Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 124 svör fundust

Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar?

Fyrsta sjónvarpsútsendingin í heiminum var í London árið 1936 á vegum breska útvarpsins, BBC (British Broadcasting Company). Maðurinn sem þróaði tæknina á bak við sjónvarpið var Sir Isaac Shoenberg. Fyrsta útsendingin sem BBC stóð fyrir var frá krýningu Georgs VI í Hyde Park. Talið er að nokkur þúsund áhorfendur h...

Nánar

Ætti ég að hafa áhyggjur af tilviljanakenndri hrörnun Higgs-sviðsins?

Upprunalega spurningin var: Það er ný kenning sem hræðir mig um false vacuum, er það satt eða ósatt? Hrörnun svonefnds Higgs-sviðs einhvers staðar í alheiminum hefði í för með sér að örsmátt, nærri kúlulaga svæði myndi stækka á ljóshraða í allar áttir. Þessi kúla myndi taka yfir sólkerfi okkar á nokkrum klu...

Nánar

Hver fann upp á kryptoni?

Krypton er ekki uppfinning heldur svokallað frumefni en allt í veröldinni er samsett úr frumefnum. Krypton hefur sætistöluna 36 í lotukerfinu og telst vera eðallofttegund. Eðallofttegundirnar eru sex talsins: helín (He), neon (Ne), argon (Ar), krypton (Kr), xenon (Xe) og radon (Rn). Einnig er líklegt að frumefnið ...

Nánar

Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?

Xenon hefur sætistöluna 54 í lotukerfinu og er eðallofttegund. Það var uppgötvað af bresku efnafræðingunum Sir William Ramsay (1852-1916) og Morris Travers (1872-1961). Ramsay átt þátt í uppgötvun eðallofttegundarinnar argons árið 1894, ásamt eðlisfræðingnum William Rayleigh. Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetni...

Nánar

Hve margir voru riddarar hringborðsins?

Það voru eitt hundrað sæti við hringborðið hjá Artúr konungi samkvæmt Le Morte d'Arthur eftir Sir Thomas Malory frá 1485, en sú bók er aðalritið um Artúr (3. bók, 1. kafli). Sjá meira um enskar riddarasögur í svari Terry Gunnells við spurningunni Voru Camelot og Excalibur til? Mynd af Hringborði Artúrs...

Nánar

Hver uppgötvaði frumefnið magnesín?

Eftirfarandi spurningum er einnig svarað: Hvað er magnesín? (Jón Pétur) Er magnesín eðlisþungt og við hvaða hitastig kviknar í því? (Helgi) Magnesín (Mg, magnesíum) er í flokki 2 í lotukerfinu en til hans heyra jarðalkalímálmar. Það hefur sætistöluna 12 í lotukerfinu og er skínandi gráhvítt á að líta. Bræðslu...

Nánar

Hvernig dó Arkímedes?

Arkímedes dó annað hvort árið 211 eða 212 f. Kr. Þá var hann 75 eða 76 ára gamall. Hann var drepinn í umsátrinu um borgina Sýrakúsu af rómverskum hermanni. Til eru nokkrar frásagnir af dauða Arkímedesar. Ein er á þá leið að þegar Rómverjar réðust inn í Sýrakúsu hafi Arkímedes verið niðursokkinn í stærðfræðileg...

Nánar

Er táknmál myndað eins og önnur mál í vinstra heilahvelinu?

Það var á 19. öld, nánar tiltekið árið 1861, sem franski læknirinn Paul Broca (1824-1880) lýsti því yfir að við töluðum með vinstra heilahvelinu og að lítið svæði aftarlega og neðarlega í heilanum stýrði tali. Þetta heilasvæði fékk síðar nafnið Broca-svæði. Sjúklingarnir tveir sem Broca byggði fullyrðingu sína á g...

Nánar

Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon?

Sir William Ramsay var breskur eðlisefnafræðingur, fæddur í Glasgow árið 1852. Hann lærði í háskólanum í Glasgow frá 1866 til 1870 og hlaut síðan doktorsgráðu frá háskólanum í Tübingen í Þýskalandi árið 1872. Sama ár sneri hann aftur til Glasgow, þar sem hann starfaði við rannsóknir í lífrænni efnafræði. Seinna fé...

Nánar

Hvað þýðir orðið séra?

Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra ein...

Nánar

Hver var Francis Crick og hvert var framlag hans til erfðafræðinnar?

Francis Harry Compton Crick var fæddur í Northampton í Englandi árið 1916. Hann lauk B.Sc.-prófi í eðlisfræði frá University College í London árið 1937 og hóf doktorsnám í eðlisfræði við sama skóla. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst árið 1939 varð hann að hætta námi. Á stríðsárunum starfaði hann hjá breska flotam...

Nánar

Hver var James Dewey Watson og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

James Dewey Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Árið 1947 brautskráðist hann frá Chicago-háskóla með B.Sc.-próf í dýrafræði. Á þessum árum var hann áhugasamur fuglaskoðari. Hann var síðan í doktorsnámi við Indiana-háskólann í Bloomington undir leiðsögn Salvadors E. Luria (1912-1991) sem hlaut Nó...

Nánar

Geta ljón verið svört?

Svört afbrigði af stórköttum eru þekkt og er orsökin þá yfirleitt víkjandi gen. Svartir hlébarðar (Panthera pardus) eru best þekktu dæmin um svarta stórketti en einnig eru þekkt dökk afbrigði af tígrisdýrum (Panthera tigris). Ekki er vitað um mörg svört ljón (Panthera leo) en þó eru einhver tilfelli þekkt. Ti...

Nánar

Fleiri niðurstöður