Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga eftir talsverðar umræður á þingi.

Skipulögð notkun gaddavírsins í landbúnaði hófst þannig á fyrsta áratug 20. aldar, sennilega í upphafi vegna áhrifa frá Íslendingum sem flust höfðu til Vesturheims.

Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Skipulögð notkun gaddavírs í landbúnaði á Íslandi hófst á fyrsta áratug 20. aldar, sennilega vegna áhrifa frá Íslendingum sem höfðu flust til Vesturheims.

Girðingar með gaddavír er fyrst getið í landbúnaðartölum árið 1901. (Sjá Hagskinnu, bls. 270-271). Síðan jukust vírgirðingar stórum með hverju árinu sem leið eftir það og árið 1906 nýttu bændur meir gaddavír en grjót og torf til girðinga í fyrsta skipti. Jókst sá munur síðan ár frá ári og voru yfirburðir gaddavírsins orðnir miklir miðað við grjótveggina árið 1911. Segja má að í sveitum landsins hafi almenn „gaddavírsvæðing“ átt sér stað á árunum 1906-1923.

Árið 1903 samþykkti Alþingi „gaddavírslögin“ svonefndu. Samkvæmt þeim átti ríkið að kosta gerð gaddavírs í nokkrum mæli á árunum 1905-1908. (Um Girðingarlögin og framkvæmd þeirra sjá bók Þorkels Jóhannessonar, Alþingi og atvinnumálin, bls. 154-156). Ný lög komu um styrki til gaddavírskaupa 1911 og 1913 og má af því sjá að vinsældir gaddavírsins jukust ár frá ári meðal bænda.

Ekki voru „gaddavíralögin“ samt óumdeild í upphafi. Rætt var mikið um skaðsemi gaddavírsins fyrir skepnurnar og margir óttuðust kostnaðinn vegna hans. En bændum snerist fljótt hugur í máli þessu og varð sú raunin að fleiri vildu girða með vírnum en nam upphaflegum styrkjum til verksins og því voru nýju lögin um styrk til gaddavírskaupa samþykkt.

Mynd:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.10.2000

Spyrjandi

Sesselja Guðmundsdóttir

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?“ Vísindavefurinn, 24. október 2000, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1030.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2000, 24. október). Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1030

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2000. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1030>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?
Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga eftir talsverðar umræður á þingi.

Skipulögð notkun gaddavírsins í landbúnaði hófst þannig á fyrsta áratug 20. aldar, sennilega í upphafi vegna áhrifa frá Íslendingum sem flust höfðu til Vesturheims.

Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Skipulögð notkun gaddavírs í landbúnaði á Íslandi hófst á fyrsta áratug 20. aldar, sennilega vegna áhrifa frá Íslendingum sem höfðu flust til Vesturheims.

Girðingar með gaddavír er fyrst getið í landbúnaðartölum árið 1901. (Sjá Hagskinnu, bls. 270-271). Síðan jukust vírgirðingar stórum með hverju árinu sem leið eftir það og árið 1906 nýttu bændur meir gaddavír en grjót og torf til girðinga í fyrsta skipti. Jókst sá munur síðan ár frá ári og voru yfirburðir gaddavírsins orðnir miklir miðað við grjótveggina árið 1911. Segja má að í sveitum landsins hafi almenn „gaddavírsvæðing“ átt sér stað á árunum 1906-1923.

Árið 1903 samþykkti Alþingi „gaddavírslögin“ svonefndu. Samkvæmt þeim átti ríkið að kosta gerð gaddavírs í nokkrum mæli á árunum 1905-1908. (Um Girðingarlögin og framkvæmd þeirra sjá bók Þorkels Jóhannessonar, Alþingi og atvinnumálin, bls. 154-156). Ný lög komu um styrki til gaddavírskaupa 1911 og 1913 og má af því sjá að vinsældir gaddavírsins jukust ár frá ári meðal bænda.

Ekki voru „gaddavíralögin“ samt óumdeild í upphafi. Rætt var mikið um skaðsemi gaddavírsins fyrir skepnurnar og margir óttuðust kostnaðinn vegna hans. En bændum snerist fljótt hugur í máli þessu og varð sú raunin að fleiri vildu girða með vírnum en nam upphaflegum styrkjum til verksins og því voru nýju lögin um styrk til gaddavírskaupa samþykkt.

Mynd:

...