Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Geta Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar skilið hverjir aðra vandræðalaust?

Oddný G. Sverrisdóttir

Stutta svarið við spurningunni er já, Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar eiga að geta skilið hverjir aðra án vandræða þegar þeir tala það sem nefnt er háþýska eða staðalþýska.

Staðalþýska er nefnd Standarddeutsch eða Bundesdeutsches Hochdeutsch í Þýskalandi, Österreichisches Deutsch í Austurríki og Schweizer Hochdeutsch í Sviss. Í Þýskalandi, Austurríki og þýskumælandi hluta Sviss er staðalþýska opinbert tungumál. Staðalþýska auðveldar þannig samskipti á þýska málsvæðinu, þar sem mikið er um mállýskur. Ekki hafa þó allir íbúar þýska málsvæðisins jafngott vald á staðalþýsku þannig að ekki er hægt að útiloka einhverja minni háttar samskiptaörðugleika.

Innan þýskunnar er að finna fjölmargar mállýskur sem hafa þróast á mismunandi hátt í málsögulegum skilningi. Mikil áhrif höfðu hljóðbreytingar, sérstaklega þó önnur hljóðbreyting (þ. zweite Lautverschiebung, e. High German consonant shift) sem hófst um það bil 500 e.Kr. og náði til mállýskna á því málsvæði sem í málvísindum er kennt við miðþýsku (þ. Mitteldeutsch, e. Middle German) og efriþýsku (þ. Oberdeutsch, e. Upper German) en varð ekki í lágþýskum mállýskum. Mið- og efriþýsku mállýskurnar eru talaðar á svæðunum í Mið- og Suður-Þýskalandi, í Austurríki og Sviss.

Austurríska fjallaþorpið Hallstatt.

Ef spurningin í upphafi væri á þessa leið: „Getur Þjóðverji frá Dresden sem er í Saxlandi í austurhluta Þýskalands, Austurríkismaður frá fjallaþorpinu Hallstatt í austurrísku Ölpunum og Svisslendingur frá hinum fræga ostadal Emmental á Svissnesku miðhásléttunni skilið hvern annan vandræðalaust þegar þeir tala mállýskur sínar?“ þá yrði svarið væntanlega nei. Mállýskur þessara manna eru það ólíkar hvað varðar hljóðkerfi, orðaforða og fleira að samskipti þeirra yrðu að minnsta kosti verulegum annmörkum háð.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Oddný G. Sverrisdóttir

prófessor í þýsku við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

15.10.2014

Spyrjandi

Guðrún Pálsdóttir

Tilvísun

Oddný G. Sverrisdóttir. „Geta Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar skilið hverjir aðra vandræðalaust?“ Vísindavefurinn, 15. október 2014. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=11707.

Oddný G. Sverrisdóttir. (2014, 15. október). Geta Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar skilið hverjir aðra vandræðalaust? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=11707

Oddný G. Sverrisdóttir. „Geta Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar skilið hverjir aðra vandræðalaust?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2014. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=11707>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar skilið hverjir aðra vandræðalaust?
Stutta svarið við spurningunni er já, Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar eiga að geta skilið hverjir aðra án vandræða þegar þeir tala það sem nefnt er háþýska eða staðalþýska.

Staðalþýska er nefnd Standarddeutsch eða Bundesdeutsches Hochdeutsch í Þýskalandi, Österreichisches Deutsch í Austurríki og Schweizer Hochdeutsch í Sviss. Í Þýskalandi, Austurríki og þýskumælandi hluta Sviss er staðalþýska opinbert tungumál. Staðalþýska auðveldar þannig samskipti á þýska málsvæðinu, þar sem mikið er um mállýskur. Ekki hafa þó allir íbúar þýska málsvæðisins jafngott vald á staðalþýsku þannig að ekki er hægt að útiloka einhverja minni háttar samskiptaörðugleika.

Innan þýskunnar er að finna fjölmargar mállýskur sem hafa þróast á mismunandi hátt í málsögulegum skilningi. Mikil áhrif höfðu hljóðbreytingar, sérstaklega þó önnur hljóðbreyting (þ. zweite Lautverschiebung, e. High German consonant shift) sem hófst um það bil 500 e.Kr. og náði til mállýskna á því málsvæði sem í málvísindum er kennt við miðþýsku (þ. Mitteldeutsch, e. Middle German) og efriþýsku (þ. Oberdeutsch, e. Upper German) en varð ekki í lágþýskum mállýskum. Mið- og efriþýsku mállýskurnar eru talaðar á svæðunum í Mið- og Suður-Þýskalandi, í Austurríki og Sviss.

Austurríska fjallaþorpið Hallstatt.

Ef spurningin í upphafi væri á þessa leið: „Getur Þjóðverji frá Dresden sem er í Saxlandi í austurhluta Þýskalands, Austurríkismaður frá fjallaþorpinu Hallstatt í austurrísku Ölpunum og Svisslendingur frá hinum fræga ostadal Emmental á Svissnesku miðhásléttunni skilið hvern annan vandræðalaust þegar þeir tala mállýskur sínar?“ þá yrði svarið væntanlega nei. Mállýskur þessara manna eru það ólíkar hvað varðar hljóðkerfi, orðaforða og fleira að samskipti þeirra yrðu að minnsta kosti verulegum annmörkum háð.

Heimildir og mynd:

...