því að matvælaráðuneytið kynnti í ágúst 2023 áform um ýmsar breytingar á lögum um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar og liður í þeim á að vera að fella brott lögin frá 1924.

Myndir:...