Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 88 svör fundust

Hvað búa margir í Frakklandi?

Frakkland er fjórða fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi, Þýskalandi og Bretlandi. Árið 2001 voru Frakkar tæplega 59 milljónir talsins. Eru þá ekki taldar með þær 1,7 milljónir manna sem búa á svæðum utan Evrópu sem tilheyra franska ríkinu (Guadeloupe og Martinique í Vestur-Indíum, Franska-Gínea í Suður-...

Nánar

Hvað er frelsisstyttan í New York há?

Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti. Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að...

Nánar

Hver var Georges Bataille og hvert var framlag hans til fræðanna?

Georges Bataille var franskur rithöfundur og heimspekingur. Höfundarverk hans er sérkennileg, görótt og einkar forvitnileg blanda af bölsýni, lífsþorsta og óslökkvandi þörf fyrir að horfast hispurslaust í augu við veruleikann. Bataille fæddist 10. september 1897 í smábænum Billom í Auvergne í Mið-Frakklandi en ...

Nánar

Hver var Nicolas de Condorcet og hvert var framlag hans til fræðanna?

Nicolas de Condorcet, eða Marie Jean Antoine Nicolas Caritat, markgreifinn af Condorcet (1743-1794) var franskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur sem auk þess fékkst við söguspeki og vann brautryðjandi verk í sögu félagsvísinda. Condorcet telst vera einn af síðustu svonefndu philosophes frönsku upplýs...

Nánar

Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Hrefnu Tómasdóttur Hver var Durkheim og fyrir hvað var hann þekktur? Franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917) er með nokkrum rétti kallaður faðir félagsfræði nútímans. Ástæðan er sú að hann hélt því fram að félagsfræðin ætti að vera sjálfstæð vísindagrein en ...

Nánar

Af hverju heitir Nýja-Sjáland þessu nafni?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvar er Sjálandið í nafninu Nýja-Sjáland?Hvaðan fær Nýja-Sjáland nafnið sitt? Er það eitthvað tengt Sjálandi í Danmörku? Árið 1642 kom hollenski sæfarinn og landkönnuðurinn Abel Janszoon Tasman fyrstur Evrópumanna auga á landið sem við þekkjum í dag undir nafninu Nýja-Sjáland. Þ...

Nánar

Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?

Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræ...

Nánar

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...

Nánar

Fyrir hvað er Jacques Monod þekktur?

Jacques Lucien Monod var fæddur í París árið 1910. Hann ólst upp í Suður-Frakklandi og gekk í skóla í Cannes en síðar í París þar sem hann lauk lísensíatprófi í náttúruvísindum árið 1931. Á næstu árum vann hann að rannsóknum á frumdýrum bæði í Strasbourg og París, en þar fékk hann árið 1934 starf við Sorbonne-hásk...

Nánar

Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?

Napóleon Bónaparte var keisari Frakklands milli 1804 og 1815. Þá tign hlaut hann ekki vegna þess að hann væri konungborinn heldur fyrir hæfileika sína á sviði hernaðar. Napóleon er af mörgum talinn einn besti hershöfðingi sem fram hefur komið á sjónarsvið mannkynssögunnar. Metnaður hans var takmarkalaus og varð þa...

Nánar

Er til svokallað álfamál?

Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...

Nánar

Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?

Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...

Nánar

Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi? Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar ...

Nánar

Hver er Julia Kristeva og hvaða áhrif hafa kenningar hennar haft?

Julia Kristeva fæddist í Búlgaríu árið 1941. Hún er af menntafólki komin, ólst upp í austur-evrópsku, kommúnísku ríki á kaldastríðsárunum og gekk í Háskólann í Sofíu. Hún lagði þar stund á bókmenntir, málvísindi og heimspeki, lærði sinn Marx og Hegel auk málvísinda og rússnesku og hafði þar af leiðandi beinan aðg...

Nánar

Hvenær varð Evrópa til?

Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við lítum til jarðsögunnar má segja að Evrópa hafi myndast einhvern tíma frá lokum trías-tímabilsins, fyrir um 200 milljónum ára, fram til krítar-tímabilsins, fyrir um 65 milljónum ára. Hægt er að sjá ágæta skýringarmynd af myndun meginlandanna í svari við spurn...

Nánar

Fleiri niðurstöður