Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?

Gabríel Pétur Óðinsson

Xenon hefur sætistöluna 54 í lotukerfinu og er eðallofttegund. Það var uppgötvað af bresku efnafræðingunum Sir William Ramsay (1852-1916) og Morris Travers (1872-1961). Ramsay átt þátt í uppgötvun eðallofttegundarinnar argons árið 1894, ásamt eðlisfræðingnum William Rayleigh. Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetning argons og helíns í lotukerfinu benti til þess að það væru að minnsta kosti þrjár eðallofttegundir til viðbótar.

Nafnið xenon er dregið af gríska orðinu „xenos“ sem þýðir „framandi”, en það er mjög lítið af því í andrúmsloftinu.

Ramsay og Travis einangruðu xenon úr fljótandi andrúmslofti. Þeir uppgötvuðu einnig eðallofttegundirnar krypton og neon um svipað leyti. Ramsay á heiðurinn að nafngift þessara þriggja efna, en nöfn þeirra eru dregin af grískum orðum. Þess má geta að Ramsay var einn virtasti efnafræðingur Bretlands og hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1904 fyrir rannsóknir sínar á eðallofttegundunum.

Nafnið xenon er dregið af gríska orðinu „xenos“ sem þýðir „framandi”, en það er mjög lítið af því í andrúmsloftinu. Nánar tiltekið þá myndar það hér um bil 0,0000087% andrúmsloftsins.

Sir William Ramsay (1852-1916) hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1904 fyrir að hafa uppgötvað eðallofttegundirnar.

Xenon er notað í flúrljós ásamt öðrum lofttegundum. Það er einnig notað í leifturljós, það er lampa sem lýsa björtu ljósi í mjög stutta stund, um 1-2 millisekúndur. Þekktasta dæmið er ef til vill leifturljós myndavélar, sem í daglegu tali nefnist flass. Ef xenon er við lágan þrýsting og kemst í tæri við rafhleðslu þá lýsir það ljósbláum lit í örskamma stund. Við hærri þrýsting er ljósið hvítt, það er líkt og dagsljós. Xenon er einnig notað í svonefnda snúðsjá (e. stroboscope) en það er tæki sem er til dæmis notað í eðlisfræði til að skoða hreyfingu hlutar eða tíðni hans.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.7.2017

Spyrjandi

Ólöf Þrastardóttir

Tilvísun

Gabríel Pétur Óðinsson. „Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12245.

Gabríel Pétur Óðinsson. (2017, 10. júlí). Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12245

Gabríel Pétur Óðinsson. „Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12245>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?
Xenon hefur sætistöluna 54 í lotukerfinu og er eðallofttegund. Það var uppgötvað af bresku efnafræðingunum Sir William Ramsay (1852-1916) og Morris Travers (1872-1961). Ramsay átt þátt í uppgötvun eðallofttegundarinnar argons árið 1894, ásamt eðlisfræðingnum William Rayleigh. Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetning argons og helíns í lotukerfinu benti til þess að það væru að minnsta kosti þrjár eðallofttegundir til viðbótar.

Nafnið xenon er dregið af gríska orðinu „xenos“ sem þýðir „framandi”, en það er mjög lítið af því í andrúmsloftinu.

Ramsay og Travis einangruðu xenon úr fljótandi andrúmslofti. Þeir uppgötvuðu einnig eðallofttegundirnar krypton og neon um svipað leyti. Ramsay á heiðurinn að nafngift þessara þriggja efna, en nöfn þeirra eru dregin af grískum orðum. Þess má geta að Ramsay var einn virtasti efnafræðingur Bretlands og hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1904 fyrir rannsóknir sínar á eðallofttegundunum.

Nafnið xenon er dregið af gríska orðinu „xenos“ sem þýðir „framandi”, en það er mjög lítið af því í andrúmsloftinu. Nánar tiltekið þá myndar það hér um bil 0,0000087% andrúmsloftsins.

Sir William Ramsay (1852-1916) hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1904 fyrir að hafa uppgötvað eðallofttegundirnar.

Xenon er notað í flúrljós ásamt öðrum lofttegundum. Það er einnig notað í leifturljós, það er lampa sem lýsa björtu ljósi í mjög stutta stund, um 1-2 millisekúndur. Þekktasta dæmið er ef til vill leifturljós myndavélar, sem í daglegu tali nefnist flass. Ef xenon er við lágan þrýsting og kemst í tæri við rafhleðslu þá lýsir það ljósbláum lit í örskamma stund. Við hærri þrýsting er ljósið hvítt, það er líkt og dagsljós. Xenon er einnig notað í svonefnda snúðsjá (e. stroboscope) en það er tæki sem er til dæmis notað í eðlisfræði til að skoða hreyfingu hlutar eða tíðni hans.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...